Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

38. fundur

Árið 1997, mánudaginn 24. febrúar kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Fræðslunefndar frá 18. feb.

20. fundur. Fundargerðin er í 2. málsliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Nefndar um almenningssamgöngur frá 19. feb.

6. fundur. Fundargerðin er í 2. töluliðum.

2.tölul. Bæjarráð felur nefnd um almenningssamgöngur að sækja um sérleyfi innan Ísafjarðarbæjar.

2. Fasteignagjöld 1997 - beiðni um styrk eða ívilnun.

Lagður fram listi ds. 24. feb. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastj., yfir félagasamtök og einstaklinga/hjón sem óska eftir styrk eða ívilnun fasteignagjalda 1997.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk sem nemur fasteignagjöldum þess hluta húsnæðis félagasamtakanna, sem notaður er til félags- og/eða menningarstarfsemi og færist styrkurinn á liðinn 15-65-971-1.

Bæjarráð samþykkir að veita þeim einstaklingum/hjónum ívilnun, sem lagt er til á listanum.

3. Skólaskrifstofa Vestfjarða - kaup á þjónustu.

Lagt fram bréf ds. 20. feb. sl. frá skólaráði Vestfjarða, þar sem óskað er viðræðna við Ísafjarðarbæ vegna kaupa sveitarfélagsins á þjónustu frá Skólaskrifstofu Vestfjarða.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með skólaráði Vestfjarða.

4. Samband ísl. sveitarfélaga - uppgjör staðgreiðslu 1996.

Lagt fram yfirlit uppgjörs staðgreiðslu tekjuársins 1996. Fram kemur að staðgreiðsla útsvars var 410,7 millj.kr. borið saman við áætlaðar 418,2 millj. kr. samkvæmt fjárhagsáætlun.

5. Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar - beiðni um viðræður.

Lagt fram bréf óds. frá Guðjóni M. Þorsteinssyni, f.h. KFÍ, þar sem óskað er viðræðna við bæjarráð um ýmiss mál viðkomandi KFÍ og Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með efni bréfsins og vísar því til fræðslunefndar og menningarnefndar.

6. Guðmundur Baldursson og Katrín Guðmundsdóttir -

uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 15. feb. sl. frá Guðmundi Baldurssyni og Katrínu Guðmundsdóttur, þar sem rætt er um möguleg uppkaup á fasteigninni Hjallavegi 1, Flateyri.

Bæjarráð bendir bréfriturum á að uppkaup á íbúð þeirra við Hjallaveg 1, Flateyri, er ekki inni í þeim tillögum sem nú er unnið að.

 

 

 

7. Jóhanna Gunnarsdóttir - beiðni um ferðastyrk.

Lagt fram bréf ds. 14. feb. sl. frá Jóhönnu Gunnarsdóttur, Þingeyri, þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna ferða milli Þingeyrar og Ísafjarðar.

Bæjarráð sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu.

8. Guðvarður Kjartansson - álagning fasteignagjalda 1997.

Lagt fram bréf ds. 5. feb. sl. frá Guðvarði Kjartanssyni, þar sem mótmælt er álagningu fasteignagjalda á húseign hans við Hjallaveg 5, Flateyri.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að svara erindinu.

9. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið - skipan starfshóps.

Lagt fram bréf ds. 14. feb. sl. frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem óskað er tilnefningar þriggja fulltrúa Ísafjarðarbæjar til setu í starfshópi vegna sameiningar heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

10. FSÍ/HSÍ - erindi.

Lögð fram eftirfarandi bréf ásamt fylgiskjölum frá Guðjóni Brjánssyni, framkv.stj. FSÍ, auk fundagerða stjórnar FSÍ/HSÍ:

a. Fundargerðir stjórnar FSÍ/HSÍ frá 18. des. og frá 5. feb. sl.

b. Bréf ds. 14. feb. sl. þar sem óskað er tilnefningar varamanns í

stjórn FSÍ/HSÍ í stað Sigríðar Hrannar Elíasdóttur.

Bæjarráð vísar tilnefningu til bæjarstjórnar.

c. Bréf ds. 14. feb. sl. ásamt afriti af bréfi formanns nefndar um

hagræðingu í rekstri landsbyggðarsjúkrahúsa.

d. Skýrsla ds. í feb. 1997 um tölulegar upplýsingar um starfsemi

FSÍ á árinu 1996.

11. Sighvatur Jón Þórarinsson - álagning sorphreinsigjalds 1997.

Lagt fram bréf ds. 16. feb. sl. frá Sighvati Jóni Þórarinssyni, Höfða 1 Þingeyri, þar sem kærð er álagning sorphreinsigjalds á íbúðarhús hans á Höfða 1, Þingeyri.

Bæjarráð fellst ekki á athugasemdir gjaldandans og álagning verður því óbreytt.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.06.

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.