Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

28. fundur

Árið 1996, mánudaginn 16. desember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Fræðslunefndar frá 10. des.

17. fundur. Fundargerðin er í 2 málsliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Mættir til viðræðna við bæjarráð Óðinn Gestsson, form. fræðslunefndar og Rúnar Vífilsson, skóla- og menningarfulltrúi. Rætt var um málefni undir 1. tölul. a-liðar auk 2., 3. og 4. tölul. dagskrár.

Íþrótta- og æskulýðsmál.

b. málsl. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

c. málsl. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

d. málsl. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar að gjaldskrár fyrir íþróttasvæði og sundlaugar fyrir árið 1997.

b. Félagsmálanefnd frá 9. des.

16. fundur. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Menningarnefnd frá 11. des.

6. fundur. Fundargerðin er í 7 töluliðum.

3. tölul. Bæjarráð samþykkir ívilnun fasteignagjalda á fasteign Leikfélags Flateyrar við Túngötu 4, Flateyri, í samræmi við reglur um afslætti til félagasamtaka sem giltu í fyrrum Ísafjarðarkaupstað á árinu 1996.

d. Umhverfisnefnd frá 11. des.

21. fundur. Fundargerðin er í 9 töluliðum.

5. tölul. Bæjarráð samþykkir að skipa þriggja manna nefnd þá Björn Jóhannesson hdl, Hilmar Magnússon og Jónas Ólafsson, bæjarfulltrúa, til að endurskoða lögreglu- samþykktir fyrrum sveitarfélaga Ísafjarðarbæjar.

2. Skóla- og menningarfulltrúi - erindi.

Lögð fram eftirfarandi bréf frá Rúnari Vífilssyni, skóla- og menningarfulltrúa:

a. Bréf ds. 10. des. sl. varðandi viðgerð á heitavatnslögnum í félagsheimilinu Suðureyri.

Bæjarráð samþykkir erindið.

b. Bréf ds. 12. des. sl. varðandi tónlistarskóla og tónmenntakennslu í grunnskólum.

Bæjarráð felur fræðslunefnd að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður sem fóru fram á fundinum. Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi, lét bóka að hann geri fyrirvara um hugmyndir sem fram hafa verið settar um húsnæði Tónlistarskólans að Austurvegi 11.

3. Íþróttahús Ísafjarðarbæjar - verksvið umsjónarmanna.

Lögð fram drög að verksviði (starfslýsingu) umsjónarmanna íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, íþróttahússins á Torfnesi, íþróttamiðstöðvarinnar á Flateyri, og íþróttahússins/ sundhallar við Austurveg, Ísafirði.

4. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi - erindi.

Lögð fram eftirfarandi bréf og erindi ásamt fylgigögnum frá Birni Helgasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa:

a. Drög að gjaldskrá fyrir sundlaugar, íþróttahús og skíðasvæði á Seljalandsdal og í Tungudal.

b. Yfirlit nýtingar á úthlutuðum tímum til aðildarfélaga ÍBÍ í íþróttahúsum bæjarins í okt. 1996.

c. Yfirlit um aðsókn að sundlaugum sveitarfélagsins í október og nóvember 1996.

5. Jóna Björk Kristjánsdóttir - endurskoðun á fasteignamati.

Lagt fram bréf ds. 11. des. sl. frá Jónu Björku Kristjánsdóttur, Alvirðu Dýrafirði, þar sem hún fer fram á endurskoðun á fasteignamati á húseignum sínum að Leiti í Dýrafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa.

6. Önundur Ásgeirsson - snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 3. des. sl. frá Önundi Ásgeirssyni, varðandi snjóflóðavarnir á Flateyri.

Magnea Guðmundsdóttir, fyrrum oddviti Flateyrarhrepps, lét bóka að hún mótmælti fullyrðingu bréfritara um að samþykkt fyrrum Flateyrarhrepps hafa verið þvinguð fram.

Bæjarráð óskar eftir að bréfritari færi fram haldbær rök fyrir fullyrðingu sinni.

7. Erfingjar, samtök ungs fólks - beiðni um styrkveitingu.

Lagt fram bréf ds. 28. nóv. sl. ásamt fylgiskjölum frá Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, form. Erfingja, samtaka ungs fólks, með beiðni um styrkveitingu vegna starfsemi félagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 1997.

