Atvinnumálanefnd

35. fundur

Árið 2003, miðvikudaginn 15. október kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson, Gísli H. Halldórsson, Björn Davíðsson, Magnús Jónsson og Rúnar Óli Karlsson. Magnús Reynir Guðmundsson mætti ekki og kom varamaður í hans stað.

Þetta var gert:

  1. Byggðaáætlun fyrir Vestfirði.
  2. Iðnaðarráðuneytið hefur skipað verkefnisstjórn um framkvæmdir vegna byggðaáætlunar fyrir Vestfirði. Munu þær byggja á þingsályktun um byggðamál 2002 – 2005 og hugmyndum byggðaáætlunar sem sveitarfélög á Vestfjörðum unnu vorið 2002.

  3. Norðurljós sem tækifæri í ferðamennsku.
  4. Gögn frá Jóhanni Ísberg hjá Aurora Experience um möguleika Íslands til uppbyggingar ferðamennsku í tengslum við norðurljósin. Óskar hann eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ í þessu sambandi.

    Lagt fram til kynningar.

  5. Helstu verkefni atvinnu- og ferðamálafulltrúa um þessa mundir:
    1. Frágangur á handbók Ísafjarðarbæjar sem er að fara í prentun í næstu viku.
    2. Funda- og ráðstefnuverkefni í samstarfi við fyrirtæki í Ísafjarðarbæ. Verið er að leggja lokahönd á upplýsingaefni til að kynna aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds í sveitarfélaginu. Í framhaldinu verður verkefnið kynnt hér heima og hjá fyrirtækjum og stofnunum á landsvísu með það að markmiði að auka funda- og ráðstefnuhald utan háannatíma í ferðamálum.
    3. Námskeið í uppbyggingu klasa fyrirtækja haldið í september hjá Iðntæknistofnun. Í kjölfarið á námskeiðinu eru hafnar viðræður við fyrirtæki á svæðinu sem vilja taka þátt í verkefni að móta klasa, sem tengist stáliðnaði í samvinnu við Atvinnuþróunarfélagið.
    4. Vestnorden 2003 í Færeyjum. Fjórir fulltrúar að vestan sóttu þessa sölusýningu og er búið að svara öllum fyrirspurnum sem bárust í kjölfarið. Ákveðið var að bæta um betur og senda öllum mögulegum kaupendum upplýsingar bæði innanlands og erlendis og stendur sú vinna yfir.
    5. Heimasíða Ísafjarðarbæjar. Nú er að hefjast endurskoðun á upplýsingagjöf og tölvuumhverfi Ísafjarðarbæjar. Atvinnufulltrúi hefur verið beðinn um að gera tillögur um uppfærslu á vefnum og útvega efni til að gera vefinn fjölbreyttari. Verkefnið er unnið í samvinnu við Snerpu.
  6. Evrópuverkefni ,,e-governance".

    Tölvupóstur frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, um þátttöku í Evrópuverkefni „e-governance“ á sviði rafrænna samskipta sveitarfélags og íbúa þess.
    Lagt fram til kynningar.
  7. Stofnun félags til að efla ljósvakamiðlun á svæðinu.

    Björn Davíðsson og Elías Guðmundsson kynntu hugmynd um að koma á félagi, sem hefði það að markmiði, að efla miðlun útvarps- og sjónvarpsefnis á norðanverðum Vestfjörðum í samræmi við byggðaáætlun Vestfjarða. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytni í afþreyingu getur skipt miklu máli í búsetuvali fólks. Birni og Elíasi falið að vinna frekar að málinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:50.

Elías Guðmundsson, formaður.

Kristján G. Jóhannsson. Gísli H. Halldórsson.

Magnús Jónsson. Björn Davíðsson.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi, er jafnframt ritaði fundargerð.

 

 

 

.