Atvinnumálanefnd

44. fundur

Árið 2004, þriðjudaginn 27. apríl kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Björn Davíðsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari. Kristján G. Jóhannsson mætti ekki og kom Bjarki Bjarnason í hans stað.

Þetta var gert:

1. Stefnumótun í atvinnumálum.

Farið yfir útfærslu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á verkáætlun nefndarinnar um stefnumótun í atvinnumálum. Rúnari Óla falið að ganga frá málinu.

2. Önnur mál.

    1. Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði. – Aukið fjármagn.
    2. Ferðamálaráð hefur aukið fjármagn til reksturs upplýsingamiðstöðvar í Ísafjarðarbæ og er framlagið krónur 2.5 milljónir á þessu ári.

    3. Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
    4. Rúnar Óli kynnti niðurstöður frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða, sem var haldinn á Reykhólum, Barðaströnd, dagana 23.-24. apríl s.l.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:30

 

Elías Guðmundsson, formaður.

Bjarki Bjarnason. Gísli H. Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson. Björn Davíðsson.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.

.