Atvinnumálanefnd

40. fundur

Árið 2004, fimmtudaginn 8. janúar kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson , Gísli H. Halldórsson, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari.

Þetta var gert:

1. Eignarhaldsfélag Ísafjarðarbæjar.

Lokið við tillögur að væntanlegum samþykktum fyrir væntanlegt eignarhaldsfélag í Ísafjarðarbæ.

2. Beiðni um styrk vegna útiaðstöðu fyrir ferðamenn á Þingeyri.

Erindi frá Þórhalli Arasyni f.h. Félags áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar. Félagið hefur hug á að koma upp varanlegri aðstöðu fyrir ferðamenn vegna ýmissa hátíðahalda s.s. víkingahátíða, ættarmóta og Dýrafjarðardaga. Landslagsarkitekt er að hanna aðstöðuna í samvinnu við félagið. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 520.000.-

Atvinnumálanefnd frestar afgreiðslu erindisins fram að næsta fundi, sem áformað er að halda á Þingeyri. Óskað er eftir því að fulltrúar frá Félagi áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar, sitji þann fund.

3. Heimsóknir í fyrirtæki .

Rætt um verklagsreglur varðandi heimsóknir í fyrirtæki til að gera þær markvissari.

4. Ljósvakafélag Vestfjarða.

Atvinnumálanefnd ákveður að fá fagaðila til að vinna viðskiptaáætlun vegna verkefnisins og verður óskað eftir þátttöku Súðavíkurhrepps og Bolungarvíkur-kaupstaðar.

5. Frumkvöðull ársins.

Nú styttist í að verðlaun verði veitt fyrir árið 2003. Leitar nefndin eftir tilnefningum.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:00.

Elías Guðmundsson, formaður. Kristján G. Jóhannsson.

Björn Davíðsson. Gísli H. Halldórsson.

Magnús Reynir Guðmundsson. Rúnar Óli Karlsson,

atvinnu- og ferðamálafulltrúi.

 

 

 

 

 

 

 

.