Atvinnumálanefnd

37. fundur

Árið 2003, laugardaginn 22. nóvember kl. 10:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Gísli H. Halldórsson, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari.  Kristján G. Jóhannsson boðaði forföll. Varamaður mætti ekki í hans stað.

Þetta var gert: 

  1. Starfsemi Nýsköpunarsjóðs námsmanna sumarið 2003. Umsókn um styrk.
  2. Tekið fyrir erindi Nýsköpunarsjóðs námsmanna um styrk fyrir næsta starfsár að upphæð kr. 2.000.000.- Tekjur sjóðsins á síðasta ári voru kr. 48 milljónir og rúmar kr. 1 milljón kom frá öðrum sveitarfélögum.

    Atvinnumálanefnd leggur til að styrkja Nýsköpunarsjóð um kr 100.000.-
    Atvinnumálanefnd stefnir að því að geta, með styrkveitingum, komið að einstökum rannsóknarverkefnum Nýsköpunarsjóðs námsmanna, sem unnin yrðu í Ísafjarðarbæ.

  3. Ljósvakafélag Vestfjarða.
  4. Lögð fram drög að bréfi frá formanni atvinnumálanefndar til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða varðandi stofnun ljósvakafélags Vestfjarða, sem hefur að markmiði að dreifa ljósvakaefni um norðanverða Vestfirði. Mættur til fundar Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdarstjóri Atvinnuþróunarfélagsins, til að ræða um mögulega styrki til verkefnisins. Aðalsteinn ætlar að kanna hvaða fjármunir gætu fengist til undirbúnings verkefnisins.

  5. Stofnun Eignarhaldsfélags.
  6. Rætt um forsögu stofnunar Eignarhaldsfélags Vestfjarða og hugmyndir að stofnun Eignarhaldsfélags Ísafjarðarbæjar.

    Atvinnumálanefnd leggur til að stofnað verði eignarhaldsfélag á norðanverðum Vestfjörðum. Til grundvallar stofnunar þess verða lagðir þeir fjármunir sem lagðir voru til stofnunar Eignarhaldsfélags Vestfjarða (EV) og þeim sem höfðu lagt fjármagn til stofnunar EV verði gefinn kostur á að gerast hluthafar. Einnig að Ísafjarðarbær leggi félaginu til frekara stofnfé skv. fjárhagsáætlun og skipi stjórn til bráðabirgða.

  7. Endurskoðun á stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum.

Lagt fram uppkast formanns nefndarinnar að verkefnislýsingu fyrir stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins. Farið var ýtarlega í gegnum lýsinguna og hún fullunnin af hendi nefndarinnar. Samþykkt að vísa verkefnislýsingunni til bæjarráðs.

Aðalsteinn vék af fundi kl. 15:30.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 16:40.

 

Elías Guðmundsson, formaður. Björn Davíðsson.

Gísli H. Halldórsson. Magnús Reynir Guðmundsson.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.

 

 

 

.