Atvinnumálanefnd

55. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson formaður, Kristján G. Jóhannsson varaformaður, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari.

Þetta var gert:

  1. Atvinnumálakönnun
  2. Shiran Þórison hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Lárus G. Valdimarsson hjá Netheimum ehf mættu til fundar undir þessum lið. Farið var yfir spurningar og athugasemdir sem borist hafa vegna könnunar sem lögð verður fyrir rekstraraðila á næstunni. Lárus vék af fundi eftir þennan lið kl. 18:15.

  3. Stefnumótun í atvinnumálum
  4. Shiran lýsti stöðu verkefnisins og var farið yfir athugasemdir. Shiran vék af fundi eftir þennan lið kl. 18:40.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:55

Elías Guðmundsson, formaður.  Kristján G. Jóhannsson, varaformaður

Björn Davíðsson.  Magnús Reynir Guðmundsson

Rúnar Óli Karlsson.  Gísli H Halldórsson