Atvinnumálanefnd

29. fundur

Árið 2003, mánudaginn 19. maí kl. 15:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Vegagerðarinnar og hjá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Björn Davíðsson og Rúnar Óli Karlsson.
Til fundar mætti Gísli Eiríksson umdæmisverkfræðingur Vegagerðinnar á Vestfjörðum og Þröstur Óskarsson framkvæmdarstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.
Kristján G. Jóhannsson boðaði forföll. Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.

Þetta var gert:

1. Flutningur starfa til Ísafjarðar.

Gísli Eiríksson ræddi um reynslu Vegarðarinnar af flutningi símsvörunarþjónustu stofnunarinnar en haustið 2001 voru flutt fjögur störf til Ísafjarðar. Nefndin þakkar Gísla fyrir upplýsingarnar.

2. Möguleikar Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar.

Fundur með Þresti Óskarssyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar um möguleika stofnunarinnar í frekari uppbyggingu þjónustu og fjölgun starfa í sveitarfélaginu. Fram kom í máli Þrastar að fyrirsjáanlegt væri að reisa þyrfti hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu og að aðstaða fyrir aldraða væri ekki eins og best væri á kosið. Nefndin þakkar Þresti fyrir fundinn.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:00

Elías Guðmundsson, formaður. Björn Davíðsson.

Gísli H. Halldórsson. Rúnar Óli Karlsson.

Magnús Reynir Guðmundsson.