Atvinnumálanefnd

48. fundur

Árið 2004, miðvikudaginn 27. október kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson, varaformaður, Magnús Reynir Guðmundsson, Björn Davíðsson, Gísli H. Halldórsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari.

Þetta var gert:

1. Atvinnumálakönnun. - Tilboð frá Netheimum.

Lögð fram verðhugmynd vegna atvinnumálakönnunar frá Netheimum á Ísafirði dagsett 06.10. 2004, sem stefnt er að vinna fyrir árslok 2004.

Atvinufulltrúa falið að ganga til samninga við Netheima.

2. Ljósleiðaravæðing sveitarfélaga.

Atvinnumálanefnd óskar eftir því að bæjarstjórn feli tæknideild að gera úttekt á stöðu mála varðandi mögulega ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins og að taka saman reynslusögur annara sveitarfélaga, sem tekið hafa tillit til þessara hluta samhliða öðrum framkvæmdum.

3. Norðurljósaskoðun og ferðaþjónusta. 2004-10-0025

Lagt fram ódagsett bréf frá Aurora Experience undirritað af Jóhanni Ísberg, þar sem Ísafjarðarbæ er boðin þátttaka í verkefnahópi um skipulagningu ferðaþjónustu tengda norðurljósaskoðun. Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnumálanefndar á fundi sínum þann 18.10. 2004.

Atvinnumálanefnd leggur til að Ísafjarðarbær taki þátt í verkefninu og felur atvinnufulltrúa að starfa með hópnum.

4. Markaðsdagur.

Hugmyndin er að vera með langan laugardag í miðbæ Ísafjarðar þann 20. nóvember nk., sem myndi falla inn í menningardagskrá Veturnátta. Önnu Sigríði Ólafsdóttur hefur verið falið að vinna að verkefninu og eru áhugasamir aðilar kvattir til að hafa samband við hana.

5. Evrópuverkefnið BIRRA (Broadband in Rural and Remote Areas).

Meginmarkmið verkefnisins er að búa til verkfæri til að skilgreina stöðu sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni þar sem horft er til mála eins og fræðslumála, heilbrigðismála, viðskipta og stjórnsýslu. Ísafjarðarbær hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:45

Elías Gíslason, formaður.

Kristján G. Jóhannsson. Björn Davíðsson.

Gísli H. Halldórsson. Magnús Reynir Guðmundsson.

Rúnar Óli Karlsson.