Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

8. fundur

Árið 1996, mánudaginn 29. júlí kl. 16:00, kom bæjarráð saman til fundar um fjárhagsmál í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundagerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a) Fræðslunefndar frá 23. júlí sl.

Fundargerðin er í þremum liðum.

b) Umhverfisnefndar frá 24. júlí sl.

Fundargerðin er í sautján töluliðum.

2. tölul. Bæjarráð fellst á að gangstéttin verði malbikuð að kantsteini enda verði gangstéttin skýrt afmörkuð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Vélsmiðjuna Þrist um framkvæmdina.

6. tölul. Samþykkt.

7. tölul. Samþykkt.

8. tölul. Samþykkt.

9. tölul. Samþykkt.

10. tölul. Samþykkt.

12. tölul. Samþykkt.

13. tölul. Samþykkt.

16. tölul. Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa eftir vélgæslumönnum til starfa í Funa.

2. Félagsmálaráðuneytið - samningur um móttöku flóttamanna.

Lagður fram samningur ásamt fylgiskjölum millum félagsmálaráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar vegna móttöku á flóttamönnum, dags. 24. júlí sl.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

3. Bæjarstjórinn á Ísafirði - uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði á Flateyri.

a. Lagður fram kaupsamningur millum dánarbús Gunnlaugs Kristjánssonar og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Tjarnargötu 3, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

b. Lagður fram kaupsamningur millum Guðmundar Finnbogasonar og Ásthildar Gunnlaugsdóttur og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Hjallavegi 8, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

c. Lagður fram kaupsamningur millum dánarbús Þorleifs Yngvasonar og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Hafnarstræti 41, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

d. Lagður fram kaupsamningur millum Guðjóns Guðmundssonar og Bjarnheiðar J. Ívarsdóttur og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Unnarstíg 1, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

e. Lagður fram kaupsamningur millum Húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Unnarstíg 3, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

 

 

4. Bæjarstjórinn á Ísafirði - uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal, Fitjarteigur 4.

Lagt fram bréf frá Skúla Pálssyni hrl., f.h. Sigurlaugar Ingimundardóttur og Ólafs Halldórssonar, dags. 24. júlí sl., varðandi kaup á fasteigninni Fitjateigur 4, Hnífsdal.

Bæjarráð ítrekar samþykkt sína frá síðasta fundi, sbr. a. lið 4. tölul. í fundargerð 7. fundar bæjarráðs frá 22. júlí sl.

5. Uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal - Smárateigur 2.

Lagt fram bréf Albert M. Högnasyni og Gunnhildi Gestsdóttur, dags. 23. júlí sl., varðandi kaup á fasteigninni Smárateigi 2, Hnífsdal.

Bæjarráð bendir á að tilboð um kaupsamning, sbr. a. lið 4. tölul. í fundargerð 7. fundar bæjarráðs frá 22. júlí sl., gildir ekki lengur en til og með 30. ágúst nk.

6. Allrahanda ehf - almenningssamgöngur.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Þóri Garðarssyni, f.h. Allrahanda ehf, dags. 20. júní sl., varðandi almenningssamgöngur milli Ísafjarðar og byggða vestan jarðgangna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

7. Framkvæmdanefnd Skúðs - málefni garðsins.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Framkvæmdanefnd Skúðs í Dýrafirði, dags. 23. júlí sl., með hugmyndum um rekstur og viðhald listigarðsins.

Bæjarráð fagnar endurbyggingu garðsins og felur Magneu Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa, að ræða við bréfrita.

8. Félag flugmálastarfsmanna ríkisins - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Þorbirni Daníelssyni, f.h. félags flugmálastarfsmanna ríkisins, dags. 17. júlí sl., þar sem boðin er auglýsing, styrktarlína, í afmælisblað félagsins.

Bæjarráð hafnar erindinu.

9. Hlöðver Kjartansson hdl. - Lánasjóður Vestur-Norðurlanda gegn Suðureyrarhreppi.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Hlöðver Kjartanssyni hdl, dags. 18. júlí sl., vegna máls fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nr. E694/1996: Lánasjóður Vestur-Norðurlanda gegn Suðureyrarhreppi. Í bréfinu óskar Hlöðver að fá áframhaldandi umboð til að fara með málið f.h. sveitarfélagsins.

Bæjarráð staðfestir málflutningsumboð Hlöðvers Kjartanssonar hdl.

10. Félagsmálaráðuneytið - álagning B-gatnagerðargjalds á Alþýðuhús Ísfirðinga.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 17. júlí sl., varðandi kæru vegna álagningar B-gatnagerðargjalds á Alþýðuhús Ísfirðinga, sbr. 4. tölul. í fundargerð 2070. fundar bæjarráðs Ísafjarðarkaupstaðar frá 26. feb. sl. Í bréfi ráðuneytisins telur ráðuneytið að bæjarráð Ísafjarðarbæjar beri að taka til ákvörðunar á ný álagningu B-gatnagerðargjalds á Alþýðuhús Ísfirðinga.

