Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

6. fundur

Árið 1996, mánudaginn 15. júlí kl. 16:00, kom bæjarráð saman til fundar um fjárhagsmál í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundagerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a) Fræðslunefndar frá 9. júlí sl.

Fundargerðin er í sjö töluliðum.

b) Félagsmálanefndar frá 9. júlí sl.

Fundargerðin er í tveimur töluliðum.

1. tölul. Bæjarráð staðfestir úthlutunarreglur um framkvæmd félagsþjónustu Ísafjarðarbæjar.

2. tölul. Bæjarráð samþykkir samninginn.

c) Umhverfisnefndar frá 10. júlí sl.

Fundargerðin er í fjórum töluliðum.

1. tölul. Bæjarráð óskar eftir rökstuðningi umhverfisnefndar fyrir afgreiðslu málsins.

2. Bæjarstjórinn á Ísafirði - tillögur að erindisbréfi nefnda og skipuriti Ísafjarðarbæjar.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, lagði fram tillögur að erindisbréfi nefnda og skipuriti Ísafjarðarbæjar unnar af fyrirtækinu Rekstur og Ráðgjöf ehf.

Bæjarráð vísar tillögunum til næsta fundar til afgreiðslu.

3. Bæjarstjórinn á Ísafirði - ábyrgðarbeiðni Bólstrun Vestfjarða.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum frá Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, dags. 10. júlí sl., með umsögn um veitingu bæjarábyrgðar á lántöku fyrirtækisins Bólstrun Vestfjarða, sbr. 2. tölul. fundargerðar 4. fundar bæjarráðs frá 1. júlí sl.

Bæjarráð getur því miður ekki veitt umbeðna ábyrgð.

4. Haraldur Erlendsson - félagsheimili unglinga á Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Haraldi Erlendssyni, ódags., varðandi starfsemi félagsheimilis unglinga á Þingeyri. Í bréfinu sækir Haraldur um styk til að greiða hita og rafmagns-reikninga félagsheimilisins og til viðhaldsverkefna.

Bæjarráð samþykkir 50.000 kr. styrk til viðhaldsverkefna sem takist af liðnum 05-89-972-1 en vísar erindinu að öðru leyti til fræðslunefndar.

5. Tónlistarskóli Ísafjarðar -bókun skólanefndar um húsnæðismál skólans.

Lagt fram bréf frá Sigríði Ragnarsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar, dags. 9. júlí sl., með bókun skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem hvatt er til þess að ljúka samningum um húsnæðismál skólans.

Bæjarráð býður eftir erindi frá Tónlistarfélaginu um viðræður.

6. Gestur Kristinsson - reikningur og gjaldskrá vegna garðsláttar. Lagt fram bréf frá Gesti Kristinssyni, dags. 8. júlí sl., varðandi reikning og

gjaldskrá Ísafjarðarbæjar vegna garðsláttar.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir útselda þjónustu Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar:

Sláttur á garði 3.000 kr. hvert skipti.

Umhirða og sláttur 5.000 kr. hvert skipti.

Umhirða á garði 4.000 kr. hvert skipti.

Elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur 35% afsláttur frá gjaldskrá. Gjaldskrá þessi gildir frá 20. júlí 1996 en fram til þess tíma gildir fyrri gjaldskrá hvers sveitarfélags.

7. Hlaðbær Colas hf - malbikunarframkvæmdir á Suðureyri.

Lagt fram samkomulag millum Ísafjarðarbæjar og Hlaðbæjar Colas hf um riftun samnings millum Hlaðbæjar Colas hf og fyrrum Suðureyrarhrepps um malbikunar-framkvæmdir á Suðureyri.

8. Ljónið hf - gatna- og byggingarleyfisgjöld viðbyggingar við Skeiði 1.

Lagt fram bréf frá Heiðari Sigurðssyni, f.h. Ljónsins hf, dags. 10. júlí sl., þar sem óskað er lækkunar á álögðum gatna- og byggingarleyfisgjöldum á viðbyggingu við Skeiði 1 þar sem ekki er um fullkomna byggingu að ræða heldur eins konar skýli.

Ennfremur lagt fram bréf ásamt fylgigögnum frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, dags. 11. júlí sl., með umsögn um erindi Ljónsins hf. Í bréfi byggingarfulltrúa kemur fram að álagningin sé í samræmi við samþykkta gjaldskrá en bæjarstjórn hafi heimild til "að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af iðnaðar- og atvinnuhúsnæði, enda liggja til þess fullgild rök hverju sinni." Byggingarfulltrúi leggur til að hluta innheimtu gjaldsins verði frestað þar til að viðbyggingin verði fullbyggð.

Bæjarráð samþykkir að leggja gatnagerðargjald á 1. áfanga byggingarinnar sem nemur 50% af fullri álagningu.

9. Safnavörður - veitingarrekstur í Tjöruhúsi.

Lagt fram bréf frá Jóni Sigurpálssyni, safnaverði, dags. 15. júlí, ásamt drögum að samningi við Hótel Ísafjörð hf um veitingarrekstur í Tjöruhúsi, Neðstakaupstað á Ísafirði á tímabilinu 15. júlí til 31. ágúst 1996.

Bæjarráð fellst á samningsdrögin.

10. Fyrirspurnir bæjarfulltrúa.

a. Kristinn Jón Jónsson, bæjarfulltrúi, spurði um hreinsun á snjóflóðasvæðinu á Flateyri.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, greindi frá stöðu uppkaupa húsa og húsagrunna auk almennra hreinsunarstarfa á svæðinu. Í máli hans kom fram að ekki er hægt að hefjast handa við lokaátak hreinsunarinnar fyrr en eigendur hafi undirritað samninga um kaup á húsagrunnum og skemmdum húsum.

b. Kristinn Jón Jónsson, bæjarfulltrúi, spurði um fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna annarra en Ísafjarðarkaupstaðar.

Í svari bæjarstjóra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, kom fram að bæjarskrifstofunar hafi ekki fjárhagsáætlanir allra sveitarfélaganna en fyrirliggjandi áætlunum verður komið til bæjarfulltrúa.

c. Jónas Ólafsson, bæjarfulltrúi, spurði um framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameiningar sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum.

Í svari bæjarstjóra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, kom fram að ársreikningar sveitarfélaganna 1995 hafi verið sendir til Jöfnunarsjóðsins og viðræður við sjóðinn séu í gangi.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.04.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

Þorsteinn Jóhannesson, varaform. bæjarráðs

 

Karitas Pálsdóttir Jónas Ólafsson

 

 

Smári Haraldsson Hilmar Magnússon

 

 

Kristinn Jón Jónsson, áheyrnarfulltrúi

 

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.