Atvinnumálanefnd

47. fundur

Árið 2004, þriðjudaginn 28. september kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Kristján G. Jóhannsson, varaformaður, Magnús Reynir Guðmundsson, Björn Davíðsson, Áslaug Jensdóttir og Rúnar Óli Karlsson, ritari. Elías Guðmundsson boðaði forföll og mætti Áslaug í hans stað. Gísli H. Halldórsson mætti ekki. Varamaður kom ekki í hans stað.

Þetta var gert:

1. Kynning á Hvetjanda hf., Ísafirði. 2002-04-0061.

Guðni Einarsson, Eiríkur Finnu Greipsson og Fylkir Ágústsson mættu til fundar undir þessum lið og kynntu framgang stofnunar eignarhaldsfélagsins Hvetjanda hf. Fljótlega verður hægt að hefja starfsemi félagsins en tekist hefur að safna því hltafé sem lagt var upp með. Ef mikil eftirspurn verður eftir fjármagni, er stefnt að opnu hlutafjárútboði.

Fulltrúar Hvetjanda hf. véku af fundi eftir þennan lið.

2. Stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum. 2003-12-0016.

Kynntar tillögur Shirans Þórissonar hjá AtVest, en stefnt er að því að taka upp þráiðn frá því í vor, um miðjan þennan mánuð.

3. Önnur mál.

    1. Hornstrandafriðland og skipulag ferðamennsku.
    2. Rúnari Óla falið að taka saman minnispunkta um málið fyrir næsta fund nefndarinnar

    3. Evrópuverkefnið BIRRA (Broadband in Rural and Remote Areas).
    4. Rúnar Óli kynnti verkefnið sem snýst um að að skilgreina stöðu sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni þegar horft er til þátta eins og menntunar, heilsugæslu og vinnumarkaðar. Ísafjarðarbæ hefur verið boðin þátttaka í verkefninu sem mun taka tvö ár.

    5. Samstarf ferðaþjóna á svæðinu.
      Björn Davíðsson kynnti hugmyndir sínar um samstarf á ýmsum sviðum ferðamála. Varaformaður lagði til að stefna að sérstökum fundi um ferðamál á næstunni.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:45

Kristján G. Jóhannsson, varaformaður. Áslaug Jensdóttir.

Björn Davíðsson. Magnús Reynir Guðmundsson.

Rúnar Óli Karlsson.