Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

20. fundur.

Árið 1996, mánudaginn 21. október kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar frá 15. okt.

Fundargerðin er í 7 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Menningarnefndar frá 7. okt.

Fundargerðin er í 6 töluliðum.

3.tl. a. Bæjarráð samþykkir erindið.

3.tl. b. Bæjarráð samþykkir erindið.

c. Orkusölunefnd frá 15. okt.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Forkaupsréttur að fasteign - Fjarðarstræti 38, rishæð.

Lagt fram bréf ds. 16. okt. sl. frá Tryggva Guðmundssyni, hdl., f.h. Ásgeirs Vilhjálmssonar, þar sem bæjarsjóði er boðinn forkaupsréttur að fasteigninni Fjarðarstræti 38, rishæð.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

3. Félagsmálaráðuneytið - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

Lagt fram bréf ds 8. okt. sl. ásamt fylgiskjölum frá félagsmálaráðuneytinu varðandi framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til reksturs grunnskóla, til stofnkostnaðar, til tekjujöfnunar, um þjónustuframlög og endurgreiðslu húsaleigubóta.

4. Hlaðbær Colas hf - malbikunarframkvæmdir.

Lagt fram bréf frá Sigurði Sigurðssyni, framkv.stj. Hlaðbæ-Colas hf, ds. 14/10 sl., með tilkynningu um, að vegna veðursfars, tekst ekki að ljúka við umsamdar malbikunarframkvæmdir á Ísafirði. Jafnframt er farið fram á að bæjarsjóður Ísafjarðar fallist á að umsömdum verkefnum verði fram haldið næsta vor.

Bæjarráð fellst á erindið.

5. Kvótaflutningur.

Lagðar fram eftirfarandi beiðnir um kvótatilfærslur.

Dags. Flutt frá: Flutt til Aflamagn

15.10. Stundvís IS 883 Freyja GK 364 30 tn. þorskur

15.10. Skutull IS 180 Örvar SH 777 24,314 tn. grálúða

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja flutningana, enda liggur fyrir samþykki Sjómannafélags Ísfirðinga.

6. Gestur efh - ársreikningur 1995.

Lagður fram ársreikningur Gests ehf fyrir rekstrarárið 1995.

7. H.F. Djúpbáturinn - ársreikningur 1995.

Lagður fram ársreikningur H/F Djúpbátsins fyrir rekstrarárið 1995.

8. Útskrift úr aðalbók.

Lagt fram rekstrar- og framkvæmdayfirlit fyrir jan-sept. 1996.

9. Byggingarfulltrúi og húsnæðisfulltrúi - húseignir í Hnífsdal.

Lagt fram bréf ds. 17. okt. sl. frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, og Birgi Valdimarssyni, húsnæðisfulltrúa, varðandi ráðstöfun á fasteignum á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal, sem keyptar hafa verið af bæjarsjóði og Ofanflóðasjóði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Ofanflóðasjóð um ráðstöfunarrétt á húsunum.

10. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - afsögn bæjarfulltrúa.

Lagt fram bréf ds. 21. okt. sl. frá Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, bæjarfulltrúa, þar sem hún tilkynnir að hún hafi flutt lögheimili sitt frá Ísafjarðarbæ og þar með látið af störfum sem bæjarfulltrúi. Sæti hennar mun taka Guðrún Á. Stefánsdóttir, kt. 200148-4019, Urðarvegi 21, Ísafirði.

11. Umhverfisnefnd - viðræður við bæjarráð.

Mætt til viðræðna við bæjarráð, Kolbrún Halldórsdóttir, form. umhverfisnefndar, sbr. 1.tölul. a. í fundargerð 19. fundar bæjarráðs frá 14. okt. sl. Rætt var m.a. um skipulagsmál (hringtorg) við gatnamót Skutulsfjarðarbrautar og Pollgötu, um breytingu á akstursstefnu Hafnarstrætis og Aðalstrætis, um umferð við Túngötu og minningarreit á Flateyri.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.00.

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson. Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Bergur Torfason

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.