Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

24. fundur

Árið 1996, mánudaginn 18. nóvember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar frá 13. nóv.

17. fundur. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

2. tölul. Bæjarráð vísar liðnum til gerðar fjárhagsáætlunar 1997.

b. Fræðslunefndar frá 12. nóv.

16. fundur. Fundargerðin er í 4 málsliðum.

Málefni grunnskóla.

f. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar.

c. Félagsmálanefndar frá 13. nóv.

14. fundur. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

d. Menningarnefndar frá 15. nóv.

5. fundur. Fundargerðin er í 8 töluliðum.

7. tölul. Bæjarráð frestar afgreiðslu liðarins þar til tillögur menningarnefndar liggja fyrir um framtíðarskipan reksturs félagsheimila.

e. Stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 6. sept., 24. og 25. okt.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

2. FOS-Vest - skipan í nefndir.

Lagt fram bréf ds. 15. nóv. sl. frá Guðbjörgu Fjólu Halldórsdóttur, fh. FOS-Vest, þar sem tilkynnt er um skipan fulltrúa félagsins í starfsmenntunarsjóð, starfskjara- og starfsmatsnefnd.

3. Skóla- og menningarfulltrúi - gjaldskrá leikskóla og skóladagheimilis.

Lagt fram bréf óds. ásamt fylgigögnum frá Rúnari Vífilssyni, skóla- og menningarfulltrúa, með tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir leikskóla og skóladagheimili Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.

4. Tryggvi Guðmundsson - Seljalandsvegur 52.

Lagt fram bréf ds. 14. nóv. sl. frá Tryggva Guðmundssyni, varðandi erindi Þorsteins Tómassonar, sbr. 5. tölul. 22. fundar bæjarráðs frá 4. nóv. sl. Í bréfinu óskar Tryggvi eftir að málið verði skoðað nánar í ljósi upplýsinga sem fram koma í bréfi hans.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

5. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið - heilsugæslustöðvar á norðanverðum Vestfjörðum.

Lagt fram afrit af svarbréfi ds. 8. nóv. sl. frá heilbrigðisráðuneytinu við bréfi Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði frá 22. okt. sl. varðandi könnun á samstarfi fjögurra heilsugæslustöðva á norðanverðum Vestfjörðum.

 

 

6. Samtök sveitarfélaga á köldum orkusvæðum - stofnskrá.

Lögð fram drög að stofnskrá samtaka sveitarfélaga á köldum orkusvæðum.

7. Sameinað hlutafélag Básafell hf - hluthafafundur.

Lögð fram fundarboðun á hluthafafund sameinaðs hlutafélags Básafells hf, Rits hf, Togaraútgerðar Ísafjarðar hf og Útgerðarfélagsins Sléttaness hf, 22. nóv. nk. á Hótel Ísafirði, kl. 13.00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð bæjarsjóðs á fundinum.

8. Félagsmálaráðuneytið - framlög úr Jöfnunarsjóði v. sameiningar sveitarfélaga.

Lagt fram bréf ds. 8. nóv. sl. frá félagsmálaráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um 4. mill. kr. lokaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna aðkeyptrar vinnu við undirbúning sameiningarinnar og vegna sameiningar á bókhaldi sveitarfélaganna.

Bæjarráð þakkar afgreiðslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

9. Íslenskt dagsverk - kaup á dagsverki námsmanna.

Lagt fram bréf óds. frá Önnu Láru Steindal, fh. Íslensks dagsverks ´97, þar sem því er beint til verkalýðs- og sveitarfélaga að kaupa dagsverk af námsmönnum þann 13. mars 1997 í tengslum við styrki til námsuppbyggingar á Indlandi.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 1997.

10. Snjóflóðavarnir á Flateyri - erindi.

Lögð fram eftirfarandi bréf:

a. Bréf ds. 6. nóv. sl. ásamt fylgigögnum frá Önundi Ásgeirssyni, varðandi snjóflóða-varnir á Flateyri.

Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir áhuga hans á málefnum Vestfjarða en harmar að hann hafi ekki séð sér fært að búa og starfa með okkur hér vestra. Bæjarráð bendir á að ákvarðanir um snjóflóðavarnir eru teknar samkvæmt tillögum færustu sérfræðinga á hverjum tíma og bæjarráð hefur engar forsendur til að hafna tillögum slíkra fagmanna.

b. Bréf ds. 4. nóv. sl. frá Guðmundi S. Gunnarssyni, Hafraholti 8, Ísafirði, varðandi snjóflóðavarnir á Flateyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

11. Ægir Hafberg - Byggingarfélag Flateyrar hf.

Lagt fram bréf ds. 29. okt. sl. ásamt fylgigögnum frá Ægi Hafberg, þar sem hann segir sig úr stjórn Byggingarfélags Flateyrar hf. Jafnframt óskar hann eftir að Hlutafélagaskrá verði tilkynnt um þessa breytingu á stjórn félagsins.

12. Bæjarverkfræðingur - Hafnarstræti, staða framkvæmda.

Lagðir fram minnispunktar ds. 15. nóv. sl. frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverk-fræðingi, varðandi stöðu framkvæmda í Hafnarstræti í miðbæ Ísafjarðar.

Bæjarráð samþykkir að fresta frekari framkvæmdum til vors.

13. Bæjarstjóri - starfslýsingar.

Rætt um starfslýsingar starfsmanna skrifstofu bæjarstjóra, fjármálasviðs, félagsmála-sviðs, umhverfissviðs, fræðslu- og menningarsviðs og hafnarsjóðs, sbr. 8. tölul. 23. fundar bæjarráðs frá 11. nóv. sl.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi starfslýsingar.

 

 

14. Fjárhagsáætlun 1997.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, ræddi og lagði fram vinnugögn vegna gerðar fjárhagsáætlunar 1997.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.15.

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri