Bæjarráð Ísafjarðarbæjar.

9. fundur

Árið 1996, þriðjudaginn 6. ágúst, kom bæjarráð saman til fundar um fjárhagsmál í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a) Fræðslunefndar frá 30. júlí s.l.

Fundargerðin er í þremur töluliðum.

2. töluliður b) Ráðningarmál kennara. liður a)

Bæjarráð samþykkir að Skarphéðinn Garðarsson verði ráðinn skólastjóri við grunnskólann á Þingeyri.

3. töluliður:

Bæjarráð samþykkir að skipuð verði 3ja manna byggingarnefnd leikskóla, sem hefji undirbúning að byggingu nýs leikskóla. Bæjarráð, fræðslunefnd og umhverfisnefnd skipi hvert sinn fulltrúa í byggingarnefndina og fulltrúi bæjarráðs verði formaður nefndarinnar.

Bæjarráð samþykkir að Þorsteinn Jóhannesson verði fulltrúi bæjarráðs.

b) Félagsmálanefndar frá 30. júlí s.l.

Fundargerðin er í fimm töluliðum.

2. töluliður b)

Bæjarráð samþykkir að formanni félagsmálanefndar og félagsmálastjóra, verði falið að auglýsa stöðu forstöðumanns Hlífar.

5. töluliður:

Bæjarráð sér sér ekki fært að samþykkja aukafjárveitinu vegna verkefnisins, en samþykkir að veita til þess styrk að upphæð kr. 80.000, sem tekin yrði af lið 02-13-919-1.

c) Menningarnefndar frá 31. júlí s.l.

Fundargerðin er í þremur töluliðum.

2. Kaupsamningar v/húseigna á Flateyri.

a. Lagður fram kaupsamningur millum Brynjólfs Jóns Garðarssonar og Herdísar Egilsdóttur og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Hjallavegur 4, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að undirrita kaupsamninginn.

b. Lagður fram kaupsamningur millum Guðmundar H. Kristjánssonar og K. Bergþóru Ásgeirsdóttur og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Tjarnargötu 7, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að undirrita kaupsamninginn.

3. Uppkaup húsa í Hnífsdal.

a) Lagður fram kaupsamningur ásamt fylgiskjölum millum Hreins Ólafssonar og Ursulu Siegle og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Fitjateigur 6, Hnífsdal.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

b) Lagt fram bréf, dags. 25. júlí sl., frá Sigurði G. Guðjónssyni hrl., Lögmönnum, til bæjarstjóra vegna Heimabæjar II, Hnífsdal.

c) Lagt fram bréf, dags. 1. ágúst sl., frá Lilju Jensdóttur, Heimabæ 5, Hnífsdal með fyrirspurnum til bæjarráðs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

d) Lagt fram bréf frá bæjarstjóra, dags. 31. júlí sl., til umhverfisráðuneytisins.

4. Önundur Ásgeirsson - snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lagt fram bréf, dags. 28. júlí sl., ásamt fylgiskjölum frá Önundi Ásgeirssyni, Kleifarvegi 12, Reykjavík, varðandi snjóflóðavarnir á Flateyri.

5. F.O.S. Vest. - tilnefning í húsnæðisnefnd.

Lagt fram bréf, dags. 30.07. sl., frá FOS-Vest þar sem tilkynnt er að fulltrúar félagsins í húsnæðisnefnd Ísafjarðarbæjar eru: aðalfulltrúi, Þorbjörn J. Sveinsson og til vara, Magnús Kristjánsson.

6. Félagsmálaráðuneytið - v/yfirfærslu grunnskólans.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyinu til sveitarstjórna ásamt fylgiskjölum, dags. 19. júlí sl., varðandi framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna yfirfærslu alls kostnaðar grunnskóla til sveitarfélaga.

7. Árni Brynjólfsson - safnvegir.

Lagt fram bréf frá Árna Brynjólfssyni, dags. 25. júlí sl., varðandi safnvegi almennt og veg að Fremri-Breiðadal. Ennfremur lagt fram afrit af bréfi umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar til formanns héraðsnefndar Ísafjarðarsýslu, dags. 10.06. sl., og úrdráttur úr fundargerð héraðsnefndar frá vorfundi 1995.

Bæjarráð skorar á Vegagerðina að hefja nú þegar framkvæmdir við lagningu vegar að Fremri-Breiðadal eins og gert var ráð fyrir í safnvegaáætlun frá maí 1995. Ljóst er að núverandi vegstæði er í alla staði mjög óhentugt og skapar ábúendum jarðarinnar Fremra Breiðadal óþægindi og mikið óöryggi svo ekki sé talað um kostnað sem sveitarfélagið verður fyrir vegna snjómoksturs. Bæjarráð telur að hvorki Ísafjarðarbær né íbúar sveitarfélagsins eigi að líða fyrir það, sem starfsmenn Vegagerðarinnar telja "ábótavant" við eigin vinnubrögð.

8. Fulltrúar umhverfisnefndar - minningarreitur á Flateyri.

Lagt fram minnisblað frá Eiríki Finni Greipssyni og Sæmundi Kr. Þorvaldssyni, fulltrúum í umhverfisnefnd, dags. 30.07. sl., sbr. 14. lið 5. fundargerðar umhverfisnefndar, lögð fram á fundi bæjarráðs 29.07 sl. Meðfylgjandi eru teikningar af fyrirhuguðum minningarreit á Flateyri; umræðutillögur Péturs Jónssonar, landslagsarkitekts.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfisnefndar.

