Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

35. fundur

Árið 1997, mánudaginn 3. febrúar kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Félagsmálanefndar frá 28. jan.

20. fundur. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Umhverfisnefndar frá 29. jan.

24. fundur. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Fræðslunefndar frá 29. jan.

19. fundur. Fundargerðin er í 5 málsliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir.

Lögð fram eftirfarandi gögn og fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga:

  1. Fréttapunktar þar sem fjallað er um Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf, nefnd um undirbúning ráðstefnu um framtíðarbyggðaþróun á Íslandi og flutning starfa á vegum hins opinbera út á landsbyggðina.
  2. Fundargerðir 7.-11. fundar stjórnar frá 24.10, 25.10, 13.11, 21.11 og 17.12 sl.

3. Samband ísl. sveitarfélaga - lífeyrissjóðsmál.

Lagt fram dreifibréf ásamt fylgiskjölum til sveitarfélaga frá Þórði Skúlasyni, framkv.stj., varðandi lífeyrissjóðsmál sveitarfélaganna.

4. Fasteignagjöld - Karladeild SVFÍ.

Lagt fram bréf, dags. 22. jan. sl. frá Brynjari Ingasyni, formanni Karladeildar SVFÍ Ísafirði, þar sem hann óskar eftir viðræðum um skuldir á fasteignagjöldum félagsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman yfirlit um viðskiptastöðu björgunarsveita við bæjarsjóð og leggja fram til afgreiðslu í bæjarráði.

5. Starfsmannafélag Grunnskólans á Ísafirði - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf, dags. 27. jan. sl. frá Jónu Benediktsdóttur, form. starfsmannafélags Grunnskólans á Ísafirði, þar sem óskað er eftir styrk til meðlima félagsins í formi afsláttar af aðgangi að íþróttaaðstöðu sveitarfélagsins.

Bæjarráð telur ekki rétt að einn hópur starfsmanna njóti slíks afsláttar og bendir á að ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs að greiða niður þessa þjónustu fyrir alla bæjarstarfsmenn. Að öðru leyti er erindinu vísað til fræðslunefndar til upplýsinga.

6. Forkaupsréttur að fasteign - Engjavegur 3.

Lagt fram bréf ds. 17. jan. sl. frá Heiðari Sigurðssyni þar sem bæjarsjóði er boðinn forkaupsréttur að fasteigninni Engjavegi 3, Ísafirði. Ennfremur lagt fram bréf ds. 23. jan. sl. frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, þar sem hann telur ekki ástæðu fyrir bæjarsjóð að eignast umrædda eign.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

7. Forkaupsréttur að fasteign - Mjallargata 1E.

Lagt fram bréf ds. 21. jan. sl. frá Tryggva Guðmundssyni, hdl. þar sem bæjarsjóði er boðinn forkaupsréttur að lóð, fasteigninni Mjallargötu 1E, íbúð 02.05, Ísafirði. Ennfremur lagt fram bréf ds. 31. jan. sl. frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, þar sem hann telur ekki ástæðu fyrir bæjarsjóð að ganga inn í þetta kauptilboð.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti að þessu sinni..

8. Íbúar á Suðureyri - almenningssamgöngur.

Lagt fram bréf, dags. 15. des. sl. frá 14 íbúum á Suðureyri þar sem óskað er umbóta í almenningssamgöngum milli Suðureyrar og Ísafjarðar.

Bæjarráð óskar eftir áliti verktakans á efni bréfsins.

9. Fjármálastjóri - Fiskimjöl hf.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 21. jan. sl. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, þar sem lagt er til að félaginu Fiskimjöl hf. verði slitið.

Bæjarráð fellst á tillögu fjármálastjóra og felur honum framhald málsins.

10. Bæjarstjórinn á Akranesi - húsaleigubætur.

Lagt fram dreifibréf ásamt fylgigögnum dags. 15. jan. sl. frá Gísla Gíslasyni bæjar-stjóra, með tillögu, sem samþykkt var af bæjarstjórn Akraness 14. jan. sl. um húsaleigubætur.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tekið verði undir ályktun bæjarstjórnar Akraness.

11. Íbúar við Sundstræti - sjóvarnargarður.

Lagt fram bréf, dags. 29. des. sl. frá 15 íbúum við Sundstræti, Ísafirði, þar sem óskað er eftir framkvæmdum við sjóvarnargarð við Sundstræti.

Bæjarráð óskar eftir úttekt Siglingastofnunar Íslands á sjóvörnum við Sundstræti, Ísafirði.

12. Álagning sorpeyðingargjalds 1997.

Lagður fram listi yfir lögaðila ásamt skiptingu í gjaldskrárflokka.

Bæjarráð samþykkir framlagðan lista.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.50.

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.