Atvinnumálanefnd

33. fundur

Árið 2003, föstudaginn 29.ágúst kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Áslaug Jensdóttir, Rúnar Óli Karlsson og Kristján G. Jóhannsson  Gísli H. Halldórsson boðaði forföll og mætti Áslaug í hans stað. Björn Davíðsson boðaði forföll og mætti Guðrún Anna í hans stað. Magnús Reynir boðaði forföll og mætti varamaður hans ekki.

Þetta var gert:

  1. Brautargengi 2003.
  2. Tekið fyrir nýtt erindi frá Impru dagsett 14. ágúst 2003. Í bréfinu er farið fram á styrk að upphæð kr. 50.000.- fyrir hverja konu sem óskar að taka þátt í námskeiðinu en hámarkið er sex þáttakendur frá Ísafjarðarbæ. Atvinnumálanefnd leggur til að erindið verði samþykkt.

  3. Stefnumótun í atvinnumálum 2004 – 2008
  4. Atvinnumálanefnd er að hefja undirbúning á endurskoðun stefnumótunar í atvinnumálum en núverandi stefnumótun nær til loka þessa árs. Atvinnufulltrúa falið að kanna möguleika á styrkjum til verkefnisins.

  5. Þátttaka í Northern periphery verkefni
  6. Ísafjarðarbær hefur verið að undirbúa þátttöku í verkefni á vegum Northern periphery áætlunarinnar hjá Evrópusambandinu. Ef umsóknin gengur í gegn, má gera ráð fyrir umtalsverðum fjármunum til að þróa atburði og uppákomur í sveitarfélaginu á næstu árum. Sveitarfélög í Svíþjóð, Skotlandi og Finnlandi eru líka þátttakendur í umsókninni. Atvinnumálanefnd líst vel á verkefnið og óskar eftir því að atvinnufulltrúi haldi áfram með málið.

  7. Námskeið í klasafræðum

Dagana 9. - 10. september n.k. mun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Verkefnisstjórn um byggðaþróun við Eyjafjörð, Iðntæknistofnun Íslands, Útflutningsráð Íslands, Byggðastofnun og Rannís standa sameiginlega fyrir námskeiði í Reykjavík undir yfirskriftinni Hvernig má nýta klasa (Clusters, tengslanet) til aukinnar samkeppnishæfni fyrirtækja og svæða. Námskeiðið ætti að vera áhugavert fyrir aðila á Vestfjörðum, sérstaklega í ljósi umræðu um uppbyggingu byggðakjarna og klasamyndunar í sjávarútvegi. Atvinnumálanefnd óskar eftir því að atvinnufulltrúi sæki námskeiðið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:50

Elías Guðmundsson, formaður. Guðrún Anna Finnbogadóttir.

Aslaug Jensdóttir. Kristján G. Jóhannsson.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi er jafnframt ritaði fundargerð.