Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

29. fundur

Árið 1996, mánudaginn 23. desember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Menningarnefndar frá 11. des.

7. fundur. Fundargerðin er í 1 tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Umhverfisnefndar frá 17. des.

22. fundur. Fundargerðin er í 8 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Stanislaw Kordek - Öldugata 1b, kauptilboð.

Lagt fram eftirfarandi bréf ds. 19. des. sl.

a. bréf frá Stanislaw Kordek, Flateyri, með kauptilboði í fasteignina Öldugata 1b (Kollahús),

Flateyri.

b. bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, með umsögn um kauptilboðið. Í bréfinu

mælir byggingarfulltrúi með því að kauptilboðinu verði tekið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði að kauptilboðinu.

3. Sparisjóður Önundarfjarðar - aukafundur stofnfjáraðila.

Lagt fram bréf ds. 17. des. sl. frá Eiríki F. Greipssyni, sparisjóðsstjóra, þar sem boðað er til aukafundar stofnfjáraðila með hjálagðri dagskrá laugardaginn 11. jan. 1997 kl. 13.00 í matsal fiskvinnslunnar Kambs hf.

4. Byggðasafn Vestfjarða - stofnskrá.

Lögð fram stofnskrá Byggðasafns Vestfjarða ásamt tillögum til breytinga á stofnskránni.

5. Héraðsskjalasafnið á Ísafirði. Bæjar- og héraðsbókasafnið á Ísafirði - samþykktir.

Lagðar fram drög að samþykktum fyrir Héraðsskjalasafnið á Ísafirði og bæjar- og héraðsbókasafnið á Ísafirði.

6. Áhugafólk um atvinnumál á Þingeyri - fundur.

Lögð fram ,,fréttatilkynning" frá áhugafólki um atvinnumál á Þingeyri þar sem boðað er til fundar 7. jan. nk. kl. 20.30 í félagsheimilinu á Þingeyri með þingmönnum Vestfjarða og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

7. Fáfnir hf - atvinnulífið á Þingeyri og tilraun til nauðasamninga.

Lögð fram eftirfarandi bréf:

a. bréf ds. 16. des. sl. frá Sigurði Kristjánssyni, f.h. Fáfnis hf, varðandi atvinnulífið á Þingeyri.

Bæjarráð óskar eftir viðræðum við stjórn Fáfnis hf..

b. bréf ds. 12. des. sl. frá Lögfræðiskrifstofunni Lögvísi sf varðandi gerð frjálsra nauða-samninga við lánadrottna Fáfnis. Í bréfinu er almennum kröfuhöfum boðið 20% krafna sinna þó að lágmarki 30.000 kr.

Bæjarráð fellst á frjálsa nauðasamninga samkv. 4. lið í bréfi Lögvísi sf.

8. Bæjarstjórinn á Ísafirði - uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal.

Lagður fram kaupsamningur ásamt yfirlýsingu millum Hraðfrystihússins hf, Hnífsdalsbryggju, og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Heimabæ 4, Hnífsdal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaupsamninginn.

9. Kvótatilfærsla.

Lagður fram listi um flutning á aflakvóta frá eftirtöldum:

Dags: Flutt frá: Flutt til: Aflamagn:

21.10 Framnesi ÍS-708 Tjalds SH-270 40 tn. karfi, 40 tn. karfi

19.11 Mími ÍS-30 Skálavíkur SH 208 10 tn. þorskur

26.11 Björgvini Má ÍS-468 Egils BA 468 8,064 tn. þorskur

03.12 Kolbrúnu ÍS-74 Hersis ÁR-004 0,528 tn. steinbítur

04.12 Gyllir ÍS-261 Bjarma BA-326 30 tn. þorskur, 15 tn. skarkoli.

04.12 Jóhannesi Ívar ÍS-193 Bjarma BA-326 6,4 tn. ýsa.

12.12 Guðbjörgu ÍS-46 Stafness KE-130 100 tn. þorskur

19.12 Guðbjörgu ÍS-46 Hraunsvíkur GK-68 80 tn. þorskur

Allar framangreindar umsóknir hafa verið staðfestar með undirritun af viðkomandi stéttarfélagi og embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

10. Skólaráð Vestfjarða, FSÍ/HSÍ - fundargerðir.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir:

a. Skólaráðs Vestfjarða nr. 6. frá 12. des. sl.

b. Stjórnar FSÍ/HSÍ frá 6. nóv. sl.

11. Félagsmálastjóri - aðgangur að sundlaugum fyrir atvinnulausa á Þingeyri.

Lagt fram bréf ds. 19. des. sl. frá Jóni Tynes, félagsmálastjóra, þar sem lagt er til að atvinnulausir á Þingeyri fái ókeypis aðgang að sundlaug staðarins.

Bæjarráð samþykkir að veita atvinnulausum ókeypis aðgang að sundlaugum bæjarfélagsins en felur bæjarstjóra að móta nánari reglur þar að lútandi.

12. Félagsmálaráðuneytið - fasteignamat.

Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga ds. 11. des. sl. frá félagsmálaráðuneytinu þar sem athygli er vakin á að fasteignamati virðist vera ábótavant hjá mörgum sveitarfélögum.

Bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa.

13. Sigríður Jóhannsdóttir - póstflutningar.

Lagt fram bréf frá Sigríði Jóhannsdóttur, Bíldudal, varðandi flutninga á pósti og vörum til fólks sem búsett er við norðanverðan Arnarfjörð og styrk vegna þessara þjónustu.

Bæjarráð samþykkir erindið. Kostnaður takist af liðnum rekstur almennings-samgangna.

14. Forkaupsréttur að fasteign - Sundstræti 14, suðurendi.

Lagt fram bréf ds. 11. des. sl. frá Tryggva Guðmundssyni, hdl. þar sem bæjarsjóði er boðinn forkaupsréttur að fasteigninni Sundstræti 14.

15. Formaður bæjarráðs - næsti fundur bæjarráðs.

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs, lagði til að næsti reglulegi fundur bæjarráðs verði 6. jan. nk.

Tillagan var samþykkt.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.14.

 

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.