Bæjarráð Ísafjarðarbæjar.

18. fundur

Árið 1996, mánudaginn 7. október kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Félagsmálanefndar frá 1. okt.

11. fundur. Fundargerðin er í fimm töluliðum.

b. Húsnæðisnefndar frá 2. okt.

3. fundur. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c. Almannavarnanefndar frá 2. og 3. okt.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

d. Viðræðunefndar bæjarráðs við Tónlistarf. Ísafj. um húsnæðismál.

Fundargerð frá 30. sept. lögð fram til kynningar.

2. Sparisjóður Önundarfjarðar - tilnefning í stjórn.

Lögð fram bréf ásamt fylgigögnum frá Eiríki Finni Greipssyni, sparisjóðsstjóra, ds. 1/10. sl., vegna aukafundar stofnfjáraðila S.Ö. 27. okt. n.k. kl. 14.00 í Vagninum, Flateyri.

3. Vestfirskur skelfiskur hf. - frumvarp að nauðasamningi.

Lagt fram bréf ds. 27. sept. s.l. undirritað af Þorvarði Gunnarssyni, lögg. end., f.h. Vestfirsks Skelfisks hf. stílað á Flateyrarhreppur/Ísafjarðarbær.

Meðfylgjandi er "Frumvarp að nauðasamningi" fyrir Vestfirskan Skelfisk hf., kt. 471293-2889, Hafnarbakka, Flateyri. Í nauðasamningnum er boðið 20% af kröfum.

Bæjarráð samþykkir erindið.

4. Bæjarstjóri - skuldir fiskvinnsluhúsa.

Lagt fram bréf skrifstofu Ísafjarðarbæjar ds. 4/10 sl., þar sem farið er fram á við bæjarráð, að það fjalli um með hvaða hætti eigi að taka á skuldum fiskvinnslufyrirtækja við bæjarsjóð Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar til að lögveðskröfur tapist ekki.

5. Umhverfisráðuneytið - lögfræðikostnaður vegna uppkaupa fasteigna í Hnífsdal.

Lagt fram bréf ds. 27/9 sl. frá umhverfisráðuneytinu, þar sem kemur fram að Ofanflóðasjóður hafnar að greiða 90% lögfræðikostnaðar v/uppkaupa fasteigna í Hnífsdal.

Sjóðurinn líti svo á að sama fyrirkomulag eigi að gilda og á almennum fasteignamarkaði, þ.e. að seljandi greiði söluþóknun, sem standi undir lögfræðilegri ráðgjöf vegna húsakaupanna.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar lítur svo á að lögfræðikostnaður v/uppkaupa húsa á skilgreindum snjóflóðahættusvæðum sé sérfræðiaðstoð, sem sé fyllilega sambærileg við verkfræðiaðstoð vegna snjóflóðavarna og eigi því að meðhöndlast á samsvarandi hátt, þannig að Ofanflóðasjóður sé greiðsluskyldur að 90% þess kostnaðarhluta, sem orsakast af lögfræðikostnaði vegna uppkaupa.

 

 

 

6. Byggðaþjónustan ehf. - beiðni um ívilnun fasteignagjalda.

Lagt fram bréf ds. 20/9 sl. frá Ingimundi Magnússyni f.h. Jóhanns S. Sigurðssonar kt. 080728-3289 til heimilis að Hvammi í Dýrafirði, þar sem farið er fram á beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda 1996.

Bæjarráð samþykkir afslátt frá fasteignagjöldum samkvæmt þeim reglum sem giltu í fyrrum Þingeyrarhreppi.

7. Umferðarráð - umferðaröryggisnefnd.

Lagt fram bréf ds. 26/9 sl. ásamt fylgigögnum frá Óla H. Þórðarsyni, framkvst. Umferðarráðs, þar sem tilkynnt er að umferðaröryggisnefnd verði stofnuð þriðjudaginn 8. október 1996 kl. 13:00 á Hótel Ísafirði. Umferðarráð fer þess jafnframt á leit við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún tilnefni einn fulltrúa og annan til vara í umferðaröryggisnefnd Ísafjarðarsýslna og Bolungarvíkur.

