Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

39. fundur

Árið 1997, mánudaginn 3. mars kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Fræðslunefndar frá 25. feb.

21. fundur. Fundargerðin er í 5. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Umhverfisnefndar frá 26. feb.

26. fundur. Fundargerðin er í 11. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Félagsmálanefndar frá 27. feb.

22. fundur. Fundargerðin er í 3. töluliðum.

1.tölul. Bæjarráð óskar eftir afstöðu húsfélagsfundar eigenda íbúða á Hlíf til gerðar eignaskiptayfirlýsinga.

2. Viðræður við bæjarráð - kaup þjónustu af Skólaskrifstofu Vestfjarða.

Lagt fram afrit bréfs ds. 25. feb. sl. ásamt fylgiskjölum frá bæjarstjóra til skólaráðs Vestfjarða varðandi kaup sveitarfélagsins á þjónustu frá Skólaskrifstofu Vestfjarða.

Mætt til viðræðna við bæjarráð fulltrúar skólaráðs Vestfjarða, Ragnheiður Hákonardóttir, form., og Matthías Lýðsson, sbr. 2. tölul. fundargerðar 38. fundar bæjarráðs frá 24. feb. sl. Rætt var um ýmiss ákvæði í stofnsamningi og um rekstur Skólaskrifstofu s.s. uppsagnar- og endurskoðunarákvæði, um kostnaðar- og viðmiðanargrunna og samanburðartölur útgjalda og framlaga sveitarfélaga. Ennfremur um lagaramma og reglugerðir, um vinnu undirbúnings-nefndar um stofnun og gildandi bráðabirgðasamning og samskipti starfsmanna skólaskrifstofu og kjörinna fulltrúa.

Þorsteinn Jóhannesson, bæjarfulltrúi, lét bóka:

"Tel bréfaskrif Pétus Bjarnasonar forstöðumanns Skólaskrifstofu Vestfjarða ds. 15.02.´97 ámæliverð.

Fimmtudaginn 13.02.´97 kom forstöðumaður skólaskrifstofu að máli við undirritaðan og tjáði mér að samskipti skólaskrifstofu og bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar væru ekki hnökralaus. Ég bauð honum til fundar með bæjarstjóra og undirritaðs strax næsta dag, en forstöðumaður sá sér ekki fært að hitta okkur hvorki næsta dag né tvo daga þar á eftir. Hugsanlega hefði hann tíma í næstu viku.

Það sem ég heyrði næst frá forstöðumanni er áðurnefnt bréf, sem í eru dylgjur í garð undirritaðs og bæjarstjóra. Slík vinnubrögð eru til þess eins fallin að skapa tortryggni og vantraust."

3. Byggingarfulltrúi - Fjarðarstræti 7-9 endurbætur.

Lagt fram bréf ds. 3. júní 1993 frá Stefáni Brynjólfsssyni, byggingarfulltrúa, með kostnaðaráætlun framkvæmda við endurbætur á Fjarðarstræti 7-9, Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að ráðstöfun fjárveitingar ársins.

4. Fasteignagjöld 1997 - Fiskiðjan Freyja hf.

Lagt fram bréf ds. 22. feb. sl. frá Óðni Gestssyni, f.h. Fiskiðjunnar Freyju hf, þar sem álagning fasteignagjalda 1997 er kærð.

Bæjarráð bendir bréfritara á að álagning gjalda á Fiskiðjuna Freyju fer eftir sömu álagningarreglum og á önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að kanna réttmæti álagningar holræsigjalds.

5. Guðmundur Steinþórsson - álagning

sorphreinsigjalds 1997 og sorphirða í strjálbýli.

Lagt fram bréf ds. 22. feb. sl. frá Guðmundi Steinþórssyni, Lambadal, þar sem spurt er um sorphirðu í strjálbýli m.t.t. álagðs sorphirðugjalds.

