Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

7. fundur

Árið 1996, mánudaginn 22. júlí kl. 16:00, kom bæjarráð saman til fundar um fjárhagsmál í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundagerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a) Félagsmálanefndar frá 16. júlí sl.

Fundargerðin er í fjórum töluliðum.

b) Umhverfisnefndar frá 17. júlí sl.

Fundargerðin er í sjö töluliðum.

3. tölul. Bæjarráð samþykkir að veita 500.000 kr. í verkefnið sem takist af lið 11-21-439-1.

4. tölul. Bæjarráð samþykkir framlagt gróðurkort Skógræktarfélags Íslands af Seljalandshlíð á Ísafirði. Bæjarráð vísar fjórða ml., framkvæmdum við rafmagnsgirðingu frá gangnamunna í Tungudal og upp á Búrfell, til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.

5. tölul. Bæjarráð frestar afgreiðslu liðarins og biður um umsögn umhverfisnefndar hvort breytingar á umræddum gatnamótum samræmist deiliskipulagi.

2. Umhverfisráðuneytið - snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá umhverfisráðuneytinu, dags. 16. júlí sl., þar sem ráðuneytið samþykkir fyrir sitt leyti verkútboð að gerð snjóflóðavarnarvirkja við Flateyri, sbr. bréf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar dags. 12. júlí sl..

3. Bæjarstjórinn á Ísafirði - uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði á Flateyri.

a. Lagður fram kaupsamningur millum dánarbús Lindu B. Magnúsdóttur og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Hafnarstræti 45, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

b. Lagður fram kaupsamningur millum dánarbús Haraldar Eggertssonar og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Hjallavegi 10, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

c. Lagður fram kaupsamningur millum Jónu Guðmundsdóttur og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Tjarnargötu 5, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

d. Lagður fram kaupsamningur millum Eiríks Guðmundssonar og Rögnu Óladóttur og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Unnarstíg 2, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

e. Lagður fram kaupsamningur millum Mörtu Ingvarsdóttur og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Hafnarstræti 43, efri hæð, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

f. Lagður fram kaupsamningur millum Guðrúnar Kristjánsdóttur og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Hjallavegi 12, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

g. Lagður fram kaupsamningur millum Steinars Guðmundssonar og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Ólafstúni 2, Flateyri.

Bæjarráð frestar afgreiðslu liðarins til næsta fundar.

h. Lagður fram kaupsamningur millum Ragnheiði Erlu Hauksdóttur og Ísafjarðarbæjar um kaup á fasteigninni Hjallavegi 6, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

4. Bæjarstjórinn á Ísafirði - uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal.

a. Bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, upplýsti um stöðu uppkaupa húseigna á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal.

Bæjarráð samþykkir af gefa eigendum, sem enn hafa ekki undirritað kaupsamninga, frest til 30. ágúst 1996 til að ganga til samninga um uppkaup. Greitt verði fyrir húsin á staðgreiðslumarkaðsvirði eignanna, samkvæmt mati Björns Jóhannessonar hdl. og Tryggva Guðmundssonar hdl.

b. Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 16. júlí sl., þar sem ráðuneytið gerir engar athugasemdir við niðurstöðu matsgerðar fyrir Heimabæ II, dags. 25. júní sl.

c. Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Andra Árnasyni, hrl., dags. 15. júlí sl., með umsögn um verðmat á Heimabæ II, Hnífsdal, sbr. 7. tölul. í fundargerð 4. fundar bæjarráðs frá 1. júlí sl. Í niðurlagi bréfsins er bent á tvær leiðir varðandi uppkaup eignarinnar. Annars vegar að fallist verði á fyrirliggjandi matsgerðir eða að krefjast eignarnáms á eigninni og láta meta verðmæti hins eignarnumda á grundvelli laga.

5. Umhverfisnefnd - tillaga um nýtingu varma frá Funa.

Lagt fram bréf frá Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, dags. 15. júlí sl., með tillögu frá umhverfisnefnd, sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 11. júlí sl., þar sem lagt var til að hafnar verði viðræður við Orkubú Vestfjarða um nýtingu varma frá Funa.

