Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

22. fundur

Árið 1996, mánudaginn 4. nóvember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar um í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar frá 30. okt.

17. fundur. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Félagsmálanefndar frá 10. og 29. okt.

12. fundur. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. fundur. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Skóla- og menningarfulltrúi - lóð og leiktæki við leikskóla á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 30. okt. sl. frá Rúnari Vífilssyni, skóla- og menningarfulltrúa, með tillögum fræðslunefndar varðandi frágang á lóð og uppsetningu leiktækja á lóð nýja leikskólans á Flateyri.

Bæjarráð felur fræðslunefnd að fara með byggingarmál leikskólans á Flateyri.

3. Fundarboðanir - aðalfundur og hluthafafundir.

a. Lagt fram fundarboðun á aðalfund H.F. Djúpbátsins fyrir árið 1995, föstudaginn 15. nóv. n.k. á Hótel Ísafirði, kl. 15.00.

b. Lagt fram fundarboðun á hluthafafund Sléttanes hf, 12. nóv. n.k. í félagsheimilinu á Þingeyri, kl. 20.00.

c. Lagt fram fundarboðun á hluthafafund Togaraútgerðar Ísafjarðar hf, 13. nóv. n.k. á Hótel Ísafirði, kl. 16.00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð bæjarsjóðs á fundunum.

4. Forkaupsréttur að fasteign - Fjarðarstræti 20, bílgeymsla.

Lagt fram bréf ds. 28. okt. sl. frá Kristni Bjarnasyni, hdl., f.h. þrotabús Kf. Ísfirðinga, þar sem bæjarsjóði er boðinn forkaupsréttur að fasteigninni Fjarðarstræti 20, bílgeymslu.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

5. Þorsteinn J. Tómasson - grindverk við Seljalandsveg 52.

Lagt fram bréf óds. frá Þorsteini J. Tómassyni, þar sem hann fer fram á lagfæringu á grindverki við húseign hans við Seljalandsveg 52, Ísafirði. Ennfremur lagðir fram minnispunktar ásamt fylgiskjali frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, þar sem hann telur að bæjarsjóði beri ekki að lagfæra umrædda girðingu á sinn kostnað.

Bæjarráð fellst á álit bæjarverkfræðings og hafnar erindi bréfritara.

6. Byggðastofnun - skuldbreyting lána.

Lagt fram bréf ds. 28. okt. sl. frá Aðalsteini Óskarssyni, forstöðum. Byggðastofnunar á Ísafirði, með samþykkt stjórnar Byggðastofnunar varðandi skuldbreytingu lána fyrrum Suðureyrar- og Flateyrarhrepps.

 

7. Árshlutareikningar 31.05.1996.

Lagðir fram árshlutareikningar 31.05.1996 fyrir Ísafjarðarkaupstað, Þingeyrar-, Flateyrar-, Mosvalla-, og Mýrahrepp.

Bæjarráð þakkar fyrir framlagða reikninga en lýsir furðu sinni á að árshlutareikningar Suðureyrarhrepps hafi ekki enn verið lagðir fram.

8. Veðurstofa Íslands - skýrslan "Þörf fyrir snjóflóðavarnarvirki á Íslandi."

Lögð fram skýrsla Veðurstofu Íslands "Þörf fyrir snjóflóðavarnarvirki á Íslandi" útgefin í október 1996.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.00.

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Halldór Jónsson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.