Bæjarráð Ísafjarðarbæjar.

11. fundur

Árið 1996, mánudaginn 19. ágúst, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a) Landbúnaðarnefndar frá 13. ágúst s.l.

Fundargerðin er í sex töluliðum.

1. tölul.

Bæjarráð felur landbúnaðarnefnd að undirbúa útboð á grenjavinnslu. Áður en til útboðs kemur óskar bæjarráð eftir beinum tillögum frá landbúnaðarnefnd varðandi svæðaskiptingu og fyrirkomulag grenjavinnslu. Ennfremur samþykkir bæjarráð að ekki verði ráðnar fleiri skyttur til starfa fyrr en afstaða hefur verið tekin til tillagna landbúnaðarnefndar.

2. tölul.

Bæjarráð samþykkir að Magnús H. Guðmundsson verði ráðinn varabúfjáreftirlitsmaður.

b) Umhverfisnefndar frá 14. ágúst s.l.

Fundargerðin er í níu töluliðum.

2. töluliður:

Bæjarráð samþykkir erindi Þórðar Jónssonar v/breytingar á útliti húseignarinnar Hafnarstræti 15 - 19 á Flateyri, að uppfylltum fyrirvörum umhverfisnefndar.

9. töluliður b)

Umhverfisnefnd tilnefnir Snorra Hermannsson í byggingarnefnd leikskóla.

Bæjarráð samþykkir að "Byggingarnefnd leikskóla" verði skipuð þannig: Þorsteinn Jóhannesson, Ragnheiður Hákonardóttir og Snorri Hermannsson.

Nefndin er skipuð í samræmi við fyrri ákvarðanir bæjarráðs, einum fulltrúa frá bæjarráði, fræðslunefnd og umhverfisnefnd. Fulltrúi bæjarráðs Þorsteinn Jóhannesson verður formaður nefndarinnar. Ráðstöfunarfjármagn samkvæmt lið 02-22-540-7 "Nýr leikskóli" í fjárhagsáætlun Ísafjarðarkaupstaðar 1996

c) Bókun:

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar beinir þeim eindregnu tilmælum til nefnda, að kennitala og/eða heimilisfang komi fram ásamt nöfnum, við ritun fundargerða.

2. Samningur v/Skólaskrifstofu Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá S.V. ds. 31.07. ásamt tveimur samningum.

a) Samningur um sérfræðiþjónustu milli Skólaskrifstofu Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar fyrir tímabilið ágúst - desember 1996.

b) Viðbótarákvæði við samning um sérfræðiþjónustu milli Skólaskrifstofu Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar fyrir tímabilið ágúst - desember 1996.

Bæjarráð samþykkir samningana.

3. Kostnaðarskipti v/FSÍ./HSÍ.

Lagt fram bréf frá Bæjarstjóranum í Bolungarvík ds. 6. ágúst s.l., þar sem fram kemur að nauðsynlegt sé að ganga frá samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar, Súðavíkur og Bolungarvíkur um hvernig þessum málum verði háttað í framtíðinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við Bolungarvíkkaupstað, Súðavíkurhrepp og ráðuneyti heilbrigðismála um endurskoðun samningsins.

4. Snjóflóðavarnir á Flateyri - Önundur Ásgeirsson.

Lagt fram til kynningar ljósrit af bréfaviðskiptum vegna málefnisins:

a) Bréf Umhverfisráðuneytis til Ö.Á. ds. 01.08. s.l.

b) Bréf Ö.Á. til Umhverfisráðuneytis ds. 09.08. s.l.

5. Skrifstofa verkalýðsfélaganna.

Lagt fram bréf frá S.V. ds. 09.08. þar sem tilkynnt er að verkalýðsfélögin innan ASV. í Ísafjarðarbæ hafi valði fulltrúa í "Húsnæðisnefnd.", aðalmann Pétur Sigurðsson, Hjallavegi 15, Ísafirði og til vara Ágústu Guðmundsdóttur, Bárugötu 4, Flateyri.

6. Fjórðungssamband Vestfirðinga.

Lögð fram til kynningar fundargerð F.V. ds. 7. ágúst s.l.

Í lið 3. B. koma fram tilnefningar Menntamálaráðuneytis í skólanefnd Framhaldsskóla Vestfjarða til næstu fjögra ára.

Aðalmenn: Magnea Guðmundsdóttir Ólafstúni 6 Flateyri

Anna Jensdóttir Sigtúni 5 Patreksfirði

Varamenn: Sigríður Hrönn Elíasdóttir Fögrubrekku Súðavík

Drífa Hrólfsdóttir Ytri - Ósi Hólmavík

7. Fundargerð stjórnar Framhaldsskóla Vestfjarða.

Lögð fram til kynningar 25. fundargerð skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða ds. 25. júní s.l.

8. FSÍ./HSÍ.

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar FSÍ./HSÍ. ds. 12. júní s.l.

9. Kvótatilfærslur:

Ds: Flutt frá: Flutt til: Aflamagn:

12.08. Orri IS 20 Andey BA 125 10 tn. skarkoli

13.08. Guðmundur Péturs IS 45 Skafti SK 3 40,710 tn. ýsa

15.08. Guðbjörg IS 46 Byr VE 373 18,191 tn. grálúða

15.08. Skutull IS 180 Guðrún Hlín BA 122 29,603 tn. grálúða

Bæjarráð samþykkir flutningana, enda liggur fyrir samþykki Sjómannafélags Ísfirðinga.

 

 

 

 

 

10. Laun fyrir nefndastörf hjá Ísafjarðarbæ.

Lögð fram tillaga frá bæjarstjóra Kristjáni Þór Júlíussyni um greiðslur fyrir störf í bæjarstjórn og bæjarráði Ísafjarðarbæjar, nefndastörf á vegum Ísafjarðarbæjar, laun fyrir störf í kjörstjórnum, ásamt greiðslum vegna ferða innanbæjar, sem og utan bæjarmarka.

(Tilvísun 10. fundur bæjarráðs 12.08. s.l. töluliður 11.)

Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarstjóra og gildistíma frá og með 1. júní 1996, þar til annað verður ákveðið.

Kristján Freyr Halldórsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

11. Heimsókn Forseta Íslands.

Bæjarstjóri skýrði frá drögum að ferðaáætlun Forseta Íslands í heimsókn hans dagana 30. ágúst til 2. september nk.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.30

 

 

 

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs.

 

Halldór Jónsson Jónas Ólafsson

 

Kristján Freyr Halldórsson Smári Haraldsson

 

Kristinn Jón Jónsson, áheyrnarfulltrúi.

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri