Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

21. fundur

Árið 1996, mánudaginn 28. október kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar um í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar frá 23. okt.

16. fundur. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Fræðslunefndar frá 22. okt.

14. fundur. Fundargerðin er í fimm málsliðum:

I. Almenn mál.

II. Málefni leikskólanna.

III. Málefni Grunnskóla a - c liðir.

IV. Íþrótta- og æskulýðsmál a - c liðir.

V. Önnur mál.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við stjórn húsfélags Stjórnsýsluhússins um aðgengi nefndarmanna að húsinu.

2. Bæjarstjóri - umsóknir um starf bæjarritara.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra, lagði fram lista með nöfnum fjögurra umsækjenda um stöðu bæjarritara í Ísafjarðarbæ. Kristján lagði fram tillögu um að öllum umsækjendunum verði hafnað og greindi frá hugmyndum sínum um fyrirkomulag starfa á bæjarskrifstofunum.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að ekki verði ráðinn bæjarritari að svo stöddu.

3. Bæjarstjórn - máli vísað til bæjarráðs.

Lagt fram bréf ds. 25. okt. sl. frá Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, varðandi mál sem vísað var til bæjarráðs á 8. fundi bæjarstjórnar frá 24.10 um minningarreit á Flateyri, þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við "Minningarsjóð á Flateyri" um gerð og varðveislu skrúðgarðs á Flateyri. Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi skrifað stjórn sjóðsins og beðið um hugmyndir að samstarfssamningi.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til svar við bréfi bæjarstjóra hefur borist.

4. Umhverfisráðuneytið - staðfesting á gjaldskrám og fundarboð.

a. Bréf ds. 16.10 sl., sbr. bréf ráðuneytisins frá 25.10.1995 og álit umboðsmanns Alþingis, mál nr. 1041/1994, varðandi tilkynningu um að með beiðni á staðfestingu gjaldskráa fylgi útreikningar, sem liggja til grundvallar upphæð gjalda sem ráðuneytinu ber að staðfesta í samræmi við lög nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Hér er fyrst og fremst um að ræða gjaldskrár vegna sorphirðu, hunda- og kattahalds og heilbrigðis- og mengunarvarna-eftirlits.

b. Bréf ds. 22.10 sl., þar sem boðað er til kynningarfundar á skýrslu Veðurstofu Íslands, um úttekt í snjóflóðavörnum, að Borgartúni 6, Reykjavík, þriðjudaginn 29.10, kl. 14.30.

 

5. Menntamálaráðuneytið - lágmarksframlög til almenningsbókasafna 1997.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum frá menntamálaráðuneytinu, dags. 16. okt. sl., varðandi framlög til almenningsbókasafna á árinu 1997, skv. lögum nr. 50/1976. Í bréfinu kemur fram að lágmarksframlög skuli vera 1.338 kr. á íbúa. Samkvæmt fjárhagsáætlun 1996 er nettóframlag fyrrum Ísafjarðarkaupstaðar 2.541 kr. á íbúa mv. íbúafjölda 1. desember 1995.

Bæjarráð vísar bréfinu til menningarnefndar.

6. Fjárhagsáætlun 1997 - tillaga að vinnuáætlun.

Lögð fram tillaga ds. 24/10 sl. frá Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, að vinnu-áætlun vegna fjárhagsáætlunargerðar 1997.

Bæjarráð samþykkir framlagða vinnuáætlun bæjarstjóra.

7. Brimeyri ehf - rekstur áhaldahús á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 21/10 sl. frá Brimeyri ehf. Hafnarstræti 6, Flateyri, þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa bæjarins um tilraunaverkefni tengdu rekstri áhaldahússins á Flateyri. Í bréfinu er lýst hugmyndum forsvarsmanna Brimeyrar ehf. um rekstur áhaldahússins.

Bæjarráð hafnar erindi bréfritara en felur bæjarstjóra að kanna leiðir til útboða ýmissa verkþátta í rekstri sveitarfélagsins.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.50.

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri