Bæjarráð Ísafjarðarbæjar.

10. fundur

Árið 1996, mánudaginn 12. ágúst, kom bæjarráð saman til fundar um fjárhagsmál í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a) Fræðslunefndar frá 7. ágúst s.l.

Fundargerðin er í sjö töluliðum.

1. tölul. 3. liður.

Fræðslunefnd tilnefnir Ragnheiði Hákonardóttur í bygginganefnd leikskóla.

6. tölul.

Skv. fjárhagsáætlun Suðureyrarhrepps:

Leikskóli: 02-39-461-1 50.000 viðhald lóðar

02-39-462-1 250.000 viðhald húss

02-39-465-1 150.000 viðhald leiktækja

Íþróttavöllur: 06-61-461-1 50.000 viðhald lóðar

Tjaldstæði: 06-70 600.000

Bæjarráð samþykkir eftirtaldar tilfærslur vegna framkvæmda á Suðureyri.

Til viðhaldsverkefna við leikskóla verði fluttar kr. 300.000 og sama upphæð til íþróttavallar, fjármunir til verkefnisins verðir fluttir af lið 06-70 tjaldstæði.

b) Fræðslunefndar frá 9. ágúst s.l.

Fundargerðin er í fimm töluliðum.

1. tölul. a)

Bæjarráð samþykkir að íbúð 01 04 við Fjarðargötu 30 verði tekin undir kennslustofu fyrir Grunnskólann á Þingeyri, samkvæmt tillögu fræðslunefndar.

2. tölul. b) Umsóknir um stöðu "Skóla- og menningarfulltrúa."

Um starfið bárust fimm umsóknir:

1. Guðmundur Guðlaugsson, Egilsstaðir

2. Rúnar Vífilsson, Bolungarvík

3. Þórður Gunnar Valdimarsson, Reykjavík

4. Rúnar Vífilsson, Bolungarvík og Björn Hafberg, Flateyri

5. Arnar Sverrisson, Akureyri.

Fræðslunefnd vísar umsóknunum til bæjarráðs með þeirri afstöðu, að hún leggi áherslu á að þekking, menntun og reynsla í kennslu og skólastarfi, sé mikilvægt í ráðningu skólafulltrúa.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formönnum fræðslu- og menningarnefndar að afla upplýsinga og ræða við umsækjendur og frestar ráðningu til næsta fundar.

2. Önundur Ásgeirsson - athugasemdir um snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lagt fram bréf, dags. 6. ágúst sl., frá Önundi Ásgeirssyni, Kleifarvegi 12, Reykjavík, þar sem hann gerir athugasemdir við neðantalin atriði:

a) Við mat á umhverfisáhrifum vegna snjóflóðavarna á Flateyri.

b) Við tillögu um nýtt aðalskipulag fyrir Flateyri, árin 1996 - 2015.

3. Leikráð ehf - ráðgjafaþjónusta og fyrirspurn um rekstur leikskóla.

Lögð fram bréf frá Sigurjóni Haraldssyni, framkv.stj. Leikráðs ehf., Akureyri,

a) Bréf dags. 31.07 sl. þar sem boðin er ráðgjafarþjónusta á sviði leikskólarekstrar.

b) Bréf dags. 30.07 sl. með fyrirspurn um byggingu og rekstur leikskóla.

Bæjarráð vísar erindunum til fræðslunefndar til umsagnar.

4. Fjórðungssamband Vestfirðinga - erindi.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum, dags. 6. ágúst sl., frá Eiríki Finni Greipssyni, framkv.stj. Fjórðungssambands Vestfirðinga, varðandi árgjöld F.V., uppgjör vegna 41. Fjórðungsþings, uppsögn framkvæmdastjóra og málþings F.V. þann 26. október 1996.

5. Hraðfrystihúsið í Hnífsdal - verðmat á Heimabæ 4, Hnífsdal.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 07.08 sl., frá Kristjáni G. Jóakimssyni, f.h. Hraðfrystihússins hf, Hnífsdal. Bréfið er ítrekun á áður innsendu bréfi dags. 23.02 sl. þar sem mótmælt er verðmati á Heimabæ 4, Hnífsdal.

6. Boltafélag Ísafjarðar - íþróttavallarsvæðið á Torfnesi o.fl.

Lagt fram bréf, dags. 07.08 sl., frá Guðna Geir Jóhannessyni form. Boltafélags Ísafjarðar, varðandi íþróttavallarsvæðið á Torfnesi og framtíð knattspyrnuiðkunar.

Bæjarráð bendir á að í fjárhagsáætlun 1996 er gert ráð fyrir 1 millj. kr. til framkvæmda við íþróttavöllinn á Torfnesi, liður 06-61-525-6. Að öðru leyti er erindinu vísað til fræðslunefndar til umsagnar.

7. Skotfélag Ísafjarðar - æfingarsvæðið í Engidal.

Lagt fram bréf ódags. frá stjórnarmönnum í Skotfélagi Ísafjarðar, þar sem þeir óska eftir framlengingu á undanþágu til æfinga í Engidal fram í endaðan nóvember.

Bæjarráð samþykkir framlengingu á núverandi æfingasvæði, fyrir sitt leyti.

8. Kvótatilfærslur:

Lagðar fram beiðnir um flutning á aflakvóta frá eftirtöldum:

Dags: Flutt frá: Flutt til: Aflamagn:

07.08. Orra ÍS-20 Guðnýjar ÍS-266 6,275 tn. ýsa

sama sama 16 tn. skarkoli

08.08. Gylli ÍS-261 Bessa ÍS-410 48 tn. ufsi

s.d. sama Binna Sæm GK-26 340 tn. ufsi

s.d. sama Haffara ÍS-430 12 tn. ufsi

01.08. Erni ÍS-18 L.Í.Ú. - kvótabanka 2,941 tn. þorskur

" " 10 tn. ýsa

" " 1,738 tn. ufsi

" " 10 tn. skarkoli

Bæjarráð samþykkir flutningana, enda liggur fyrir samþykki viðkomandi stéttarfélaga.

9. Formaður bæjarráðs - starfsmatsnefnd, starfsmenntunarsjóður FOS-Vest og

starfskjaranefnd.

a) Bæjarráð skipar Halldór Jónsson og Hilmar Magnússon í "Starfsmatsnefnd."

b) Bæjarráð skipar Sigurð R. Ólafsson og Smára Haraldsson í "Stjórn starfs-menntunarsjóðs" og starfskjaranefnd.

10. Menntamálaráðuneytið - listigarðurinn Skúður.

Lagt fram bréf, dags. 12. ágúst, frá menntamálaráðuneytinu varðandi málefni listigarðsins Skúðs að Núpi í Dýrafirði. Í bréfinu leggur ráðuneytið til að Ísafjarðarbær taki við garðinum að gjöf.

Bæjarráð þakkar gott boð en sér sér ekki fært að taka við gjöfinni fyrr en tryggðar eru tekjur til reksturs Skúðs.

11. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar - launagreiðslur fyrir nefndarstörf.

Rætt um greiðslur fyrir nefndarstörf o.fl., sbr. 18. tölul. 9. fundar bæjarráðs frá 6. ágúst sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögur fyrir næsta bæjarráðsfund í samræmi við umræður sem áttu sér stað á fundinum.

12. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar - auglýsing starfs bæjarritara.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa starf bæjarritara hjá Ísafjarðarbæ.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18,35.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs.

 

Halldór Jónsson Jónas Ólafsson

 

 

Kristján Freyr Halldórsson Smári Haraldsson

 

 

Kristinn Jón Jónsson, áheyrnarfulltrúi.

 

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.