Atvinnumálanefnd

56. fundur

Árið 2005, miðvikudaginn 20. júlí kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson formaður, Kristján G. Jóhannsson, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari. Gísli H. Halldórsson boðaði forföll og mætti varamaður ekki í hans stað.

Þetta var gert:

1. Norðurljósaskoðun. (2004-10-0025).

Rúnar Óli kynnti framgöngu verkefnisins, en búið er að setja saman nokkra ferðapakka til kynningar erlendis og hjá flugfélögum innanlands. Atvinnumálanefnd felur ferðamálafulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum samstarfsaðilum að verkefninu.

2. Knörrinn, hafið, síldin: Samstarfsverkefni í ferðaþjónustu, byggðaþróun og nýsköpun. (2005 05 0027).

Lagt fram erindi Sigurbjargar Árnadóttur, þar sem kynnt er samstarfsverkefni safna í Noregi og Íslandi þar. Markmiðið er að nýta sameiginlegan sögu og menningararf þjóðanna. Íslensku þátttakendurnir eru Ísafjarðarbær, Siglufjörður og Seyðisfjörður og slóðir Ingólfs Arnarsonar á Suðurlandi. Leitað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við verkefnið, en ekki tilgreind nein upphæð.

Atvinnumálanefnd tekur jákvætt í erindið og felur ferðamálafulltrúa að fylgjast með framgangi málsins.

3. Samstarf við Ferðamálaráð í markaðssetningu Ísafjarðarbæjar. (2005 06 0090).

Ferðamálaráð hefur samþykkt umsókn ferðamálafulltrúa í svokallað „króna á móti krónu" verkefni ráðsins, sem snýr að markaðssetningu í landsfjölmiðlum. Ferðamálafulltrúa falið að auglýsa eftir áhugasömum ferðaþjónum, til að taka þátt í verkefninu.

4. Merkingar á Hesteyri í Sléttuhreppi. (2005 06 0003)

Lagt fram bréf frá Elíasi Oddsyni þar sem lýst er yfir áhyggjum af skorti á leiðamerkingum og upplýsingaskiltum á Hesteyri, en vaxandi fjöldi ferðamanna sækir Hesteyri á hverju ári. Óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar, til að koma málum í viðunandi horf. Ferðamálafulltrúi hefur rætt við bréfritara um málið og verður reynt að bregðast við því, en það verður líklega ekki gert fyrr en næsta sumar.

5. Önnur mál.

    1. Kynnt útgáfa götukorts af Ísafjarðarbæ, Súðavík og Bolungarvík og húsakorts af Ísafirði.

Atvinnumálanefnd óskar eftir greinargerð vegna útgáfu götukorts varðandi kostnað og hvernig kortið var unnið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:15

 

Elías Guðmundsson, formaður. Kristján G. Jóhannsson.

Björn Davíðsson. Magnús Reynir Guðmundsson.

Rúnar Óli Karlsson.