Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

25. fundur

Árið 1996, mánudaginn 25. nóvember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar frá 19. nóv.

19. fundur. Fundargerðin er í 7 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Hafnarstjórn frá 15. nóv.

3. fundur. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Hróarskelda - 200 ára afmæli Nanortalik vinabæjar Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf ds. 20. nóv. sl. frá Gert Hovald Petersen, fh. Hróarskeldubæjar, þar sem rætt er um gjöf vinabæjanna, sbr. 3. tölul. í fundargerð 23. fundar bæjarráðs frá 11. nóv. sl.

3. Viðræður við bæjarráð- Kaupmannafélag Vestfjarða, framkvæmdir í miðbæ Ísafjarðar.

Lagt fram bréf ds. 20. nóv. sl. frá Birni Jóhannessyni, f.h. Kaupmannafélags Vestfjarða, varðandi tafir á framkvæmdum í Hafnarstræti í miðbæ Ísafjarðar. Mættur til viðræðna við bæjarráð Jónas Gunnlaugsson, formaður Kaupmannafélags Vestfjarða. Rætt var m.a um áhrif stöðvunar gatnagerðarframkvæmda og lokun Hafnarstrætis í vetur á verslunar-rekstur og umsvif þjónustufyrirtækja í miðbæ Ísafjarðar. Ennfremur um frágang hellulagningar við dyr fasteigna og slysahættu því samfara. Fram kom að afstaða Kaupmannafélagsins er jákvæð til breytinga á núverandi akstursstefnu og hlynnt því að í framkvæmdirnar hafi verið ráðist.

4. Eðvarð Sturluson - útför heiðursborgara Suðureyrarhrepps.

Lagt fram bréf ds. 20. nóv. sl. frá Eðvarð Sturlusyni, f.h. ættingja Einars Sturlu Jónssonar, heiðursborgara Suðureyrarhrepps, sbr. 14. tölul. í fundargerð 18. fundar bæjarráðs frá 7. okt. sl. Í bréfinu þakkar Eðvarð bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þá virðingu, sem föður hans var sýnd.

5. Súðavíkurhreppur - heilbrigðisnefndir.

Lagt fram afrit af bréfi ds. 14. nóv. sl. til umhverfisráðuneytisins frá Ágústi Kr. Björnssyni, sveitarstjóra, varðandi heilbrigðisnefndir og breytingu á lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.

6. Samband ísl. sveitarfélaga - sérkennsla.

Lagt fram bréf ds. 18. nóv. sl. frá Sigurjóni Péturssyni, f.h. Sambands ísl. sveitarfélaga, varðandi fyrirspurnir, sem sambandinu hefur borist um reglugerð um sérkennslu.

7. Funi - samningur um orkusölu til Orkubús Vestfjarða.

Lögð fram drög að samstarfssamningi ásamt fylgiskjali við Orkubú Vestfjarða um sölu á orku frá sorpbrennslustöðinni Funa.

Mættur til viðræðna við bæjarráð Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðingur. Rætt var um ákvæðin í drögunum í samstarfstarfssamningnum.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.35.

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.