Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

17. fundur

Árið 1996, mánudaginn 30. september kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

A. Umhverfisnefndar frá 25. sept.

Fundargerðin er í fimm töluliðum.

Liður 5.3.e.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við fulltrúa Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

B. Fræðslunefndar frá 24. sept.

Fundargerðin er í fjórum liðum:

a. Málefni grunnskóla í fimm töluliðum.

b. Málefni tónlistarskólanna.

c. Íþrótta- og æskulýðsmál í tveimur töluliðum.

Tölul. 1.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

  1. Almenn mál í tveimur töluliðum.

Tölul. 2.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fót námskeiði í fjárhagsáætlunargerð fyrir forstöðumenn stofnana bæjarins.

2. Fjórðungssamband Vestfirðinga - málþing.

Lagt fram bréf ds. 24. sept. sl. ásamt fylgigögnum frá Eiríki Finni Greipssyni, fráfarandi framkv.stj. F.V., þar sem boðað er til málþings F.V. 25. okt. nk. Í bréfinu er einnig tilkynning um framkvæmdastjóraskipti hjá F.V.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda út fundarboðið.

3. Félagsmálaráðuneytið - stofnframkvæmdir við skóla.

Lagt fram til kynningar bréf ds. 18. sept. sl. frá félagsmálaráðuneytinu:

    1. Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til stofnframkvæmda við grunnskóla.
    2. Umsóknareyðublöð vegna framlaga til stofnframkvæmda við grunnskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar með ósk um tillögu.

4. FSÍ/HSÍ - fundargerðir.

Lagðar fram fundargerðir stjórnar FSÍ/HSÍ frá 15.08 og 16.08 sl.

5. Bæjarstjórinn á Ísafirði - uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal.

Lagður fram kaupsamningur ásamt yfirlýsingu millum Alberts M. Högnasonar og Gunnhildar Gestsdóttur og Ísafjarðarbæjar, um kaup á fasteigninni Smárateigur 2, Hnífsdal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.

Lagður fram kaupsamningur ásamt yfirlýsingu millum Sævars Óla Hjörvarssonar og Lilju Jensdóttur og Ísafjarðarbæjar, um kaup á fasteigninni Heimabær 5, Hnífsdal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.

Lagður fram kaupsamningur ásamt yfirlýsingu millum Auðuns J. Guðmundssonar og Ísafjarðarbæjar, um kaup á fasteigninni Heimabær 2, Hnífsdal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.

6. Lögmannastofan - iðnaðarhús á Sólbakka við Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 17. sept. sl. frá Páli Arnóri Pálssyni, f.h. Lögmannastofunnar, varðandi iðnaðarhús á Sólbakka við Flateyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita álits Ofanflóðasjóðs á erindinu.

7. Bæjarstjóri - rekstur heilsugæslustöðva innan Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf ds. 27.9 sl. frá Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, til bæjarráðs með tillögu um að þeim tilmælum verði beint til ráðherra heilbrigðismála að rekstur heilsugæslustöðva innan Ísafjarðarbæjar verði sameinaðar undir eina stjórn.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skora á ráðherra heilbrigðismála að sameina stjórnir heilsugæslustöðva innan Ísafjarðarbæjar. Jafnframt lýsir bæjarráð yfir vilja sínum til að taka við rekstri málaflokksins.

8. Kvótaflutningur.

Lagðar fram eftirfarandi beiðnir um kvótatilfærslur.

Dags. Flutt frá: Flutt til Aflamagn

22.09 Framnes ÍS-708 Húnaröst RE-550 80 tn. rækja.

24.09 Jóhannes Ívar ÍS-193 Þinganes SF-25 100 tn. rækja.

26.09 Guðmundur Péturs ÍS-45 Þinganes SF-25 1 tn.þorskur, 4,832 tn. ýsa.

4,919 tn. krafi, 23,326 tn. grálúða.

25.09 Orri IS 20 Glófaxi II VE-301 40 tn. þorskur.

25.09 Orri IS 20 Njarðvík KE-93 112 tn. þorskur.

27.09 Guðbjörg ÍS-46 Gnúpur GK-11 20 tn. þorskur.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja flutningana enda liggur fyrir samþykki viðkomandi stéttarfélaga. Lilja Rafney Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, lét bóka hjásetu.

9. Bæjarstjóri - útboðsverkið "strætisvagnaakstur".

Lögð fram tilboð í verkið "Strætisvagnaakstur" eftirfarandi:

Tilboðsgjafi Upphæð pr. mánuð

Jón Friðrik Jóhannsson 285.000 kr.

Sófus Magnússon 220.328 kr.

Hannes Kristjánsson 2.000.000 kr. (skólaárið)

Allrahanda ehf. 210.000 kr.

Ferðaþjónusta Margrétar og Guðna ehf 108.333 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda. Kostnaði verði mætt með lántöku.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.46.

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Lilja Rafney Magnúsdóttir

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.