Barnaverndarnefnd

61. fundur

Árið 2005, fimmtudaginn 3. nóvember hélt barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum fund í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu.
Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Björn Jóhannesson, Védís Geirsdóttir og Kristrún Hermannsdóttir. Helga Sigurjónsdóttir boðaði forföll sem og varamaður.. Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Erna Stefánsdóttir og Anna V. Einarsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Fundarritari: Anna V. Einarsdóttir.

1. Handbók barnaverndarmála. 2004-02-0033.

Lögð fram drög að handbók barnaverndarmála sem Ingibjörg María Guðmundsdóttir hefur unnið fyrir nefndina. Handbókin er hugsuð sem uppflettimappa fyrir samstarfsaðila barnaverndarnefndar þar sem m.a. er hægt að finna upplýsingar um boðleiðir, stuðning og úræði og almennar upplýsingar um barnaverndarstarf.

Lagt fram til kynningar

2. Sískráning barnaverndarmála. 2005-02-0022.

Lagt fram yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í október 2005.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl.10:40.

 

Laufey Jónsdóttir, formaður.

Björn Jóhannesson. Védís Geirsdóttir.

Kristrún Hermannsdóttir. Erna Stefánsdóttir

Ingibjörg María Guðmundsdóttir Anna Valgerður Einarsdóttir