Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

3. fundur

Árið 1996, mánudaginn 24. júní kl. 18:00, kom bæjarráð saman til fundar um fjárhagsmál í fundarsal bæjarstjórnar.

Þetta var gert:

1. Fundagerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. 1. fundur félagsmálanefndar frá 18. júní sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera starfslokasamning við Sigríði Pálsdóttur, sbr. 6. tölul. A-liðar fundargerðarinnar.

b. 1. fundur fræðslunefndar frá 19. júní sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa stöðu skóla- og menningarfulltrúa samkv. fyrirliggjandi starfslýsingu, sbr. 3. tölul. fundargerðarinnar um grunnskólamál.

Bæjarráð frestar afgreiðslu 4. tölul. fundargerðarinnar um grunnskólamál þar til nánari reglur liggja fyrir. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi, lét bóka að hún teldi að mjög æskilegt er að af þessu námi gæti orðið og að hún telji að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga beri að greiða kostnað af þessu námi.

Bæjarráð frestar afgreiðslu 1. tölul. fundargerðarinnar um leikskólamál m.a. með vísan til starfslýsingar skóla- og menningarfulltrúa og stofnsamnings um Skólaskrifstofu Vestfjarða.

2. Brunabótafélag Íslands - reglur um styrktarsjóð BÍ.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Inga R. Helgasyni, forstj., dags. 2. júní sl., varðandi reglur um úthlutun styrkja úr styrktarsjóði Brunabótafélags Íslands til tiltekinna rannsóknarverkefna í þágu sveitarfélaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa umsókn um styrk úr styrktarsjóði Brunabótafélags Íslands.

3. Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins - atvinnuástand í maí 1996.

Lagt fram yfirlit, dags. 13. júní sl., um atvinnuástandið í maí sl.

4. Kvótatilfærsla.

Lögð fram beiðni um flutning á aflakvóta frá eftirtöldum:

Frá Orra ÍS-20 til Guðnýjar ÍS-266, 8,0 tonn þorskur og 24,0 tonn skarkoli.

Bæjarráð leggur til að flutningurinn verði samþykktur enda liggur fyrir samþykkt Sjómannafélags Ísfirðinga.

5. Hollustuvernd ríkisins - vatnssýni.

Lagðar fram niðurstöður frá Hollustuvernd ríkisins um ástand neysluvatns.

6. Tæknideild - tilboð í verk vegna endurbyggingar Funa.

Lagt fram bréf frá Ármanni Jóhannessyni, forst.m. tæknideildar, dags. 21. júní sl., með tilboðum í útboðsverkið "Endurbygging húss sorpbrennslunnar Funa":

Tilboðsgjafi Tilboðsupphæð Hlutfall af kostnaðaráætlun

Ágúst og Flosi ehf. 15.294.900 kr. 84%

Naglinn ehf 17.308.948 kr. 95%

Kostnaðaráætlun 18.190.785 kr. 100%

Í bréfinu leggur Ármann til að lægsta tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

7. "Samhugur í Verki "- gjöf Færeyinga vegna byggingar leikskóla á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Ægi E. Hafberg, sparisj.stj. sparisjóðs Önundarfjarðar, dags 20. júní sl., þar sem tilkynnt er að fjárframlag Færeyinga 27,1 millj. kr. hafi borist til sparisjóðsins. Í bréfinu kemur fram að samkvæmt ákvörðun stjórnar "Samhugar" skuli halda þessum peningum sér frá öðrum fjárreiðum sveitarfélagsins, sbr. ákvörðun hreppsnefndar Flateyrarhrepps um skipan nefndar sem sjá á um ráðstöfun fjárins eftir framvindu byggingu leikskóla.

8. Tæknideild - tilboð í raflagnir í íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, tæknideild, dags. 21. júní sl., með tilboðum í útboðsverkið "Raflagnir í íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri":

Tilboðsgjafi Tilboðsupphæð Hlutfall af kostnaðaráætlun

Póllinn hf 3.717.745 kr.

Tengi sf 3.292.364 kr.

Kostnaðaráætlun Lá ekki fyrir

Í bréfinu leggur Sigurður til að lægsta tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

9. Yfirkjörstjórn - tilnefning.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, lagði til að Óðinn Baldursson, A-lista, verði tímabundið tilnefndur í stað Björns Jóhannessonar í yfirkjörstjórn vegna forsetakosninga 29. júní nk.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi, lét bóka hjásetu sína.

10. Bæjarstjórinn á Ísafirði - sala greiðslumarks í sauðfé.

Lagt fram tilboð í greiðslumark í 64,1 ærgildi greiðslumarks í sauðfé af jörðinni Neðri-Tungu. Eitt tilboð barst innan tilskilins frests.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga til tilboðsgjafa.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.22.

_____________________

Þórir Sveinsson, ritari.

_______________________________

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

 

________________________ ________________________

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

________________________ ________________________

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

___________________________

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.