Bæjarráð Ísafjarðarbæjar.

19. fundur

Árið 1996, mánudaginn 14. október kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar frá 1. og 8. okt.

13.fundur. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

Bæjarráð vísar fundargerðinni til fjárhagsáætlunargerðar 1997.

14.fundur. Fundargerðin er í 10. töluliðum.

6.tl. Bæjarráð óskar eftir viðræðum við formann umhverfisnefndar og bæjar-verkfræðing.

8.tl. Bæjarráð vísar liðnum til fjárhagsáætlunargerðar 1997.

b. Fræðslunefndar frá 7. okt.

I. Almenn mál. a - c.

II. Málefni leikskólanna. a - f.

III. Íþrótta- og æskulýðsmál. a - d.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila 25 m.kr. lántöku til lúkningar framkvæmdum við íþróttahús á Þingeyri, leikskóla á Flateyri og félagsheimili á Suðureyri.

III. b. liður. Bæjarráð hafnar beiðni Skíðasambands Íslands um styrk en vísar erindi um stofnun afreksmannasjóðs til fjárhagsáætlunargerðar 1997.

c. Byggingarnefnd Íþróttamiðstöðvar á Þingeyri frá 4. okt.

2. Erling Blöndal Bengtsson.

Lagt fram bréf frá Erling Blöndal Bengtsson ds. 25. sept sl., þar sem hann þakkar Ísafjarðarbæ ógleymanlegar móttökur á hljómleikahaldi þann 19. sept. sl.

3. Umhverfisráðuneytið - fjármögnun kostnaðarhlutdeildar og Sólbakki 6, Flateyri.

Lögð fram eftirfarandi bréf frá umhverfisráðuneytinu:

a) Ds. 1. okt. sl. um fjármögnun kostnaðarhlutdeildar Ísafjarðarbæjar: Í bréfinu samþykkir ráðuneytið, að fenginni umsögn Ofanflóðanefndar, að nýta heimild í 11. gr. laga nr. 151/1995 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum vegna kostnaðarhlutdeildar sveitarfélagsins, sem ákveðnar hafa verið í Hnífsdal og á Flateyri, enda fallist Ísafjarðarbær á þau lánskjör sem Ofanflóðasjóður mun geta boðið.

b) Ds. 3. okt. sl. um uppkaup á Sólbakka 6, Flateyri. Í bréfinu telur ráðuneytið að samkvæmt 7. gr. laga nr. 151/1995 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, skal athugun á hagkvæmni þess að tryggja öryggi íbúa með því að kaupa eða flytja húseign í stað snjóflóðavarna liggja fyrir áður en ákvarðanir eru teknar um varnir eða kaup. Á meðan slík hagkvæmnisathugun, frumathugun, liggur ekki fyrir, er ekki unnt að taka afstöðu til málsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta gera hagkvæmnisathugunina.

4. Landsvirkjun - vinnubúðir á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Landsvirkjun ds. 1/10 sl. ásamt samningsviðauka um framlengingu á lánssamningi hreppsnefndar Flateyrarhrepps á 24 vinnubúðaeiningum til 1. júní 1996, við Ísafjarðarbæ til og með 31. maí 1997.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lánssamninginn og felur bæjarstjóra að semja við fyrirtækin, sem nýta þessa aðstöðu, um umgengni og skil á húsnæðinu.

5. Kvótaflutningur.

Lagðar fram eftirfarandi beiðnir um kvótatilfærslur.

Dags. Flutt frá: Flutt til Aflamagn

08.10. Jöfur IS 172 Sigurborg HU 100 21 tn. grálúða

08.10. Orri IS 20 Ósk KE 5 10 " þorskur

08.10. Orri IS 20 Þorkell Árnason SH 21 10 " "

08.10. Orri IS 20 Njörður KE 208 10 " "

08.10. Páll Pálsson IS 102 Heiðrún IS 4 1.220 " síld

11.10. Guðm. Péturs IS 45 Stafnes KE 130 100 " þorskur

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja flutningana, enda liggur fyrir samþykki Sjómannafélags Ísfirðinga.

6. Mál nr. E- 694/1996, dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.

Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. okt. sl. í málinu nr. E-694/1996. Lánasjóður Vestur-Norðurlanda gegn Ísafjarðarbæ. Stefndi var upphaflega Suðureyrarhreppur og tók Ísafjarðarbær við varnaraðild málsins og var aðild þess breytt í samræmi við það í þinghaldi 30. ágúst sl.

Dómsorð: Stefndi Ísafjarðarkaupstaður, greiði stefnanda, Lánasjóði Vestur-Norðurlanda, kr. 8.356.865 ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1978 frá 18. mars 1993 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda kr. 450.000 í málskostnað þar með talinn virðisaukaskatt á málflutningsþóknun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita álits bæjarlögmanns á framhaldi málsins.

7. H.F. Djúpbáturinn - aðalfundur.

Lagt fram bréf frá Engilbert Ingvarssyni, stjórnarform., ds. 7. okt. sl., þar sem tilkynnt er um aðalfund félagsins hinn 8. nóv. n.k. Meðfylgjandi eru ársreikningar félagsins fyrir árið 1995.

8. Handverk á Vestfjörðum - fjármögnun verkefnisins.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum ds. 7. okt. sl. frá Önnu Margréti Valgeirsdóttur, tengilið Handverks á Vestfjörðum, þar sem gerð er grein fyrir verkefninu og kostnaði.

Bæjarráð sér sér ekki fært að taka þátt í fjármögnun verkefnisins.

9. Grunnskólinn í Holti - gjaldskrá mötuneytis.

Lögð fram drög frá Rúnari Vífilssyni, skóla og menningarfulltrúa, að gjaldskrá mötuneytis grunnskólans í Holti:

Yngri börn 120 kr. á dag.

Eldri börn 140 kr. á dag.

Fullorðnir 200 kr. á dag.

Innifalinn morgunmatur og hádegismatur.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskránna.

10. Gunnvör hf - viðræður við bæjarráð.

Mættir til viðræðna við bæjarráð, Magnús Reynir Guðmundsson og Kristján G. Jóhannsson, fulltrúar Gunnvarar hf. Rætt var m.a. um viðhorf bæjaryfirvalda til Gunnvarar hf. Um atvinnumál og sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja í Ísafjarðarbæ og um hlutabréf sveitar-félagsins í Togaraútgerð Ísafjarðar hf. Óskað er að hlutabréf bæjarsjóðs í Togaraútgerðinni verði seld til Gunnvarar hf.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hlutur sveitarfélagsins í Togaraúgerð Ísafjarðar hf. verði ekki seldur heldur notaður til að stuðla að sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja í Ísafjarðarbæ.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.15.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson.            Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon        Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.