Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

2. fundur

Árið 1996, þriðjudaginn 18. júní kl. 18:00, kom bæjarráð saman til fundar um fjárhagsmál í fundarsal bæjarstjórnar.

Þetta var gert:

1. Forstöðumaður tæknideildar - vatnsveituframkvæmdir 1996.

Lagt fram bréf frá Ármanni Jóhannessyni, forst.m. tæknideildar, dags. 13. júní sl., varðandi framkvæmdir við vatnsveitu á árinu 1996 og framlög samkvæmt fjárhagsáætlun. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdakostnaður er áætlaður 37,1 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 30 millj. kr. Farið er fram á viðbótarfjárveitingu sem nemur mismuninum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að mæta útgjöldunum með niðurskurði á lið 10-22-501-6.

2. Kolbrún Sverrisdóttir - álagning B-gatnagerðargjalds og ágang sjávar við lóð.

Lagt fram bréf frá Kolbrúnu Sverrisdóttur, eigandi fasteignarinnar við Hnífsdalsveg 8, dags. 2. júní sl., þar sem hún ræðir ívilnun varðandi álagningu B-gatnagerðargjalds á fasteign hennar og skaðabótaskyldu bæjarsjóðs vegna tjóns af völdum sjávargangs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samkomulags við bréfritara.

3. Jón H. Oddsson - umsókn um eyðingu refa og minka.

Lagt fram bréf frá Jóni H. Oddssyni, dags. 6. júní sl., þar sem hann sækir um eyðingu refa og minka í landi fyrrum Ísafjarðarkaupstaðar þ.e. bæjarlandi Ísafjarðar og fyrrum Eyrahrepps.

Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar.

4. Félagsmálanefnd Alþingis - umsögn um frumvörp.

Lögð fram bréf ásamt fylgigögnum frá Kristínu Ástgeirsdóttur, f.h. félagsmálanefndar Alþingis, dags. 4. júní sl., þar sem hún óskar umsagnar um eftirfarandi frumvörp til laga:

a. um atvinnuúrræði fyrir atvinnulaust fólk, 411. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

b. um sveitarstjórnarlög, 448 mál.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

5. Samband ísl. sveitarfélaga - erindi.

Lögð fram bréf ásamt fylgigögnum frá Þórði Skúlasyni, framkv.stj., með eftirfarandi erindum:

a. bréf dags. 3. júní sl., ásamt afriti bréfs umboðsmanns Alþingis, dags. 26. apríl sl.., varðandi almennar reglur um sumarnámskeið fyrir börn á vegum sveitarfélaga svo og um hlutverk og starfsemi vinnuskóla sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og félagsmálanefndar með ósk um umsögn.

b. bréf dags. 4. júní sl., ásamt afriti bréfs frá Bandalagi ísl. leikfélaga, dags. 14. apríl sl.., varðandi stuðning við leiklistarstarfsemi heima í héraði.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

6. Kvikmyndaverstöðin efh - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Kvikmyndaverstöðinni ehf, dags. 2. júní sl., með ósk um fjárframlag til að ljúka gerð heimildarmyndar um árabátaöldina.

Bæjarráð hafnar erindinu.

7. Undirbúningsnefnd Grunnskólans - nemendaheimsókn frá Nanortalik.

Lagt fram bréf frá Sigrúnu Guðmundsdóttur, f.h. undirbúningsnefndar, dags.31. maí sl., þar sem óskað er eftir fjárframlagi vegna heimsóknar nemenda frá Nanortalik.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

8. Roskilde - menningarhátíð.

Lagt fram bréf frá Anna Skov Hansen og Boel Jörgensen, Roskilde kommune, ódags. þar sem fulltrúum menningarnefndar er boðið til Roskilde að sitja sérstaka menningarhátíð dagana 20.-24. ágúst nk.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

9. Joensuu - heimsókn til Ísafjarðar.

Lagt fram bréf frá Ritva Harjula, f.h. hóps starfsmanna við heilsugæslu, þar sem skýrt er frá væntanlegri komu hópsins til Ísafjarðar í byrjun ágúst nk..

