Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

15. fundur

Árið 1996, mánudaginn 16. september kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Fræðslunefndar frá 10. sept.

Fundargerðin er í sex liðum.

1. Bókun.

2. Almenn mál.

3. Málefni grunnskóla.

4. Málefni tónlistarskólanna.

5. Málefni leikskólanna.

6. Íþrótta- og æskulýðsmál.

1. Fulltrúar frá Kennarasambandi Vestfjarða til setu í "Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar"

Aðalmenn: Sigríður Steinunn Axelsdóttir 170646 - 3559 Ísafirði

Borgný Gunnarsdóttir 080653 - 5579 Þingeyri

Varamenn: Unnur Sigfúsdóttir 040160 - 5159 Þingeyri

Bryndís Friðgeirsdóttir 041157 - 5509 Ísafirði

  1. d-liður.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðmiðunarreglur vegna grunnskólabarna, sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags, sbr. bréf dags. 22. ágúst sl., frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, verði samþykktar.

  1. c-liður.

Bæjarráð felur fræðslunefnd að láta kanna nýtingartíma sundlauga sveitarfélagsins og leggja fram tillögur um hagkvæman opnunartíma þeirra.

b. Umhverfisnefndar frá 11. sept.

Fundargerðin er í sjö töluliðum.

c. Húsnæðisnefndar frá 4. sept.

Fundargerðin er í þremur töluliðum.

2. Samband ísl. Sveitarfélaga -

ráðstefna og breyting á bókhaldslyklum.

Lögð fram eftirfarandi bréf og gögn:

  1. frá Guðrúnu S. Hilmisdóttur, dags. 1. sept. sl., þar sem boðað er til ráðstefnu á Akureyri 25. okt. nk. undir heitinu: "Eiga sveitarfélög að annast framkvæmd á eigin þjónustu?"
  2. frá Birgi L. Blöndal, dags. 9. sept. sl., með tilkynningu um leiðbeiningar um færslur nokkurra tekju- og gjaldaliða í bókhaldi.

 

 

3. Kvótatilfærslur.

Lagðar fram eftirfarandi beiðnir um kvótatilfærslur.

Dags. Flutt frá: Flutt til Aflamagn

  1. Guðbjörg ÍS 46Ágúst Guðmundsson GK 9538 tonn þorskur

13.9 Guðbjörg ÍS 46 Hraunsvík GK 68 50 tonn þorskur

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja flutningana, enda liggur fyrir samþykki Sjómannafélags Ísfirðinga.

4. Tónlistarfélag Ísafjarðar -

framtíðarskipan tónlistarfræðslu.

Lagt fram bréf frá Úlfari Ágústssyni, form. Tónlistarfélags Ísafjarðar, dags. 11. sept. sl., þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjórn eða fulltrúum hennar til að ræða framtíðarskipan tónlistarfræðslu í nýju sveitarfélagi.

Bæjarráð skipar þá Sigurð R. Ólafsson, Þorstein Jóhannesson og Hilmar Magnússon í þriggja manna nefnd af hálfu sveitarfélagsins til viðræðna við stjórn Tónlistarfélags Ísafjarðar um húsnæðismál.

Bæjarráð felur fræðslunefnd að taka upp viðræður við Tónlistarfélag Ísafjarðar um framtíðarskipan tónlistarfræðslu í Ísafjarðarbæ.

5. Gestur hf - aðalfundarboð.

Lagt fram bréf frá Ólafi A. Jónssyni, f.h. stjórnar Gests hf, dags. 12. sept. sl., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 21. sept. nk. kl. 14.00, í Bjarkarlundi, Reykhólahreppi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

6. Efri-Engidalur - kaupsamningar.

Lagðir fram kaupsamningar v/sölu jarðarinnar "Efri- Engidalur", Ísafirði:

millum: Steingríms Jónssonar 141161-7419 og Katrínar Sigtryggsdóttur 110859-5629 til heimilis að Túngötu 18, Ísafirði annars vegar og hins vegar:

a) Magdalenu Jónsdóttur 260937-4729 Rauðalæk 73, Reykjavík 25% eign,

b) Halldórs Jónssonar 250125-6119 Selvogsgrunni 24, Reykjavík 25% eign,

c) Sigurgeirs M. Jónssonar 081216-4019 Efri-Engidal, Ísafirði 25% eign,

d) Jóns J. Jónssonar 191022-2549 Seljalandsvegi 70, Ísafirði 25% eign.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sölu jarðarinnar samkvæmt fyrirliggjandi kaupsamningum.

7. Bæjarstjórinn á Ísafirði -

uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði á Flateyri.

Lagður fram kaupsamningur millum Hlyns Sigtryggssonar og Ísafjarðarbæjar, um kaup á fasteigninni Hafnarstræti 43 n.h., Flateyri.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.

 

 

 

 

8. Byggingarnefnd leikskóla.

Þorsteinn Jóhannesson gerði grein fyrir fyrsta fundi nefndarinnar.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.35.

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Halldór Jónsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.