Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

5. fundur

Árið 1996, mánudaginn 8. júlí kl. 16:00, kom bæjarráð saman til fundar um fjárhagsmál í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Þetta var gert:

1. Fundagerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a). Fræðslunefndar frá 2. júlí sl.

Fundargerðin er í þremur töluliðum.

2.b. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Katrín Þorsteinsdóttir leikskólakennari verði ráðinn leikskólastjóri á Skólaskjóli.

3 a. Bæjarráð samþykkir að skipa 3ja manna vinnuhóp sem skila skal tillögum til bæjarráðs fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta skólaár. Þar til nýjar reglur verða staðfestar samþykkir bæjarráð að í gildi skuli vera þær reglur sem tíðkuðust í sveitarfélögunum fyrir sameininguna þann 1. júní.

b). Félagsmálanefndar frá 2. júlí sl.

Fundargerðin er í fimm töluliðum

c). Umhverfisnefndar frá 3. júlí sl.

Fundargerðin er í fimm töluliðum.

2. Aðalfundur Togarafélags Ísafjarðar hf.

Tilkynnt er um aðalfund Togaraútgerðar Ísafjarðar hf. sem haldinn verður miðvikudaginn 17. júlí n.k. kl. 14.00 á Hótel Ísafirði.

Meirihluti bæjarráðs leggur til að bæjarstjóri fari með umboð bæjarsjóðs á fundinum.

3. Frá félagsmálanefnd - skýrsla um samstarfsverkefni.

Lögð var fram skýrsla sem Hulda Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi lagði fram á fundi félagsmálanefndar og nefndin vísaði til bæjarráðs og fræðslunefndar.

4. Frá byggingafulltrúa :

a) vegna íþróttahúss á Þingeyri

Lögð var fram greinargerð um ólokin verk við bygginguna. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að til þess að ljúka gerð íþróttahússins þurfi u.þ.b. 20 mkr. Nú þegar hafa verið gerðir samningar upp á 9.4 mkr. Fjárhagsáætlun Þingeyrarhrepps gerði ráð fyrir að þessu verki yrði lokið á þessu ári.

Bæjarráð felur Tæknideild að halda verkum áfram og óskar eftir því að bygginganefndin sem áður var haldi áfram störfum.

b) álagning VS skatts á Alþýðuhúsið.

Að beiðni félagsmálaráðuneytisins tók byggingafulltrúi saman upplýsingar um álagningu VS skatts á Ísafirði.Í bréfi byggingafulltrúa kemur fram að ekki hefur verið lagður VS skattur á Alþýðuhús Ísfirðinga.

5. Frá forstöðumanni tæknideildar:

a)vegna samnings um viðgerð á FUNA

Lagt var fram bréf frá forstöðumanni tæknideildar, fundargerð frá opnun tilboða þann 19/6 1996 ásamt bréfi frá Ágústi og Flosa ehf. Einnig var lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða til Ágústs og Flosa vegna tilboðs þess fyrirtækis í verkið.

Í bréfi Ármanns Jóhannessonar kemur fram að þau tvö fyrirtæki sem buðu í viðgerð á skemmdum í FUNA gerðu bæði athugasemdir, fyrir opnun tilboða, vegna greiðslufrests reikninga.

Bæjarráð fellst á athugasemdir tilboðsgjafa og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda á þeim grunni.

b)vegna efnissölu úr áhaldahúsi.

Lögð var fram tillaga að verðlagningu á efnissölu áhaldahúss á ámokuðu efni pr. m3:

Grús, beint úr námu kr. 380.-

Hörpuð grús kr. 730.-

Drenmöl kr. 1.100.-

Mold kr. 730.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.

6. Kvótatilfærsla.

Lögð var fram beiðni um flutning á aflakvóta frá:

- Skutli ÍS-180 til Óskars Halldórssonar RE - 157. 50 tn rækja.

Bæjarráð leggur til að flutningurinn verði samþykktur enda liggur fyrir samþykkt Sjómannafélags Ísfirðinga.

7. Forkaupsréttur.

Lagt var fram bréf frá Kjartani Ólafssyni þar sem óskað er eftir því að bæjarráð hafni forkaupsrétti að Stekkjargötu 25. Kaupsamningur liggur fyrir við Bakka hf Hnífsdal að fjárhæð 900.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsréttar verði ekki neytt.

8. Frá Orkubúi Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Kristjáni Haraldssyni orkubússtjóra sbr.14. llið frá 4. fundi bæjarráðs. Í bréfi orkubússtjóra kemur fram að "einn af hornsteinum Orkubús Vestfjarða er og hefur ávallt verið að selja orku til sömu nota í hvaða formi sem er við hliðstæðu verði á öllu veitusvæði fyrirtækinsins.

Meðfylgjandi er samanburðartafla sem sýnir hvernig þessu var háttað á árinu 1995.

Bæjarráð samþykkir að senda Lilju Rafney Magnúsdóttur svar orkubússtjóra.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.15.

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

 

Smári Haraldsson   Hilmar Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.