Bæjarráð skipar bæjarfulltrúana Sigurð R. Ólafsson, Smári Haraldsson og Jónas Ólafsson í nefnd til að semja við Orkubú Vestfjarða um nýtingu varma frá Funa.

6. Andri Árnason hrl. - Sindragata 6, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Andra Árnasyni, hrl., dags. 16. júlí sl., með umsögn um eignarhluta 01-05 við Sindragötu 6, Ísafirði, sbr. 7. tölul. í fundargerð 4. fundar bæjarráðs frá 1. júlí sl. Í niðurlagi bréfsins kemur fram að Árni telur "að Sesselju G. Þórðardóttur sé rétt að beina kröfum sínum gegn seljanda fasteignarinnar, og jafnvel Tækniþjónustu Vestfjarða hf."

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda Sesselju framlagt álit bæjarlögmanns.

7. Samband ísl. sveitarfélaga - starfsleikninám og upplýsingar um lífeyrisskuldbindingar.

a. Lagt fram svarbréf frá Garðari Jónssyni, deildarstjóra Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 10. júlí sl., með svörum við fyrirspurn um starfsleikninám Ísafirði, sbr. 1. tölul. b. 2. ml. í fundargerð 3. fundar bæjarráðs frá 24. júní sl. Í bréfi Garðars kemur fram að ekki er gert ráð fyrir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veiti sérstök jöfnunarframlög vegna starfsleiknináms. Ef sveitarfélög verða við ósk kennara um starfsleikninám hefur verið gert ráð fyrir að þau geti staðið straum af þeim kostnaði með þeim tekjustofnum sem þau fá í tengslum við flutninginn þ.e. útsvari og almennum jöfnunarframlögum.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.

b. Lagt fram bréf frá Sigurjóni Péturssyni, Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 11. júlí sl., með upplýsingum um lífeyrisskuldbindingar vegna kennara og annarra starfsmanna, sem flytjast til sveitarfélaga við flutning grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga.

8. Kvótatilfærsla.

Lagðar fram beiðnir um flutning á aflakvóta frá eftirtöldum:

Frá Guðmundi Péturs ÍS-45 til Svans RE-45, 298,758 tonn rækja.

Frá Jöfri ÍS-172 til Sigurborgar HU-100, 150,0 tonn rækja.

Frá Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 til Brettings NS-50, 40,0 tonn rækja.

Bæjarráð samþykkir flutninginn enda liggur fyrir samþykkt Sjómannafélags Ísfirðinga.

9. Byggðarmerki - almennar reglur.

Lagðar fram almennar reglur um byggðarmerki nr. 74/1992.

Bæjarráð samþykkir að nota byggðamerki Ísafjarðarkaupstaðar, Flateyrarhrepps Suðureyrarhrepps og Vestur-Ísafjarðarsýslu á bréfsefni Ísafjarðarbæjar.

10. Bæjarstjórinn á Ísafirði - tillögur að erindisbréfi nefnda og skipuriti Ísafjarðarbæjar; síðari umræða.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir breytingum á framlögðum tillögum að erindisbréfum nefnda og skipuriti Ísafjarðarbæjar, sem lagt var fram undir 2. tölul. í fundargerð 6. fundar bæjarráðs frá 15. júlí sl.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að erindisbréfi nefnda og skipuriti Ísafjarðarbæjar. Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi, lét bóka að hann leggi áherslu á að íbúar eigi sem greiðastan aðgang að upplýsingum sveitarfélagsins.

11. Fyrirspurnir bæjarfulltrúa.

Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi, spurði um húsnæðismál Hlíðarskjóls m.t.t. þeirrar umræðu sem verið hefur um hugsanlega nýtingu Bræðratungu fyrir leikskóla.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, greindi frá að ekki verður af nýtingu Bræðratungu fyrir leikskóla, en áfram er unnið að lausn húsnæðismála leikskóla Hlíðarskjóls..

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.54.

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

 

Þorsteinn Jóhannesson Magnea Guðmundsdóttir

 

 

Smári Haraldsson Hilmar Magnússon

 

 

Kristinn Jón Jónsson, áheyrnarfulltrúi

 

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.