Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

14. fundur

Árið 1996, mánudaginn 9. september kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar um fjárhagsmál í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar frá 4. sept.

Fundargerðin er í átta töluliðum.

Á fundinn mætti til viðræðna við bæjarráð Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðingur.

4. tl. Bæjarráð felur bæjarrstjóra að leita eftir heimildum Ofanflóðasjóðs til uppkaupa á fasteigninni Sólbakka 6, Flateyri.

b. Landbúnaðarnefndar frá 3. sept.

Fundargerðin er í fjórum töluliðum.

3. tl. Bæjarráð felur landbúnaðarnefnd að vinna áfram að málinu, sbr. afgreiðslu bæjarráðs á 11. fundi frá 19. ágúst. sl. liður 1a.

2. Bæjarstjórinn á Ísafirði - uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal.

Lagður fram kaupsamningur ásamt yfirlýsingu millum Sigurlaugar Ingimundardóttur og Ólafs Halldórssonar og Ísafjarðarbæjar, um kaup á fasteigninni Fitjateigur 4, Hnífsdal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.

3. Viðlagatrygging Íslands - hreinsun eftir snjóflóð.

Lagt fram bréf ds. 3/9 frá Geir Zoëga, Viðlagatryggingu Íslands, viðvíkjandi hreinsun bæjarlands eftir náttúruhamfarir.

4. Kvótatilfærslur.

Lagðar fram eftirfarandi beiðnir um kvótatilfærslur:

Ds: Flutt frá: Flutt til: Aflamagn:

03.09. Guðbjörg IS 46 Baldvin Þorsteinsson EA 10 60 tn. þorskur

04.09. Guðbjörg IS 46 Ársæll Sigurðsson HF 80 50 " þorskur

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja flutningana, enda liggur fyrir samþykki Sjómannafélags Ísfirðinga.

5. Talnakönnun hf. - áfallnar lífeyrisskuldbindingar.

Lagður fram útreikningur Talnakönnunar hf. á eftirlaunaskuldbindingum vegna þeirra starfsmanna bæjarfélaganna, sem sameinuðust í Ísafjarðarbæ, sbr. 11. tölul. fundargerðar 12. fundar bæjarráðs frá 26. ágúst sl.

6. Önundur Ásgeirsson - snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lögð fram til kynningar eftirfarandi ljósrit af bréfaskiptum Ö.Á. varðandi snjóflóðavarnir á Flateyri.

a) Bréf ds. 2/9 til Norges Geotekniske Institutt.

b) Bréf ds. 3/9 til ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytis.

7. Byggðastofnun - ferð stjórnar um Vestfirði.

Lagt fram bréf ds. 2. sept. sl. frá frá Aðalsteini Óskarssyni, Byggðastofnun, þar sem boðað er til fundar með sveitarstjórnarmönnum í Ísafjarðarsýslu, í Stjórnsýsluhúsinu 4h. 9. sept. kl. 17,30.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 00,oo

 

Þórir Sveinsson, ritari

 

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

 

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

 

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

 

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.