Atvinnumálanefnd

39. fundur

Árið 2003, föstudaginn 19. desember kl. 12:00 fór atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar í heimsókn í tvö fyrirtæki á Ísafirði Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Gísli H. Halldórsson, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari. Kristján G. Jóhannsson boðaði forföll. Varamaður mætti ekki í hans stað.

Þetta var gert:

  1. Heimsókn í beituverksmiðju.
  2. Sveinbjörn Jónsson fosvarsmaður beituverksmiðju sem verið er að koma á fót í einu af fyrrum fiskvinnlsluhúsum Norðurtangans á Ísafirði, sat fyrir svörum nefndarinnar. Hér er um nýstárlega framleiðslu að ræða og er mikið að búnaði verksmiðjunnar sérsmíðaður.

    Nefndin þakkar Sveinbirni fyrir spjallið og óskar hans fyrirtæki alls hins besta í framtíðinni.

  3. Heimsókn í Miðfell.

Elías Oddson framkvæmdarstjóri rækjuverksmiðjunnar Miðfells á Ísafirði tók á móti nefndinni og leiddi hana í gegnum allt framleiðsluferlið. Á eftir var spjallað um hráefnisverð og framboð, framleiðsluna, markaðsetningu og sölu auk horfur í rækjuiðnaði á landinu.

Nefndin þakkar Elíasi fyrir fundinn og góðan viðurgjörning.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 15:00

Elías Guðmundsson, formaður.  Björn Davíðsson

Gísli H. Halldórsson.  Magnús Reynir Guðmundsson

Rúnar Óli Karlsson