Atvinnumálanefnd

31. fundur

Árið 2003, fimmtudaginn 3.júlí kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, Kristján G. Jóhannsson, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Rúnar Óli Karlsson. Gísli H. Halldórsson boðaði forföll og mætti Áslaug J. Jensdóttir í hans stað.

Þetta var gert:

  1. Niðurstöður atvinnulífskönnunar.
  2. Lárus G. Valdimarsson frá Netheimum ehf., mætti til fundar undir þessum lið og kynnti fyrstu drög könnunar sem gerð var meðal atvinnurekenda í sveitarfélaginu sl. vor.

  3. Rekstur í opinberu húsnæði.
  4. Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar dags. 20. júní 2003, um rekstur veitinga- og gistiaðstöðu í opinberu húsnæði í samkeppni við einkaaðila.

    Atvinnufulltrúa falið að taka saman greinargerð um þau atriði sem kunna að orka tvímælis og kynna í haust.

  5. Brautargengi 2003.
  6. Tekið fyrir erindi bæjarráðs frá 10. júní s.l., þar sem óskað er umsagnar nefndarinnar vegna erindis frá Impru um styrk til námskeiðshalds á Ísafirði fyrir konur.

    Nefndin frestar afgreiðslu, en felur atvinnufulltrúa að ræða málið við forstöðumann Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

  7. Bsc. Ritgerð um markaðslega stefnumótun Ísafjarðarbæjar.
  8. Lagt fram ljósrit af Bsc. ritgerð Óla Arnars Eiríkssonar, um markaðslega stefnumótun Ísafjarðarbæjar. Ritgerðin er til sölu og telur nefndin að hún gæti verið mikilvægt gagn í frekari vinnu nefndarinnar.

    Formanni falið að ræða við höfundinn um verð.

  9. Árskýrsla Atvest.
  10. Árskýrslan fyrir árið 2003 frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða lögð fram til kynningar.

  11. Ráðning í sumarstörf á vegum atvinnufulltrúa.

Atvinnufulltrúi kynnti ráðningu starfsmanna af atvinnuleysisskrá í kjölfar vinnu sem fór fram í vor á vegum Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:40

Elías Guðmundsson, formaður. Björn Davíðsson.

Áslaug J. Jensdóttir. Kristján G. Jóhannsson.

Magnús Reynir Guðmundsson.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi er titaði fundargerð.

.