Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

36. fundur

Árið 1997, mánudaginn 10. febrúar kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Menningarnefndar frá 5. feb.

10. fundur. Fundargerðin er í 11 töluliðum.

2. tölul. Bæjarráð bendir á að umrædd 1 m.kr. er framlag úr Húsafriðunarsjóði. Eftirstöðvar framlagsins verða færðar yfir á gjaldaárið 1997 en bókaður kostnaður vegna framkvæmda er 585 þús. kr. miðað við stöðu í bókhaldi í lok desember 1996.

Aðrir tölul. Bæjarráð óskar eftir fundi með formanni menninganefndar og skóla- og menningarfulltrúa.

b. Húsnæðisnefndar frá 5. feb.

7. fundur. Fundargerðin er í 1 tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Aðstoðarmaður bæjarstjóra - almenningssamgöngur.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 6. feb. sl. frá Þórunni Gestsdóttur, aðstoðarmanni bæjarstjóra, varðandi strætisvagnaakstur milli Suðureyrar og Ísafjarðar, sbr. 8. tölul. í fundargerð 35. fundar bæjarráðs frá 3. feb. sl.

Bæjarráð bendir á að samkvæmt úttekt bréfritara hefur verktaki fyllilega staðið við samning um akstur á leiðinni Ísafjörður-Suðureyri-Ísafjörður.

3. Skóla- og menningarfulltrúi - Skólaskrifstofa Vestfjarða.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 5. feb. sl. frá Rúnari Vífilssyni, skóla- og menningarfulltrúa, varðandi reikninga frá Skólaskrifstofu Vestfjarða fyrir þjónustu skrifstofunnar. Bæjarstjóri lagði fram tillögu að sveitarfélagið kaupi af Skólaskrifstofu Vest-fjarða þjónustu til loka yfirstandandi skólaárs á grundvelli 7. gr. A í stofnsamningi um Skóla-skrifstofu Vestfjarða, sbr. 5. tölul. d-liðar í fundargerð 31. fundar bæjarráðs frá 13. jan. sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur honum að gera drög að samningi um þjónustu Skólaskrifstofunnar til loka skólaárs og leggja samninginn fyrir bæjarráð.

4. Fasteignagjöld 1997 - beiðni um ívilnun.

Lagt fram bréf, dags. 31. jan. sl. frá Gunnari Björnssyni, formanni Lionskúbbs Önundarfjarðar, þar sem hann óskar eftir að niður verði felld fasteignagjöld af húsi klúbbsins við Grundarstíg 22, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk sem nemur fasteignagjöldum þess hluta húsnæðis félagasamtakanna, sem notaður er til félags- og/eða menningarstarfsemi og færist styrkurinn á liðinn 15-65-971-1.

5. FOS-Vest - starfsmenn án verkfallsheimildar.

Lagt fram bréf ds. 6. feb. sl. frá Þorbirni Sveinssyni, form. FOS-Vest, þar sem tilkynnt er að stjórn FOS-Vest samþykki framlagðan lista ds. 29. jan. sl. yfir starfsmenn Ísafjarðarbæjar, sem ekki falla undir 19. gr. l. nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Til viðbótar starfsmönnum á framangreindum lista bendir stjórn FOS-Vest á að varðstjóri slökkviliðs hafi ekki verkfallsheimild.

6. Byggingarfulltrúi- grunnleigusamningar og gjaldskrá gatnagerðagjalda.

Lögð fram eftirfarandi bréf ásamt fylgigögnum frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingar-fulltrúa:

a. Bréf ds. 5. feb. sl. varðandi gerð grunnleigusamninga. Í bréfinu er lagt til að lóðarleigusamningum verði breytt þannig að lóðarleiga verði tilgreind sem 3% í stað 5% af fasteignamati lóðarinnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

b. Minnisblað ds. 4. feb. sl. ásamt drögum að nýrri gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ fyrir byggingarleyfi veitt eftir 1. jan. 1997. Í bréfinu kemur fram að heimilt er að innheimta B-gatnagerðargjald næstu 10 árin af húsum með byggingarleyfi byggðum fyrir 1. jan. 1997 og fer þá eftir eldri gjaldskrá, sbr. VII. dagskrárlið 9. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 14. nóv. sl. Ennfremur er í bréfinu lagt til að nýja gjaldskráin gildi fyrir byggingarleyfi/lóðaúthlutanir eftir 1. janúar 1997.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

7. Vegagerðin - safnvegir í Ísafjarðarsýslu.

Lagt fram bréf ds 30. jan. sl. frá Gísla Eiríkssyni, umdæmisverkfræðingi Vegagerðar-innar, þar sem hann leggur til að Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhrepp-ur skipi nefnd til að hafa samráð við Vegagerðina varðandi gerð áætlunar um safnvegi.

Bæjarráð tilnefnir formann umhverfisnefndar Kolbrúnu Halldórsdóttur sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í nefndina og Sæmund Þorvaldsson til vara.

8. Almenningssamgöngur - sérleyfi og akstur á skíðasvæði.

Lögð fram eftirfarandi bréf:

a. Bréf ds. 29. jan. sl. frá Þóri Garðarssyni, fh. Allrahanda Ísferða ehf, þar sem óskað er upplýsinga um stefnu Ísafjarðarbæjar varðandi almenningssamgöngur og sérleyfi fyrirtækisins.

b. Bréf ds. 5. feb. sl. frá Rúnari Vífilssyni, skóla- og menningarfulltrúa, og Birni Helgasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, varðandi samning við Guðna G. Jóhannesson um akstur á skíðasvæðið.

Bæjarráð vísar erindunum til nefnar um almenningssamgöngur.

9. FSÍ - kaup á fjarröntgenbúnaði.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum ds. 31. jan. sl. frá Guðjóni Brjánssyni, framkv.stj. FSÍ, þar sem tilkynnt er um framlag á árinu 1996 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu til kaupa á fjarröntgenbúnaði fyrir FSÍ.

10. Jón Friðrik Jóhannsson - aðstaða til smábátaviðgerða á Suðureyri.

Lagt fram bréf ds. 2. feb. sl. frá Jóni Friðrik Jóhannssyni, Ísafirði, þar sem hann óskar eftir að fá leigða aðstöðu til smábátaviðgerða í áhaldahúsinu á Suðureyri.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

11. Félagsmálaráðuneytið - þjónustuframlög

og framlög vegna reksturs grunnskóla 1997.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum ds. 3. feb. sl. frá félagsmálaráðuneytinu með áætlun um þjónustuframlög og almenn jöfnunarframlög vegna reksturs grunnskóla 1997 frá Jöfnunar-sjóði sveitarfélaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita skýringa á þeim útreikningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem liggur til grundvallar áætlunar um almenn jöfnunarframlög vegna reksturs grunnskóla árið 1997.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.05.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.