Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

23. fundur

Árið 1996, mánudaginn 11. nóvember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Fræðslunefndar frá 6. nóv. ásamt fylgiskjölum.

Fundargerðin er í 3 töluliðum.

3. tölul. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið að fenginni umsögn umhverfisnefndar fyrir breyttri notkun á húsinu.

b. Húsnæðisnefndar frá 6. nóv.

4. fundur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c. Nefndar um almenningssamgöngur frá 7. nóv.

5. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

d. Stjórnar FSÍ/HSÍ frá 26. sept.

Fundargerðin er í 8 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Félagsheimili Þingeyrarhrepps - aðalfundur.

Lögð fram fundargerð aðalfundar Félagsheimilis Þingeyrarhrepps frá 6. nóv. sl. Í fundargerðinni er m.a. fjallað um rekstur félagsheimilisins og framtíð þess.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar. Ennfremur óskar bæjarráð eftir tillögum að framtíðarskipan reksturs félagsheimila í sveitarfélaginu.

3. Hróarskelda - 200 ára afmæli Nanortalik vinabæjar Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf ds. 31. okt. sl. frá Gert Hovald Petersen, fh. Hróarskeldubæjar, þar sem rætt er um gjöf vinabæjanna til Nanortalik, sem á 200 ára afmæli á næsta ári.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu á jákvæðan hátt.

4. Umhverfisráðuneytið - Sólbakki, Flateyri, og Grænigarður, Ísafirði.

Lagt fram svarbréf ds. 30. okt. sl. frá umhverfisráðuneytinu við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 1. okt. sl. varðandi kaup á fasteignunum Sólbakka á Flateyri og Grænagarði á Ísafirði.

Grænigarður. Í bréfinu telur ráðuneytið að samkvæmt 7. gr. laga nr. 28/1985 með síðari breytingum, beri viðkomandi sveitarfélagi að kanna hagkvæmni þeirra varnaraðgerða sem til álita koma áður en Ofanflóðasjóður getur tekið afstöðu til beiðni sveitarfélagsins. Á meðan slík athugun hefur ekki farið fram getur ráðuneytið ekki tekið afstöðu til erindisins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta gera hagkvæmnisathugun.

Iðnaðarhúsnæði Sólbakka. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hafnar erindinu. Ekki liggi fyrir að snjóflóðahætta við iðnaðarhúsnæði á Sólbakka muni aukast með tilkomu leiðigarða ofan Flateyrar. Í öðru lagi er það stefna ráðuneytisins að fjármagn Ofanflóðasjóðs verði fyrst um sinn amk. notað til að styrkja varnaraðgerðir sem stuðla að auknu öruggi fólks á heimilum sínum en samkvæmt ofangreindum lögum er Ofanflóðasjóði heimilt en ekki skylt að styðja aðgerðir sveitarstjórna til varnar ofanflóðum.

 

 

5. Reglugerð um gatnagerðargjöld.

Lögð fram reglugerð nr. 543 frá 8. okt. sl. um gatnagerðargjöld.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglugerð um gatnagerðargjöld sem gilti í Ísafjarðarkaupstað verði reglugerð um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ.

6. Reykhólahreppur - ályktanir.

Lagðar fram ályktanir ásamt fylgiskjölum frá sameiginlegum fundi hreppsnefnda Saurbæjarhrepps, Dalabyggðar og Reykhólahrepps frá 29. okt. sl., um samstarfsmálefni sveitarfélaganna og um samgöngumál með tilliti til Gilsfjarðarbrúar.

7. Bæjarstjóri - starfslýsingar.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, lagði fram starfslýsingar starfsmanna skrifstofu bæjarstjóra, fjármálasviðs, félagsmálasviðs, umhverfissviðs, fræðslu- og menningarsviðs og hafnarsjóðs.

8. Fjárhagsáætlun 1997.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, ræddi og lagði fram eftirfarandi gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 1997:

a. Minnisblað varðandi nýtingu tekjustofna á árinu 1997.

b. Undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar 1997.

c. Dagskrá ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga haldin í Reykjavík 20. og 21. nóv. nk.

d. Samandreginn efnahagsreikningur og fjármagnsstreymi Ísafjarðarbæjar 31.05.1996. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit Ísafjarðarbæjar jan.-maí 1996.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.13.

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Halldór Jónsson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.