Barnaverndarnefnd

57. fundur

 

Árið 2005, fimmtudaginn 14. júlí kl. 9.30, hélt barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum fund í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Björn Jóhannesson, Védís Geirsdóttir og Barði Ingibjartsson. Kristrún Hermannsdóttir boðaði forföll og boðaður varamaður mætti ekki. Auk þess sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Fundarritari: Anna Valgerður Einarsdóttir.

  1. Trúnaðarmál
  2. Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.

  3. Bréf Barnaverndarstofu. - Svar við styrkbeiðni vegna gerðar handbókar barnaverndarmála. 2005-06-0047.
  4. Tekið fyrir bréf með svari Barnaverndarstofu við styrkbeiðni vegna gerðar handbókar barnaverndarmála. Barnaverndarstofa synjar beiðni um fjárhagslegan styrk, en bíður fram aðstoð við gerð handbókar með öðrum hætti en fjárframlögum.
    Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:35.

 

Laufey Jónsdóttir, formaður.

Björn Jóhannesson. Védís Geirsdóttir

Barði Ingibjartsson. Margrét Geirsdóttir.

Anna Valgerður Einarsdóttir.