Bæjarráð felur tæknideild að endurreikna álagningu B-gatnagerðargjaldsins á Alþýðuhús Ísfirðinga. Sigurður R. Ólafsson, bæjarfulltrúi, vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna tengsla.

 

11. Samband ísl. sveitarfélaga - kjarasamningur við Stéttarfélag sálfræðinga og minnisatriði vegna flutnings alls grunnskólakostnaðar.

a. Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Lúðvík Hjalta Jónssyni, viðsk.fr. Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 16. júlí sl., varðandi umboð til kjarasamningsgerðar við Stéttarfélag sálfræðinga.

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðið umboð.

b. Lagt fram bréf frá Sigurjóni Péturssyni, Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 18. júlí sl., með minnisatriðum vegna launagreiðslna til kennara og greiðslur frá ríki til sveitarfélaga vegna flutnings grunnskólakostnaðar milli sömu aðila.

Bæjarráð vísar bréfinu til fræðslunefndar til upplýsinga.

12. Félag íslenskra organleikara - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Kjartani Sigurjónssyni, f.h. félags íslenskra organleikara, dags. 16. júlí sl., með beiðni um styrkveitingu vegna norræns kirkjutónlistarmóts í Gautaborg dagana 26.- 29. sept. nk.

Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

13. Bólstrun Vestfjarða - beiðni um hlutafjárframlag.

Lagt fram bréf frá ásamt fylgiskjölum Hilmari Hilmarssyni, f.h. Bólstrun Vestfjarða, dags. 19. júlí sl., þar sem boðin eru til kaups hlutabréf í fyrirtækinu.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara.

14. Verkfræðistofa Gunnars Torfasonar ehf - uppkaupsverð Ólafstúns 2, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Gunnari Torfasyni og Gísla Gunnlaugssyni, dags. 25. júlí sl., með upplýsingum um uppkaupsverð á fasteigninni Ólafstúni 2, Flateyri, sbr. g. lið 3. tölul. í fundargerð 7. fundar bæjarráðs frá 22. júlí sl.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn á Ólafstúni 2, Flateyri.

15. Kvótatilfærsla.

Lagðar fram beiðnir um flutning á aflakvóta frá eftirtöldum:

Frá Sigurgeiri Sigurðssyni ÍS-533 til Hafborgar KE-12, 4 tonn þorskur.

Frá Sigurgeiri Sigurðssyni ÍS-533 til Smáeyjar VE-144, 26,0 tonn þorskur.

Frá Guðbjörgu ÍS-46 til Gaua Gamla VE-6, 10,0 tonn ufsi.

Frá Guðmundi Péturs ÍS-45 til Óskars Halldórssonar RE-157, 100,0 tonn rækja.

Frá Guðbjörgu ÍS-46 til Sunnutinds SU-59, 25,0 tonn grálúða.

Frá Guðbjörgu ÍS-46 til Hraunsvíkur GK-68, 100,0 tonn ufsi.

Frá Guðbjörgu ÍS-46 til Snæfugls SU-20, 50,0 tonn grálúða.

Frá Guðbjörgu ÍS-46 til Gæfu VE-11, 15,0 tonn ýsa.

Frá Guðmundi Péturs ÍS-45 til Garðars II SF-164, 5,644 tonn þorskur.

Frá Páli Pálssyni ÍS-102 til Kvótabanka LÍU, 200,0 tonn þorskur.

Frá Guðbjörgu ÍS-46 til Stakkavíkur GK-61, 15,0 tonn ufsi.

Frá Guðmundi Péturs ÍS-45 til Klakks SH-510, 41,828 tonn ýsa og 4,122 tonn ufsi.

Bæjarráð samþykkir flutningana enda liggur fyrir samþykki Sjómannafélags Ísfirðinga.

16. Fjármálastjóri - tilboð í tölvubúnað fyrir Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dags. 26. júlí sl., með tilboðum í útboðsverkið "Lagnakerfi og einmenningstölvur fyrir Ísafjarðarbæ":

Tilboðsgjafi Tilboðsupphæð Hlutfall af kostnaðaráætlun

B.J. Tómassonar hf 2.156.770 kr. 93,8%

Snerpa ehf 2.248.015 kr. 97,8%

Pólinn hf 2.252.345 kr. 97,9%

Kostnaðaráætlun 2.300.000 kr. 100%

Í bréfinu leggur Þórir til að lægsta tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

17. Fjárhagsáætlanir.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, dreifði fjárhagsáætlunun 1996 Ísafjarðarkaupstaðar, Flateyrar-, Suðureyrar-, Þingeyrar- og Mosvallahrepps. HH

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.10.

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

 

Þorsteinn Jóhannesson Magnea Guðmundsdóttir

 

 

Smári Haraldsson Kristján Freyr Halldórsson

 

 

Kristinn Jón Jónsson, áheyrnarfulltrúi

 

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.