Atvinnumálanefnd

42. fundur

Árið 2004, þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson , Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari.
Björn Davíðsson er fjarverandi. Varamaður mætti ekki í hans stað.

Þetta var gert:

1. Stefnumótun í atvinnumálum.

Shiran Þórisson mættur til fundar við nefndina. AtVest hefur áhuga á að taka að sér verkefnið ,,Stefnumótun í atvinnumálum", ef samningar nást og jafnvel ráða sérstakan starfsmann til að sinna þessu verkefni og öðrum verkefnum á vegum sveitarfélagsins eða annara aðila á Vestfjörðum.

Formanni atvinnumálanefndar falið að vinna málið áfram. Shiran vék af fundi eftir þennan lið.

2. Verkefni ferðamálafulltrúa Vestfjarða.

Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða, mætti á fund nefndarinnar til að fara yfir nokkur verkefni. Rætt var um Gísla Súrsonar verkefnið, markaðsmál og umhverfismál í tengslum við ferðamennsku.

Nefndin þakkar Dorothee fyrir fróðlegt erindi. Hún vék af fundi eftir þennan lið. Magnús Reynir Guðmundsson vék af fundi kl. 18:00

3. Frumkvöðull ársins 2003

Farið yfir tilnefningar um frumkvöðul ársins 2003. Atvinnufulltrúa falið að skoða nokkrar tilnefningar sérstaklega.

4. Ljósvakafélag Ísafjarðarbæjar.

Formaður nefndarinnar leggur til að fresta málinu um Ljósvakfélag Ísafjarðarbæjar fram í september vegna væntanlegrar fjarskiptaáætlunar, sem tekur á dreifingu sjónvarpsefnis á landsbyggðinni.

5. Önnur mál

Nefndin hittist á óformlegum fundi á Hótel Ísafirði þann 12. febrúar s.l., ásamt Sævar Kristinssyni ráðgjafa hjá Netspori vegan stefnumótunar í atvinnumálum. Í kjölfarið var ákveðið að leita eftir samningum við AtVest um málið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:00

Elías Guðmundsson, formaður.

Kristján G. Jóhannsson Gísli H. Halldórsson.

Magnús Reynir Guðmundsson. Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.