Atvinnumálanefnd

45. fundur

Árið 2004, þriðjudaginn 15. júní kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Björn Davíðsson, Kristján G. Jóhannsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari.

Þetta var gert:

  1. Stefnumótun í atvinnumálum.
  2. Farið yfir verklagsbreytingar vegna vinnu við stefnumótunina og samþykkt að hækka greiðslu til Atvinnuþróunarfélagsins um kr. 100.000.-

  3. Upplýsingamiðstöðin á Þingeyri – samningur.
  4. Rætt um samning við handverksfélagið Koltru á Þingeyri um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar á staðnum. Atvinnumálanefnd samþykkir að veita kr. 400.000.- í rekstur þessa árs og beinir þeim tilmælum til Koltru að tryggja að enskumælandi starfsmaður verði ávallt til staðar í sumar.

  5. Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði – aukin verkefni.
  6. Farið yfir lista frá fundi upplýsingamiðstöðvarinnar og Rúnars Óla frá þann 17. maí sl. Beðið er eftir fullnaðarskýrslu um rekstur síðasta árs

  7. Edinborgarhúsið og framtíðarhúsnæði upplýsingamiðstöðvar ferðamála.
  8. Málinu frestað og ákveðið að taka málefni upplýsingamiðstöðva til endurskoðunar á haustmánuðum.

  9. Sameiginlegur markaður í Ísafjarðarbæ.
  10. Rætt var um möguleika á því að atvinnumálanefnd beiti sér fyrir því að verslanir í Ísafjarðarðarbæ haldi sameiginlegan markaðsdag í haust til að hvetja til verslunar í heimabyggð.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:35

Elías Guðmundsson, formaður Kristján G. Jóhannsson

Gísli H. Halldórsson Rúnar Óli Karlsson

Magnús Reynir Guðmundsson Björn Davíðsson