Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

26. fundur

Árið 1996, mánudaginn 2. desember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Landbúnaðarnefndar frá 26. nóv.

4. fundur. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

2. tölul. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá álit landbúnaðarráðuneytisins.

b. Félagsmálanefnd frá 28. nóv.

15. fundur. Fundargerðin er í 3 málsliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Árshlutareikningar 31.05.1996 - Suðureyri.

Lagt fram bréf ds. 25. nóv. sl. frá Guðmundi E. Kjartanssyni, Löggiltum endurskoðendum Vestfjörðum hf, ásamt árshlutareikningi 31.05.1996 fyrir Suðureyrarhrepp.

Í áritun endurskoðenda eru m.a. fyrirvarar um að uppgjör og reikningsskil stjórnar verkamannabústaða á Suðureyri fyrir undanfarin ár liggi ekki fyrir svo og um afstemmingu nokkurra viðskiptareikninga. Vegna framangreindra fyrirvara láta endurskoðendur ekki álit sitt í ljós á árshlutareikningunum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við endurskoðendur um reikningsskil Suðureyrarhrepps.

3. Önundur Ásgeirsson - málefni Vestfjarða.

Lögð fram eftirfarandi bréf ásamt fylgiskjölum frá Önundi Ásgeirssyni:

  1. bréf ds. 20. nóv. sl. þar sem hann fjallar um snjóflóðavarnir á Flateyri.
  2. bréf ds. 22. nóv. sl. þar sem hann fjallar fiskverndunarsvæði undan Vestfjörðum o.fl.

4. Umhverfisráðuneytið - erindi.

Lögð fram eftirfarandi bréf frá umhverfisráðuneytinu:

a. Svarbréf ds. 25.11 sl. ásamt fylgiskjölum við bréfi bæjarstjóra frá 15.11 sl. varðandi

fyrirspurn um eignarhald á húsum sem Ísafjarðarbær hefur keypt með stuðningi

Ofanflóðasjóðs. Í bréfinu kemur fram að Ísafjarðarbær getur ákveðið ráðstöfun umræddra

eigna til niðurrifs. Hinsvegar er nýting og sala umræddra húseigna háð samþykki

ráðuneytisins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

b. Afrit af bréfi ds. 19. nóv. sl. ásamt fylgiskjölum til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða varðandi

sameiningu og skipan heilbrigðisnefnda á norðanverðum Vestfjörðum og í Strandasýslu. Í

bréfinu er lagt til að fimm heilbrigðisnefndir starfi í stað núverandi sex nefnda.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ítrekar vilja sinn til að ein heilbrigðisnefnd starfi á svæði Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps.

5. Samband ísl. sveitarfélaga - umboð til Launanefndar sveitarfélaga.

Lagt fram bréf ds. 19. nóv. sl. frá Sigurði Óla Kolbeinssyni, lögfr. Sambands ísl. sveitarfélaga, þar sem óskað er eftir fullnaðarumboði til handa Launanefnd sveitarfélaga til að semja við stéttarfélög tæknifræðinga og leikskólakennara.

Bæjarráð samþykkir að veita Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til að semja við stéttarfélög tæknifræðinga og leikskólakennara.

6. Edinborgarhúsið ehf - málefni félagsins.

Lagt fram bréf ds. 21. okt. sl. frá Jóni Sigurpálssyni, f.h. Edinborgarhússins ehf, með fyrirspurn um nánari skilgreiningu á ákvæði í samstarfssamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um málefni félagsins.

Bæjarstjóra er falið að svara bréfritara.

7. Björgunarsveitin Tindar - félagsheimilið í Hnífsdal.

Lögð fram drög að samningi millum Björgunarsveitarinnar Tinda, Hnífsdal, og Ísafjarðarbæjar um rekstur húsnæðis bæjarsjóðs við Strandgötu 15, "Félagsheimilið Hnífsdal."

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn til eins árs.

8. Funi - samningur um orkusölu til Orkubús Vestfjarða.

Lagður fram samstarfssamningur ásamt fylgiskjölum við Orkubú Vestfjarða, um sölu á orku frá sorpbrennslustöðinni Funa.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn með áorðnum breytingum.

9. Nýting gjaldstofna 1997 - álagning á árinu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi nýtingu gjaldstofna á árinu 1997:

1. Útsvar.

Álagning verði 11,8% af útsvarsstofni með fyrirvara um frekari hækkun samhliða breytingu laga um tekjustofna sveitarfélaga.

2. Fasteignaskattur.

a. A-flokkur 0,40% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar.

b. B-flokkur 1,46% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar.

3. Sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði.

Álagning 0,625% af fasteignamati húss og lóðar.

4. Lóðarleiga.

Álagning 3,0% af fasteignamati lóðar.

5. Vatnsgjald.

Álagning 0,18% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar.

Lögð fram drög að reglugerð fyrir holræsagjöld í Ísafjarðarbæ.

6. Holræsagjald.

Álagning 0,16% af fasteignamati húss og lóðar. Hámarksgjald 15.800 kr. og lágmarksgjald 6.500 kr. af íbúðarhúsnæði.

Bæjarráð vísar reglugerðinni til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm með mánaðar millibili, fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar 1997 og veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur ef öll fasteignagjöldin verði greidd fyrir 20. febrúar. Reglur um afslátt af fasteignagjöldum íbúða elli- og örorkulífeyrisþega til eigin nota verði þær sömu og á árinu 1996 en viðmiðunartölur taki breytingum samkvæmt breytingu framfærsluvísitölu.

7. Sorpeyðingargjöld.

a. Sorphirðu- og eyðingargjald fyrir íbúðarhúsnæði 7.500 kr. á íbúð.

b. Sorpeyðingargjald. Fyrirtæki og stofnanir, félög og aðrir lögaðilar.

Flokkur 1 0 kr.

Flokkur 2 15.000 kr.

Flokkur 3 27.500 kr.

Flokkur 4 55.000 kr.

Flokkur 5 82.500 kr.

Flokkur 6 137.500 kr.

Flokkur 7 192.500 kr.

Flokkur 8 330.000 kr.

Flokkur 9 500.000 kr.

8. Aukavatnsgjald.

Hver rúmmetri vatns verði seldur á kr.10,50 kr. frá og með 1/1 1997 og taki frá þeim tíma breytingu skv. byggingavísitölu milli álestratímabila. Bráðabirgðaákvæði gildi um aukavatnsgjald fyrir Suðureyri og Flateyri, samkvæmt nánari reglum sem settar verða í janúar nk.

9. Garðaleiga.

Garðaleiga 15 kr. á fermetra. Lágmarksgjald 1.000 kr.

10. Dagskrá bæjarstjórnar.

Árgjald fyrir dagskrá bæjarstjórnar 5.000 kr.

11. Heilbrigðisgjöld.

Innheimt verði gjald samkvæmt gjaldskrá nr. 16/1992 fyrir mengunareftirlit á

starfssvæði heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og nr. 70/1992 fyrir heilbrigðiseftirlit

á starfssvæði heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

12. Hundaleyfisgjald.

Hundaleyfisgjald 9.000 kr. fyrir hund, tryggingargjald og hundahreinsun

innifalin. Handsömunargjald 5.000 kr.

10. Fjárhagsáætlun 1997.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, ræddi og lagði fram vinnugögn vegna gerðar fjárhagsáætlunar 1997.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.45.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.