Bæjarráð vísar erindinu til Sambands ísl. sveitarfélaga til umsagnar og felur formanni umhverfisnefndar að sitja fund Umferðarráðs.

8. Kvótaflutningur.

Lagðar fram eftirfarandi beiðnir um kvótatilfærslur.

Dags. Flutt frá: Flutt til Aflamagn

30.09. Guðbjörg IS 46 Þorkell Árnason GK 21 5 tn. þorskur

30.09. Guðbjörg IS 46 Ósk KE 5 15 " "

30.09. Guðbjörg IS 46 Njörður KE 208 30 " "

30.09. Guðbjörg IS 46 Ágúst Guðmundsson GK 95 50 " "

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja flutningana, enda liggur fyrir samþykki Sjómannafélags Ísfirðinga.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra fullnaðarafgreiðslu á kvótaflutningum, að fenginni jákvæðri umsögn viðkomandi stéttarfélags.

Samþykktar tilfærslur verði síðan skráðar í bæjarráðsgögn til kynningar.

9. Húsfélag Hlífar II - aðalfundur

Lagt fram aðalfundarboð húsfélags Hlífar II, laugardaginn 12. október nk. kl. 14.00 í fundarsal Hlífar 2. hæð.

Bæjarráð felur félagsmálanefnd að tilnefna fulltrúa Ísafjarðarbæjar til að sitja aðalfundinn.

10. Byggingarfulltrúi - leikskólinn á Flateyrar, lóðarframkvæmdir.

Lagt fram bréf ds. 4/10 sl. ásamt fylgiskjölum frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður við frágang lóðar við nýjan leikskóla á Flateyri, sé kr. 1.412.000,-.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og biður um tillögur um kaup og endurnot á gömlum leiktækjum. Bæjarráð minnir á afgreiðslu þess á 4. fundi frá 1.7 sl. liður 5.

11. Fjármálastjóri - afskrift viðskiptakrafna.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, ds. 4/10 sl. þar sem hann leggur til að viðskiptakröfur að upphæð kr. 3.930.592 verði afskrifaðar.

Kröfurnar eru flestar almennar kröfur þar sem skuldari er ýmist eignalaus og innheimta hefur reynst árangurslaus, skuldari er gjaldþrota, starfsemi hætt eða um nauðasamninga er að ræða, eða leiðrétting á viðskiptareikningi. Til grundvallar afskriftinni liggur ýmist auglýsing í Lögbirtingablaðinu um gjaldþrot eða nauðasamninga, ráðgjöf frá lögfræðingi bæjarins og/eða endurskoðenda, auk mats fjármáladeildar á möguleika á að fá kröfuna greidda.

 

Bæjarráð samþykkir að afskrifa kröfurnar samkvæmt framlögðum lista.

12. Byggingarfulltrúi - reglugerð og gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Lagt fram bréf ds. 2/10 sl. frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, þar sem hann leggur til að "Samþykkt um gatnagerðargjald í Ísafjarðarkaupstað" (Stj. tíð. 598/1989) verði í heild sinni tekin upp fyrir Ísafjarðarbæ og breytt þannig að í stað "Ísafjarðarkaupstaðar" komi "Ísafjarðarbæjar".

Bæjarráð vísar erindinu til næsta bæjarstjórnarfundar til fyrri umræðu.

13. Sláturfélagið Barðinn - málefni fyrirtækisins.

Mættir til viðræðna við bæjarráð Birgir Marel og Þorvaldur H. Þórðarson, fulltrúar sláturfélagsins Barðans. Rætt var m.a. um erfiða rekstrarstöðu fyrirtækisins í ljósi fyrirsjáan-legs gjaldþrots Kaupfélags Ísfirðinga og áhrif þess á fjárhagsstöðu bænda. Ennfremur um núverandi rekstrarform, markaðsaðstæður og framtíðarhorfur fyrirtækisins. Óskað er aðstoðar sveitarfélagsins í ljósi umræðna sem fóru fram á fundinum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna leiðir til úrlausnar.

14. Útför heiðursborgara Suðureyrarhrepps.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við ættingja Einars Sturlu Jónssonar vegna þátttöku sveitarfélagsins í útför hans.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.02.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson. Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson