Atvinnumálanefnd

41. fundur

Árið 2004, miðvikudaginn 28. janúar kl. 13:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á heimili Þórhalls Arasonar talsmann víkingaverkefnisins á Þingeyri.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson , Gísli H. Halldórsson, Björn Davíðsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari. Magnús Reynir Guðmundsson boðaði forföll og mætti varamaður ekki í hans stað.

Þetta var gert:

1. Víkingaverkefnið á Þingeyri.

Nefndin mætti til fundar með Þórhalli Arasyni talsmanni víkingaverkefnisins á Þingeyri. Farið var yfir skipulag verkefnisins, fjármögnun og helstu verkefni næstu ára. Félag áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar hefur sótt um styrk að upphæð kr. 520.000.- til Ísafjarðarbæjar til að koma upp varanlegri aðstöðu fyrir ferðamenn vegna ýmissa hátíðahalda s.s. víkingahátíða, ættarmóta og Dýrafjarðardaga. Gert er ráð fyrir að Þingeyri verður miðpunktur verkefnisins, en teygi anga sína víða um Vestfirði.

Atvinnumálanefnd líst vel á verkefnið og ljóst að hér er vel staðið að skipulagningu og framkvæmd. Nefndin styður það að félag áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar hljóti umbeðinn styrk og vísar því til bæjarráðs að veita umbeðna fjárhæð.

2. Heimsókn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar.

Kristján Gunnarsson leiddi nefndina um smiðjuna sem stofnuð var 1913 og er sannarlega fjársjóður í okkar samfélagi og nánast allt í upprunalegri mynd. Nýverið voru kláraðar viðgerðir á þaki smiðjunnar og á að ráðast í frekara viðhald á næstu misserum.

Nefndin þakkar Kristjáni fyrir forvitnilega og skemmtilega leiðsögn.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 15:30.

Elías Guðmundsson, formaður. Kristján G. Jóhannsson.

Björn Davíðsson. Gísli H. Halldórsson.

Rúnar Óli Karlsson.