Atvinnumálanefnd

49. fundur

Árið 2004, fimmtudaginn 11. nóvember kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson formaður, Kristján G. Jóhannsson varaformaður, Magnús Reynir Guðmundsson, Björn Davíðsson, Áslaug Jensdóttir og Rúnar Óli Karlsson, ritari.Gísli H. Halldórsson mætti ekki og kom varamaður hennar, Áslaug Jensdóttir í hans stað.

Þetta var gert:

 

  1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005
  2. Farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og hugmyndir að nýjum verkefnum ræddar. Atvinnumálanefnd óskar eftir tveimur milljónum í önnur og ófyrirséð verkefni nefndarinnar sem ekki eru enn fullmótuð.

  3. Starfsemi Nýsköpunarsjóðs námsmanna árið 2005 (2004110014)

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 8. nóvember s.l., var lagt fram bréf Nýsköpunarsjóðs námsmanna dagsett 25. október s.l., er varðar starfsemi sjóðsins sumarið 2004, ársskýrslu og ársreikning 2003 og umsókn um styrk að upphæð kr. 2.000.000.- fyrir starfsárið 2005. Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnmálanefndar. Atvinnumálanefnd felur Rúnari Óla að afla upplýsinga um þau verkefni sem sjóðurinn styrkti í Ísafjarðarbæ.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:30

Elías Gíslason, formaður Kristján G. Jóhannsson, varaformaður

Björn Davíðsson Áslaug Jensdóttir

Magnús Reynir Guðmundsson Rúnar Óli Karlsson