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

10. Eyjólfur Bjarnason - samkeppni um gatnahönnun á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Eyjólfi Bjarnasyni, dags. 23. maí sl., þar sem hann sem ritari nefndar um samkeppni um hönnun miðbæjar Ísafjarðar skilar af sér gögnum nefndarinnar. Í bréfi Eyjólfs kemur fram að hann telji að samkeppnin hafi heppnast í alla staði vel. Skipulagsyfirvöld og aðilar sem málið viðkemur séu mun betur inní verkefninu og að þetta samkeppnisform leiði til agaðra vinnubragða í skipulagsmálum.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

11. Bæjarstjórinn á Ísafirði - uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal.

Lagður fram kaupsamningur ásamt yfirlýsingu millum Gunnars Kristinssonar og Ísafjarðarkaupstaðar um kaup á fasteigninni Fitjateigi 1, Hnífsdal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.

Lagt fram bréf frá Jóhannesi Karli Sveinssonar hdl., f.h. Kristjáns Sveinssonar, dags. 3. júní sl., þar sem bæjarsjóði er boðin til kaups lóðin Smárateigur 8, Hnífsdal.

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar og óskar frekari upplýsinga frá tæknideild og fjármálastjóra.

12. Veðurstofa Íslands - snjóflóðavarnir á Ísafirði.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Magnúsi Jónssyni, veðurstofustjóra, dags. 3. júní sl., varðandi snjóflóðahættusvæði og skipulag byggðar.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um erindi bréfs Veðurstofu.

Lagt fram bréf frá Kristjáni Jónassyni, verkefnisstjóra snjóflóðahættumats á Veðurstofu Íslands, ódags., þar sem hann býðst til að halda fundi með heimamönnum um snjóflóðahættumat.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

13. Kvótatilfærsla.

Lagðar fram beiðnir um flutning á aflakvóta frá eftirtöldum:

Frá Skutli ÍS-180 til Arnars HU-1, 20,145 tonn þorskur.

Frá Stefni ÍS-28 til Sunnutinds SU-59, 45,0 tonn grálúða.

Frá Jónínu ÍS-930 til Bjarma BA-326, 25,0 tonn skarkoli.

Frá Stefni ÍS-28 til Eyvinds Vopna NK-70, 35,0 tonn grálúða.

Frá Öldu ÍS-191 til Sólrúnar EA-351, 6,279 tonn þorskur.

Frá Orra ÍS-20 til Eyvinds Vopna NK-70, 20,0 tonn grálúða.

Bæjarráð leggur til að flutningurinn verði samþykktur enda liggur fyrir samþykkt viðkomandi sjómanna- og verkalýðsfélaga.

14. Drög að stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar - erindi vísað til bæjarráðs.

Ræddar tillögur að stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar, sbr. 4. tölul. fundargerðar 1. fundar bæjarráðs frá 10. júní sl. og 1. tölul. fundargerðar 1. fundar bæjarrstjórnar frá 13. júní sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja samninga og endurráða fyrrum starfsmenn samkvæmt fyrirliggjandi tillögum í skýrslu fyrirtækisins Rekstur & ráðgjöf ehf.

15. Launafulltrúi - laun unglinga í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.

Lagðir fram minnispunktar frá Báru Einarsdóttur, launafulltrúa, ódags., varðandi kauptaxta unglinga í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar á Ísafirði, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri.

Bæjarráð samþykkir að greiða unglingum í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 80% af taxta unglinga skv. kaupgjaldsskrá Alþýðusambands Vestfjarða.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.25.

_____________________

Þórir Sveinsson, ritari.

_______________________________

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

 

________________________ ________________________

Þorsteinn Jóhannesson         Jónas Ólafsson

________________________ ________________________

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir   Hilmar Magnússon

___________________________

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.