Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

27. fundur

Árið 1996, mánudaginn 9. desember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Húsnæðisnefndar frá 5. des.

5. fundur. Fundargerðin er í 3 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Umhverfisnefnd frá 3. des.

20. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Byggingarnefnd íþróttahúss á Þingeyri frá 5. des.

Fundargerðin er í 11 töluliðum.

2. tölul. Mættur til viðræðna við bæjarráð Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Rætt var um kaup á áhöldum og tækjum til íþróttahússins á Þingeyri. Sérstaklega var rætt um kaup á gólfþvottavél.

Bæjarráð samþykkir 1., 3., 7. tölul. fundargerðinnar.

2. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - skipan heilbrigðisnefnda á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf ds. 22. nóv. sl. ásamt fylgiskjölum til bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar og sveitastjóra Súðavíkurhrepps frá Antoni Helgasyni, heilbrigðisfulltrúa, varðandi skipan heilbrigðisnefnda á Vestfjörðum.

Bæjarráð lýsir yfir vilja til þess að ein heilbrigðisnefnd verði starfandi fyrir norðanverða Vestfirði. Til vara að Bolungarvíkurkaupstaður og Ísafjarðarbær myndi eina heilbrigðisnefnd.

3. Samband ísl. sveitarfélaga - erindi.

Lögð fram eftirfarandi bréf:

a. bréf ds. 27. nóv. sl. ásamt fylgiskjölum frá Guðrúnu S. Hilmisdóttur, f.h. stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, varðandi stofnun samtakanna.. Í bréfinu er óskað að stofnsveitarfélög staðfesti stofnaðild sína.

Bæjarráð vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi hennar 5. desember sl.

b. bréf ds. 27. nóv. sl. frá Launanefnd sveitarfélaga og viðræðunefnd Samflots til Böðvars Guðmundssonar varðandi starfsmat á Vestfjörðum.

4. Andri Árnason - mál Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda gegn Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf ds. 2. des. sl. frá Andri Árnasyni, lögmanni bæjarins, varðandi mál Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda gegn Ísafjarðarbæ. Í bréfinu leggur Andri til að tekin verði út áfrýjunarstefna í Hæstarétti og málið þingfest þar. Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi afturkallað umboð Hlöðver Kjartanssonar, hdl, sbr. 9. tölul. 8. fundar bæjarráðs frá 29. júlí sl.

Bæjarráð staðfestir afturköllunina og samþykkir að fela Andra Árnasyni að taka út áfrýjunarstefnu í Hæstarétti og þingfesta málið þar.

5. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - fjárhagsáætlun 1997.

Lagt fram bréf ds. 29. nóv. sl. ásamt fylgiskjölum frá Antoni Helgasyni, heilbrigðisfulltrúa, varðandi fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða árið 1997.

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 1997.

6. Önfirðingafélagið í Reykjavík - dagatal 1997.

Lagt fram bréf ds. 1. des. sl. frá Birni Inga Bjarnasyni, f.h. Önfirðingafélagsins, með beiðni um 100 þús. kr. styrk vegna útgáfu dagatals félagsins árið 1997.

Bæjarráð samþykkir erindið. Kostnaður færist á liðinn 15-65-959-1.

7. Fiskiðjan Freyja og Vestfirskur Skelfiskur - vatnssölumál á Suðureyri.

Lögð fram eftirfarandi bréf:

a. bréf ds. 4. des. sl. frá Óðni Gestssyni, f.h. Fiskiðjunnar Freyju hf, með fyrirspurn um afhendingu og sölu á vatni til fyrirtækisins.

b. bréf ds. 5. des. sl. frá Guðlaugi Pálssyni, f.h. Vestfirsks Skelfisks hf, varðandi verðlagningu á vatni til fyrirtækisins og borholu í eigu þess.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að frá 1. janúar 1997 verði 20% afsláttur veittur til fyrirtækja á Suðureyri og Flateyri frá gjaldskrá aukavatnsgjalds. Bæjarráð felur fjármálastjóra að endurreikna aukavatnsgjaldið á fyrirtækin frá 1. júní sl. til ársloka 1996. Bæjarráð vísar fyrirspurnum um gæðakröfur vatns og úrbætur í vatnsmálum Flateyrar og Suðureyrar til umhverfisnefndar.

8. Samband ísl. sveitarfélaga - útsvarsprósenta 1997.

Lagt fram bréf ds. 5. des. sl. frá Þórði Skúlasyni, framkv.stj. Sambands ísl. sveitarfélaga, með upplýsingum um útsvarsprósentu fyrir árið 1997. Fram kemur að hámarksútsvarsprósenta verði 11,99% þar af 0,09% vegna fyrirhugaðrar breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Lágmarks útsvarsprósentan er 11,19%.

9. Bæjarstjórn - tillögum vísað til bæjarráðs.

Lagðar fram tillögur sem vísað var til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 5.des. sl.

a. Ákvörðun um útsvarsstofn 1997.

Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósentan verði 11,89% á árinu 1997 eða 0,1% undir hámarksálagningu, með fyrirvara um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins vegna lífeyrisgreiðslna kennara.

b. Um opnunartíma á bæjarskrifstofum.

Formaður bæjarráðs bendir á að við bókun tillögunarinnar í fundargerð bæjarstjórnar 5. des. sl. hafi fallið niður setningin "Tekið verði tillit til málsins við gerð og afgreiðslu fjárhagsáætlunar1997."

10. Fjárhagsáætlun 1997.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, ræddi og lagði fram drög að ramma fjárhagsáætlunar 1997.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu til nefnda að ramma fjárhagsáætlunar sem miðist við 30% framlag úr rekstri af skatttekjum án vaxta.

11. Kirkjubær - lóð fyrir bílskúr.

Rætt um 7. tölul. fundargerðar 19. fundar umhverfisnefndar frá 19. nóv. sl. um gerð lóðarleigusamnings við Jens Guðmundsson vegna lóðar fyrir bílskúr í landi Kirkjubæjar, Skutulsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við lóðarumsækjanda.

12. Básafell hf - uppgjör skulda.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn Básafells hf um uppgjör á skuldum sjávarútvegsfyrirtækja, sem sameinuðust í Básafelli hf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við forsvarsmenn Básafells um uppgjör á skuldum fyrirtækisins í samræmi við umræður á fundinum.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.45.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

 

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

 

Þorsteinn Jóhannesson Magnea Guðmundsdóttir

 

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.