Atvinnumálanefnd

46. fundur

Árið 2004, þriðjudaginn 17. ágúst kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund í VEG – Gistingu á Suðureyri. Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Gísli H. Halldórsson, Kristján G. Jóhannsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir og Rúnar Óli Karlsson, ritari. Magnús Reynir Guðmundsson og Björn Davíðsson mættu ekki. Varamaður Björns, Guðrún Anna Finnbogadóttir mætti í hans stað. Varamaður mætti ekki í stað Magnúsar Reynis.

Þetta var gert:

  1. Frumkvöðlasetur á Vestfjörðum
  2. Shiran Þórisson hjá Atvest mætti til fundar við nefndina til að ræða ýmsar hugmyndir varðandi Frumkvöðlasetur á Vestfjörðum. Shiran vék af fundi eftir þennan lið.

  3. Neysluvatn á tjaldsvæðum. 2004-06-0076.
  4. Tekið fyrir bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagss. 24. júlí 2004 varðandi vatnsgæði á tjalsdvæðinu á Þingeyri og Dynjanda. Í bréfinu kemur fram að tjaldsvæði eru orðin starfsleyfisskyld og þarf að sækja um leyfi fyrir 10. september nk.

  5. Ferðamenn á norðanverðum Vestfjörðum.
  6. Kynnt skýrsla sem Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf gerði að beiðni sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Atvinnufulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri.

  7. Önnur mál

Upplýsingamiðstöð Vestfjarða á Ísafirði hefur óskað eftir fundi með nefndinni sem fyrst. Atvinnufulltrúa falið að koma á slíkum fundi.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:50. Fundarmenn þökkuðu Elíasi góðan viðurgjörning en nefndin fékk að smakka súgfirzkar steinbítskinnar að hætti hússins.

Elías Guðmundsson, formaður Kristján G. Jóhannsson

Gísli H. Halldórsson Rúnar Óli Karlsson

Guðrún Anna Finnbogadóttir