8. Nanortalik - 200 ára afmæli sveitarfélagsins.

Lagt fram bréf ds. 2. des. sl. frá Kristine Raahauge, bæjarstjóra, og Frank Hedegaard Jörgensen, bæjarritara, f.h. Nanortalik, þar sem bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs ásamt mökum er boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum 15. ágúst 1997 í tilefni 200 ára afmælis Nanortalik, vinarbæjar Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð þakkar höfðinglegt boð og felur bæjarstjóra að tilkynna um þátttöku innan tilskilins frests.

9. Linköpings Kommun - vinabæjarmót 1997.

Lagt fram bréf frá Evu Joelsson, bæjarstjóra, Linköping, þar sem tilkynnt er að fyrirhugað vinabæjarmót verði dagana 25. - 29. júní 1997.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu og tilkynna þátttöku.

10. Félagsmálaráðuneytið - erindi.

Lögð fram eftirfarandi bréf frá Sesselju Árnadóttur, félagsmálaráðuneytinu:

a. Dreifibréf ds. 9. des. sl. til sveitarfélaga varðandi málefni sumarbústaðaeiganda þar sem þeim tilmælum er beint til sveitarfélaga "að fulltrúi/fulltrúar félags eða samtaka sumarhúsaeigenda í sumarhúsahverfum verði boðaðir á fundi nefnda sem fjalla almennt um hagsmunamála þeirra, þegar um þau er fjallað."

b. Dreifibréf ds. 5. des. sl. ásamt fylgiskjölum til sveitarfélaga varðandi ný lög um gatnagerðargjald nr. 17/1996 og rg. nr. 543/1996. Ráðuneytið vekur athygli á lögunum þar sem niður fellur tvískipting gatnagerðargjalda svo og að ein reglugerð gildi fyrir allt landið.

11. Ívilnum gjalda og beiðni um styrkveitingu.

Lögð fram eftirfarandi erindi:

a. Bréf óds. frá Sigríði Védísi Ásbjörnsdóttur, þar sem óskað er niðurfellingu á fasteignagjöldum fyrir árið 1995 vegna fasteigninnar nr. 9. við Ólafstún.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

b. Bréf ds. 6. des. sl. frá Sigrúnu Gerðu Gísladóttur, þar sem óskað er niðurfellingar á fasteignagjöldum fyrir árið 1996 álögð á fasteignina nr. 4. við Túngötu, Flateyri. Ennfremur er óskað eftir styrk vegna leiklistarstarfsemi félagsins á árinu 1996.

Bæjarráð vísar til afgreiðslu undir 1. tölul. c-liðar hér að ofan.

12. Útgerðarfélagið Kópavík hf - aflétting þinglýstrar kvaðar á Sigurvon Ýr BA-257.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum frá Brynjólfi Gíslasyni, meðstjórnanda útgerðarfélagsins Kópavíkur hf, þar sem óskar er að yfirlýsing verði gefin um flutning aflahlutdeildar og aflamarks gegn afléttingu veðskulda þar sem útgerðarfélagið hefur staðið við sinn hluta yfirlýsingarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða málið.

13. Þróunarsjóður sjávarútvegsins - uppgjör vanskilaskulda Suðureyrar og Þingeyrar.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum frá Bjarka Bragasyni og Kristjáni Guðfinnssyni, fh. atvinnutryggingardeildar Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, þar sem boðið er að skuldbreyta vanskilaskuldum fyrrum Suðureyrar- og Þingeyrarhrepps í 12 ára lán gegn 5 millj.kr. greiðslu uppí vanskil.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að að afgreiða málið.

14. Fjárhagsáætlun 1997.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, ræddi og lagði fram drög að fjárhagsáætlun 1997.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til fyrri umræðu að teknu tilliti til þeirra breytinga sem rætt var um á fundinum.

15. Launanefnd sveitarfélaga - kröfugerð FOS-Vest og starfsmat.

Lagt fram bréf 8. des. sl. frá Lúðvík Hjalta Jónssyni, f.h. Launanefndar sveitarfélaga, varðandi kröfugerð Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum varðandi sérmál í komandi samningaviðræðum. Í bréfinu kemur fram að Launanefndin hafnar alfarið því, að gerður verði rammasamningur fyrir sunnan en öll sérákvæði og innröðun í launaflokka verði unnin heima í héraði. Ennfremur er fjallað um gildistöku samræmds starfsmats og lagt til að tenging starfsmatsins við launaflokka gildi frá 1. janúar 1996.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.35.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

 

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

 

Þorsteinn Jóhannesson Magnea Guðmundsdóttir

 

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.