Bæjarráð bendir á að ekki er fyrirhuguð sorphreinsun í strjálbýli með öðrum hætti en verið hefur en inni í álögðu gjaldi er einnig eyðing sorps. Bent er á að á bújarðir er einungis lagt gjald á íbúðarhúsnæðið en ekki sérstaklega á búreksturinn að öðru leyti.

6. Samband ísl. sveitarfélaga - ferlimál fatlaðra.

Lagt fram bréf ds. 19. feb. sl. ásamt fylgiskjölum frá Guðrúnu S. Hilmisdóttur, verkfr. Sambands ísl. sveitarfélaga, þar tilkynnt er um samkomulag millum félagsmálaráðuneytisins og Sambands ísl. sveitarfélaga, um verkefni á sviði ferlimála fatlaðra sem gildir frá 1. feb. 1997 til 31. des. 1998.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

7. Fjórðungssamband Vestfirðinga - tilkynningar.

Lagt fram bréf ds. 21. feb. sl. ásamt fylgiskjölum frá Halldóri Halldórssyni, framkv.stj. FV, þar sem vakin er athygli á auglýsingu frá Byggðastofnun um styrki til verkefna vegna þróunar atvinnulífs á landsbyggðinni og að Guðjón Ólafsson Valdasteinsstöðum hafi tekið við starfi oddvita í Bæjarhreppi í stað Guðnýjar Þorsteinsdóttur.

Bæjarráð vísar bréfinu til félagsmálanefndar.

8. Bæjarstjóri - samningur um sorpeyðingu.

Lögð fram drög að samningum millum Ísafjarðarbæjar f.h. Funa og Bolungarvíkur-kaupstaðar og millum Ísafjarðarbæjar f.h. Funa og Súðavíkurhrepps, um sorpeyðingu í Funa.

Bæjarráð samþykkir samningana.

9. Sorphirða í Ísafjarðarbæ - yfirtaka verktökusamninga.

Lagt fram bréf ds. 20. feb. sl. frá Ragnari Ágústi Kristinssyni, framkv.stj. Gámaþjónustu Vestfjarða ehf, og Hafþóri Halldórssyni, framkv.stj. Gámaþjónustu Hafþórs Halldórssonar, þar sem tilkynnt er um kaup Gámaþjónustu Vestfjarða á Gámaþjónustu Hafþórs Halldórssonar. Í bréfinu er óskað samþykkis bæjarráðs á yfirtöku Gámaþjónustu Vestfjarða á gildandi verksamningum við Gámaþjónustu Hafþórs Halldórssonar við Ísafjarðarbæ og stofnanir hans.

Bæjarráð samþykkir erindið.

10. Varnir gegn snjóflóðum - tillaga að forgangsröðun framkvæmda.

Lögð fram greinargerð ásamt fylgiskjölum frá starfshópi um uppbyggingu varna gegn ofanflóðum í nokkrum sveitarfélögum með tillögu að forgangsröðun framkvæmda.

Í greinargerðinni kemur fram að á árinu 1997 verði kannaðir möguleikar á snjóflóðavörnum við Sólbakka, Flateyri, og á árinu 1998 fari fram verkhönnun leiðigarða í Seljalandshlíð. Framkvæmdir hefjist 1999 og verði þeim að mestu lokið árið 2000. Ennfremur lagt fram afrit bréfs Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra ds. 25. feb. sl. til félagsmálaráðuneytisins varðandi uppkaup húseigna á Flateyri.

 

 

 

11. Skóla- og menningarfulltrúi - staða framkvæmda

við leikskólann á Flateyri og íþróttahúsið á Þingeyri.

Lagt fram bréf ds. 27. feb. sl. ásamt fylgiskjölum frá Rúnari Vífilssyni, skóla- og menningarfulltrúa, varðandi stöðu framkvæmda við leikskólann Grænagarð Flateyri og íþróttahúsið á Þingeyri.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.38.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.