Atvinnumálanefnd

54. fundur

 

Árið 2005, þriðjudaginn 12.apríl kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson formaður, Kristján G Jóhannsson, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari.

Þetta var gert:

  1. Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar. 2003-12-0016
  2. Shiran Þórisson mættur til fundar undir þessum lið. Farið yfir nýjustu drög að stefnumótuninni.

  3. Boð um þátttöku í rekstri einkahlutafélags sem mun sérhæfa sig í þjónustu við sjóstangaveiðimenn. 2005-04-0012
  4. Lagt fram bréf dagsett 29. mars, 2005 frá Ómari Má Jónssyni, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps þar sem Ísafjarðarbæ er boðin þátttaka í rekstri félags sem hafi það að markmiði að þjónusta erlenda sjóstangaveiðimenn.

    Atvinnumálanefnd telur að fjárfestingar Ísafjarðarbæjar eigi að fara í gegnum Eignarhaldsfélagið Hvetjanda og leggur til að stofnaðilar beini erindinu þangað.

  5. Atvinnumálakönnun. 2005-03-0065.

Samkvæmt upplýsingum frá Netheimum hefur svörun fyrirtækja ekki verið eftir því sem vonir stóðu til. Ákveðið að gefa tvær vikur í viðbót til að ljúka könnuninni.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:00

 

Elías Guðmundsson, formaður Kristján G Jóhannsson

Björn Davíðsson Magnús Reynir Guðmundsson

Rúnar Óli Karlsson Gísli H Halldórsson