9. Fáfnir hf. Þingeyri - málefni fyrirtækisins.

Lagt fram bréf frá Sigurði Kristjánssyni framkvæmdastjóra Fáfnis hf., dags. 29.07 sl., varðandi málefni fyrirtækisins.

10. Togaraútgerð Ísafjarðar hf. - arðgreiðsla 1995.

Lagt fram bréf frá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, framkv.stj. Togaraútgerðar Ísafjarðar hf, dags. 25. júlí sl., þar sem tilkynnt er að arðgreiðsla árið 1995 af hlutabréfum í félaginu hafi verið ákveðin 10% og fær bæjarsjóður Ísafjarðar 842.835,80 kr.

Bæjarráð samþykkir að fjárhæðin leggist inn sem stofnframlag í hlutabréfasjóð, sbr. lið 8 í heimildarákvæðum í fjárhagsáætlun Ísafjarðarkaupstaðar árið 1996.

11. Lífeyrissjóður Vestfirðinga - ógreidd iðgjöld.

Lagt fram svarbréf Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, dags. 26.07 sl., við erindi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, dags. 1.07. sl., varðandi samninga um ógreidd eldri iðgjöld Suðureyrarhrepps og Flateyrarhrepps.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að hefja viðræður við Lífeyrissjóði Vestfirðinga um málið.

12. Samb. ísl. sveitarfélaga - fundargerð.

Lögð fram útskrift fundargerðar 616. fundar sambandsins frá 19. júlí sl.

13. Skólaráð Vestfjarða - fundargerðir.

Lagðar fram fundargerðir Skólaráðs Vestfjarða nr. 4. frá 13.06 sl. og nr. 5. frá 25.07 sl., ásamt 4. fundargerð vinnuhóps vegna flutnings verkefna frá fræðsluskrifstofum til sveitarfélaga. frá 25.07 sl.

14. Bjarni M. Jónsson - húsarústir í Álfadal.

Lagt fram bréf, dags.19.07. sl., frá Bjarna M. Jónssyni f.h. eigenda jarðarinnar Álfadals á Ingjaldssandi, Önundarfirði, þar sem hann fer fram á stuðning við að urða húsarústir í Álfadal. Áætlar Bjarni kostnað allt að 150.000 kr.

Bæjarráð fagnar framtaki og hugsun jarðareigenda, en getur því miður ekki orðið við erindinu.

15. Kvótatilfærsla.

Lagðar fram beiðnir um flutning á aflakvóta frá eftirtöldum:

Dags: Flutt frá: Flutt til: Aflamagn:

30.07. Guðbjörgu ÍS-46 Surtseyjar VE-123 25 tn. ýsa

s.d. sami Ránar HF-42 25 tn. grálúða

s.d. sami Ýmis HF-343 25 tn. grálúða

31.07. Guðmundi Péturs ÍS-45 Sunnutinds SU-59 4,827 tn. grálúða

s.d. sami Skafta SK-3 35 tn. ýsa

s.d. sami Klakks SH-510 16,601 tn. karfi

01.08. sami Skafta SK-3 45 tn. ýsa

01.08. Sigurgeir Sigurðssyni ÍS-533 Skarfs GK-666 10 tn. þorskur

Bæjarráð samþykkir flutningana, enda liggur fyrir samþykki Sjómannafélags Ísfirðinga.

16. Allrahanda ehf. - almenningssamgöngur.

Lagt fram bréf frá Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, dags. 2. ágúst sl., og bréf frá Þóri Garðarssyni, f.h. Allrahanda ehf, dags. 1.08 sl., ásamt leiðaáætlun, sbr. 6. tölul. fundargerð 8. fundar bæjarráðs frá 29. júlí sl.

Bæjarráð samþykkir að skipa í þriggja manna nefnd, þá Kristján Þór Júlíusson, Jónas Ólafsson og Smára Haraldsson til að móta tillögur um almenningssamgöngur innan bæjarfélagsins.

17. Framkvæmdasýsla ríkisins - tilboð í snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Birni H. Skúlasyni f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 02.08 sl., með tilboðum í útboðsverkið "Snjóflóðavarnir á Flateyri". Lokað útboð að undangengnu forvali.

Tilboðsgjafi: Tilboðsupphæð: Hlutf. af kostnaðaráætlun:

Klæðning hf. 239.568.000 kr. 64,28 %

Ístak hf. 246.339.444 kr. 66,09 %

Suðurverk hf. 246.863.600 kr. 66,23 %

Rækt.samb. Flóa og Skeiða hf. 277.000.000 kr. 74,32 %

Háfell ehf. 286.300.000 kr. 76,81 %

Kostnaðaráætlun hönnuða 372.741.150 kr. 100,0%

Tilboð barst ekki frá J.V.J. ehf.

Framkvæmdasýsla ríkisins mælir með að tilboði lægstbjóðanda, Klæðningar hf., verði tekið í verkið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Klæðningar hf. í snjóflóðavarnir á Flateyri og felur Framkvæmdasýslu ríkisins í samráði við bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að ganga frá samningum þar um og sjá jafnframt til þess að framkvæmdir geti hafist hið fyrsta. Kristján Freyr Halldórsson, bæjarfulltrúi, lét bóka að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

18. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar - launagreiðslur fyrir nefndarstörf.

Lögð fram tillaga frá Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, um greiðslur fyrir störf í bæjarstjórn, bæjarráði og nefndum á vegum Ísafjarðarbæjar, laun fyrir störf í kjörstjórnum, ásamt greiðslum vegna ferða innanbæjar sem og utan bæjarmarka.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.49.

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

 

Kristján Freyr Halldórsson Smári Haraldsson

 

Kristinn Jón Jónsson, áheyrnarfulltrúi.