Bæjarráð Ísafjarðarbæjar.

13. fundur

Árið 1996, mánudaginn 2. september, kom bæjarráð saman til fundar um fjárhagsmál í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir:

a. Félagsmálanefndar frá 29. ágúst.

Fundargerðin er í fjórum töluliðum.

b. Umhverfisnefndar frá 28. ágúst.

Fundargerðin er í fimm töluliðum.

1. tölul.

Samþykkt.

c. Menningarnefndar frá 31. júlí.

Fundargerðin er í þremur töluliðum.

d. Fræðslunefndar frá 27. ágúst.

Fundargerðin er í sjö töluliðum.

e. Nefndar um átak í umhverfismálum 22. og 23. ágúst.

Fundargerðirnar lagðar fram.

f. Nefndar um almenningssamgöngur 29. ágúst.

Fundargerðin lögð fram.

2. Umhverfisráðuneytið - uppkaup húsa í Hnífsdal.

a) Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu ds. 29. ágúst sl. þar sem fram kemur að ráðuneytið að fenginni tillögu Ofanflóðanefndar gerir engar athugasemdir um þá fyrirvara er eigendur fjögurra fasteigna í Hnífsdal vilja hafa í sölusamningum, þ.e. vegna Smárateigs 2 og 3 og Heimabæjar 2 og 5. Ráðuneytið leggur til að í sölusamningunum komi fram að Ísafjarðarbær líti svo á að viðkomandi málum sé lokið með kaupum ofangreindra eigna og að eigendur þeirra hafi ekki verið þvingaðir til samninga um sölu eignanna.

b) Lagt fram afrit bréfs frá Kristni J. Jónssyni, forseta bæjarstjórnar, til Hjartar Á. Helgasonar og Ingu Þorláksdóttir, sbr. 2. tölul. fundargerðar 2065. fundar bæjarráðs frá 22. jan. sl.

Bæjarráð hafnar erindinu.

3. Félagið "Æðarvernd" - ályktun stjórnar.

Lögð fram til kynningar svohljóðandi ályktun stjórnar félagsins "Æðarvernd" ds. 26. ágúst sl. "Stjórn Æðarverndar beinir þeirri áskorun til stjórnar hins nýja Ísafjarðarbæjar, að hún standi myndarlega að framkvæmd laga um veiðar refa og minka á sínu svæði, enda sé mikið í húfi fyrir hina mörgu æðarbændur á svæðinu."

Bæjarráð vísar ályktuninni til landbúnaðarnefndar.

4. Heilsugæslustöð, hjúkrunarheimili og dvalarheimili aldraðra á Þingeyri - byggingasamningur.

Lögð fram til kynningar greinargerð ds. 15. ágúst sl. um samningur millum ríkissjóðs Íslands, Ísafjarðarbæjar og Framkvæmdasjóðs aldraðra um byggingu heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimilis á Þingeyri.

Bæjarráð óskar eftir afstöðu heilbrigðisráðuneytisins til þeirra tillagna sem koma fram í greinargerð með samningnum.

5. Fjárlaganefnd Alþingi - fundir með sveitarstjórnarmönnum.

Lagt fram bréf d.s. 20. ágúst sl. þar sem tilkynnt er að Fjárlaganefnd Alþingis gefi sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 23. - 26. september n.k.

6. Kvótatilfærslur.

Lagðar fram eftirfarandi beiðnir um kvótatilfærslur:

Ds: Flutt frá: Flutt til: Aflamagn:

27.08. Gyllir IS 261 Örvar SH 777 30 tn. þorskur

" " " 12 " ýsa

" " " 8 " ufsi

27.08. Gyllir IS 261 NN 13 " karfi

27.08. Páll Pálsson IS 102 Sigurvon BA 257 16,5 " þorskur

29.08. Páll Pálsson IS 102 Bessi IS 410 8 " grálúða

" " " 5,610 " skarkoli

29.08. " Sveinbj. Jak. SH 10 10 " þorskur

29.08. " Vinur IS 8 24 " karfi

29.08. Gunnvör IS 53 Vinur IS 8 0,234 tn.. karfi

29.08. " Heiðrún IS 4 21,5 tn. þorskur

29.08. Sigurgeir Sigurðsson IS 533 Vinur IS 8 2,982 " karfi

29.08. " Dagrún IS 9 4,931 " ufsi

29.08. " Stakkur VE 650 21,184 " rækja

29.08. " Flosi IS 15 0,846 tn. grálúða

30.08. Páll Pálsson IS 102 Haffari IS 430 5,.690 tn. skarkoli

30.08. " Heiðrún IS 4 17 " þorskur

30.08. " Hólmadrangur ST 70 9,764 " þorskur

30.08. " Víkurnes ST 10 2 " skarkoli

30.08. Jöfri IS-172 Sólrúnu EA-351 15 " rækja

30.08. Bára IS 364 Arnar KE 20 12,492 " skarkoli

30.08. Trausti ÁR 313 Arnar KE 20 6 " ýsa

30.08. Guðmundi Pétri IS 45 Óskar Halldórs RE 57 70,6 " rækja

30.08. Guðmundi Pétri IS 45 NN 0,920 " ýsa

30.08. Jónínu IS 930 Þórunni Hafstein ÞH 40 28 " ufsi

30.08. " " 4 " skarkoli

30.08. Sléttanes IS 808 NN 20 " ýsa

30.08. Sléttanes IS 808 NN 150 " ufsi

31.08. Jöfri IS-172 Blængs NK-117 40 " rækja

Bæjarráð samþykkir flutningana, enda liggur fyrir samþykki viðkomandi stéttarfélaga.

7. Samband íslenskra sveitarfélaga - námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

Lagt fram bréf ds. 22. ágúst sl. frá Sigurjóni Péturssyni, Sambandi ísl. sveitarfélaga, og til kynningar "Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiðslur fyrir námsvist utan lögheimilissveitarfélags."

8. Nefnd v/gjafafjár á Flateyri - fundargerð.

Lögð fram fundargerð nefndar, sem kjörin var til að fara með gjafafé sem Flateyrarhreppi var gefið vegna snjóflóðsins í október sl. og ekki hafði þegar verið ráðstafað fyrir sameiningu sveitarfélaga, sbr. 5. tölul. fundargerðar 4. fundar bæjarráðs frá 1. júlí sl.

 

9. Framkvæmdasýsla ríkisins - snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lagt fram afrit af bréfi Framkvæmdasýslu ríkisins ds. 23. ágúst sl., til Línuhönnunar hf. Suðurlandsbraut 4a, Reykjavík, þar sem fram kemur að tekið hafi verið tilboði fyrirtækisins um eftirlit með framkvæmdum snjóflóðavarna á Flateyri. Tilboð Línuhönnunar hf. hljóðaði upp á kr. 6.520.000.

10. Önundur Ásgeirsson - snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lögð fram til kynningar eftirfarandi bréfaviðskipti Önundar Ásgeirssonar.

a. Bréf ds. 26. ágúst sl. stílað á "Bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Kristján Þór Júlíusson."

b. Afrit bréfa millum Ö.Á. og Norges Geotekniske Institutt, Oslo.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17,25.

 

Þórir Sveinsson, ritari

 

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs.

 

 

Þorsteinn Jóhannesson. Jónas Ólafsson

 

 

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

 

 

Bergþóra Annasdóttir, áheyrnarfulltrúi.

 

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.