Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

16. fundur

Árið 1996, mánudaginn 23. september kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

A. Umhverfisnefndar frá 18. sept.

Fundargerðin er í sjö töluliðum.

2. Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi, óskaði eftir að fá afrit af bréfum millum sveitarfélagsins og opinberra aðila varðandi skipulag á Tungusvæði, skotsvæði á Dagverðardal og Kirkjubólslandi.

6. Bæjarráð vísar tillöguninni til umhverfisnefndar m.t.t. gerðar fjárhagsáætlunar 1997.

7. a Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita álits Ofanflóðasjóðs varðandi uppkaup á húseigninni Grænigarður v/Seljalandsveg.

7. c Samkvæmt tillögu umhverfisnefndar 11. júlí sl. skipaði bæjarráð þriggja manna nefnd til að hefja viðræður við O.V. "um nýtingu á varma frá Funa."

Sú skipun gaf á engan hátt til kynna, að skilyrt væri að nefndarstörfin miðuðust eingöngu við sölu á varma til einhvers ákveðins aðila. Fleiri möguleikar yrðu skoðaðir.

Bæjarráð telur því bókun eins fulltrúa umhverfisnefndar ótímabæra og vera á skjön við verkefnissvið nefndarinnar. Smári Haraldsson og Hilmar Magnússon, bæjarfulltrúar, létu bóka að þeir tækju ekki þátt í bókun meirihluta bæjarráðs.

B. Félagsmálanefndar frá 18. sept.

Bæjarráð mælir með ráðningu Rósu Guðrúnar Jóhannsdóttur í starf forstöðumanns

Hlífar.

C. Byggingarnefndar leikskóla frá 16. sept.

Fundargerðin er í þremur töluliðum.

D. Nefndar um almenningssamgöngur.

a. Fundargerð 18. sept. lögð fram til kynningar.

b. Fundargerð frá 19. sept. í þremur töluliðum.

3. a Bæjarráð beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að Ísafjarðarbær sæki um sérleyfi til strætisvagnaaksturs innan bæjarfélagsins, á grundvelli 8. gr. laga nr. 53/1987, til viðbótar við fyrra strætisvagnarekstrarleyfi í Ísafjarðarkaupstað.

3. b Bæjarráð felur nefndinni að hefja viðræður við Allrahanda í samræmi við fundargerð.

3. c Bæjarráð felur nefndinni að auglýsa útboð á stætisvagnaleiðinni Suðureyri- Ísafjörður- Suðureyri, sbr. fundargerð.

2. Umhverfisnefnd - tillaga um endurskoðun og samræmingu gildandi reglugerða um gatnagerðargjöld og lögreglusamþykktir.

Lögð fram bókun á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 19. sept. sl. varðandi tillögu umhverfisnefndar um endurskoðun og samræmingu reglugerða um gatnagerðargjöld og lögreglusamþykktir.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

3. Lögsýn ehf. - forkaupsréttur að Heimabæ IV.

Lagt fram bréf ds. 20. sept. sl. ásamt fylgigögnum frá Birni Jóhannssyni hdl, f.h. erfingja Hjartar Guðmundssonar, vegna forkaupsréttar og þinglýsingar afsals á fasteigninni Heimabær IV, Hnífsdal.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar staðfestir að forkaupsréttur á íbúðarhúsinu Heimabær IV. Hnífsdal sé ekki fyrir hendi og gerir engar athugasemdir við þinglýsingu afsals ds. 30.08. 1996.

4. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - skipan heilbrigðisnefnda.

Lagt fram til kynningar bréf ásamt fylgiskjölum frá Antoni Helgasyni heilbrigðisfulltrúa ds. 18.9 sl. um sameiningu heilbrigðisnefnda með hliðsjón af þeim breytingum sem átt hafa sér stað á sveitarfélögunum að undanförnu.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.

5. Elísabet Pétursdóttir, Sæbóli - erindi.

Lagt fram bréf ds. 18.9 sl. ásamt fylgigögnum frá Elísabetu A. Péturdóttur, Sæbóli II Ingjaldssandi, þar sem borin er fram spurning um byggðastefnu bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar til umsagnar.

6. Íbúar við Sólgötu og Hrannargötu - frágangur eftir malbikun.

Lagt fram bréf undirritað af 30 íbúum við Sólgötu og Hrannargötu á Ísafirði, þar sem þeir lýsa furðu sinni á frágangi malbikunar á umræddum götum.

Jafnframt telja íbúarnir að innheimta B-gatnagerðargjalda vegna gangstéttarframkvæmda við umræddar götur hafi verið ótímabærar, þar eð frágangur sé slíkur að verkinu sé langt frá því að vera lokið.

Bæjarráð bendir Vegagerðinni á að ólokið er malbikunarframkvæmdum á ofangreindum götum og skorar á hana að ljúka þeim, enda er hér um stofnvegi að ræða.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara íbúunum við Sólgötu og Hrannargötu vegna gangstéttarframkvæmdanna.

7. Bæjarverkfræðingur - tilboð í niðurrif húsa á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 20.9 sl. frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi með tilboðum í verkið "Niðurrif húss og húshluta á Flateyri" eftirfarandi:

Tilboðsgjafi Upphæð Af kostn.áætlun

Klæðning hf  6.530.000 kr. 101%

Jón og Magnús ehf   3.523.000 kr. 55%

Græðir sf   4.844.000 kr. 75%

Kostnaðaráætlun  6.440.000 kr. 100%.

Í bréfi Ármanns kemur fram að lægstbjóðandi í verkið muni falla frá tilboði sínu, verði verktími ekki framlengdur um 14 daga.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda og að veita verktakanum Jóni og Magnúsi ehf. umbeðinn frest.

8. Undirbúningshópur um stofnun Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar bréf ds. 2.9 sl. ásamt fylgiskjölum frá Brynjólfi Gíslasyni, Túngötu 29, Tálknafirði, f.h. undirbúningshóps um stofnun Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

9. Önundur Ásgeirsson - snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Ö.Á. ds. 12.9 sl. varðandi snjóflóðavarnir á Flateyri.

Jafnframt ber hann fram ósk um að fá upplýsingar um afgreiðslu Bæjarstjórnar Ísafjarðar á umræddu málefni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara, á þann hátt að umbeðin afgreiðsla komi greinilega fram og jafnframt að allar hans bréfskriftir hafi verið kynntar innan Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

10. Kvótaflutningur.

Lögð fram eftirfarandi beiðni um kvótatilfærslu.

Dags. Flutt frá: Flutt til Aflamagn

18.09. Orri IS 20 Þorsteinn SH 145 40 tn. skarkoli.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja flutninginn enda liggur fyrir samþykki Sjómannafélags Ísfirðinga.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.00.

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson   Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon      Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.